Sagnir - 01.06.1999, Page 36
Vinjar og vn
35
Smjörhnetur
Meginrökin fyrir staðhæfingunni um að þeir hafi haldið áfram
suðurfyrir Nýfundnaland lágu síðan í höggspónahrúgunni sem
norrænu mennirnir skyldu eftir sig. Þar fundust tvær smjörhnet-
ur, Juglans cinerea, en það er valhnotutegund. Nyrstu slóðir
sem smjörhnetur vaxa eru við mynni St.Lawrenceflóa og norð-
austurhluta New Brunswick. Hnetur þessar hafa aldrei vaxið á
Nýfundnalandi. Þær eru of stórar til þess að fuglar geti borið
þær og of þungar til að fljóta og hafa því ekki borist með haf-
straumum. Hneturnar bárust því í búðirnar með mönnum og þar
sem þær fundust þar sem norrænir menn voru að athafna sig er
augljóst að þær bárust með þeim. Þetta
leiðir til þess að þeir menn sem dvöldu
á L´Anse aux Meadows hljóta að hafa
komið að landi að minnsta kosti við
syðri hluta St.Lawrenceflóa.26 Wallace
vekur svo athygli á því að „norður-
mörk þeirra svæða þar sem smjörhnet-
ur vaxa eru að hluta hin sömu og villtra
vínberja. Það er þess vegna ekkert sem
mælir á móti því að norrænir menn á
þessum slóðum hafi af eigin raun
kynnst landi hinna villtu vínberja.“27
Þessar hnetur, sem og eðli búsetunnar eru ansi sterkur vitnis-
burður um að menn hafi haldið áfram suður á bóginn. Á móti er
það áberandi hversu gefið henni finnst að norrænir menn hafi
komið með hneturnar. Hún viðrar ekki einu sinni þann mögu-
leika að hneturnar gætu hafa borist með indíánum í gegnum
vöruskipti einhverskonar. Magnús Stefánsson bendir einmitt á
það að Mic-Mac-indíánarnir sem bjuggu m.a. við mynni
St.Lawrenceflóa hafi stundað sel-, hval- og hreindýraveiðar við
Nýfundnaland á þeim tíma er norrænir menn voru þar á ferð.
Hann segir það þó ekki vera sjálfgefið að indíánarnir hafi kom-
ið með hneturnar og tekur í raun undir það með Wallace að lík-
lega hafi búðirnar á L´Anse aux Meadows aðeins verið áning-
arstaður fyrir landkönnuðina á leið sinni til meginlandsins.28
Fyrir um tveim árum kom úr bókin Vínlandsgátan eftir Pál
Bergþórsson, veðurfræðing. Þar fjallar hann um Vínlandsferð-
irnar á skemmtilegan hátt og reynir eftir fremsta megni að stað-
setja Vínland út frá lýsingum sagnanna með samanburði við
staðhætti í norðausturhluta Bandaríkjanna og suðausturhluta
Kanada. Það sem háir Páli kannski helst er að hann leggur oft
fullmikið traust á texta Vínlandssagnanna. Sérstaklega þegar um
einstaka atburði eða persónur er að ræða. Verður þetta að teljast
nokkuð til aðferða af gamla skólanum, þegar heimildagildi sagn-
anna um tilteknar persónur og atburði var treyst sem nýju neti.
Engu að síður tekst Páli á tíðum ágætlega upp er hann færir
rök fyrir því að menn hljóti að hafa siglt lengra suður á bóginn
en til Nýfundnalands. Ein áhugaverðasta tilgátan í bókinni er sú
að Straumsfjörður, sem Karlsefni nefndi svo sé Fundyflói við
Nova Scotia. Áin St.John rennur út í Fundyflóa og við ósa henn-
ar eru fossar sem kallast Reversing Falls, eða Öfugfossar. Nafn-
giftin kemur til vegna þess að á fjöru falla þeir eðlilega í átt til
sjávar en á flóði falla þeir í öfuga átt. Þarna um slóðir eru einmitt
mestu sjávarföll í heimi, allt að 15 metrar í stórstreymi. Vegna
stórstreymisins myndast rastir á siglinga-
leiðum Fundyflóa og minna aðstæður oft
meira á fljót en flóa. „...[Þ]etta er til
stuðnings því að Fundyflói geti verið sá
Straumsfjörður þar sem voru straumar
miklir.“29 En með þessum síðast töldu
orðum hljóðaði ein af lýsingum Eiríks
sögu á aðstæðum í Straumsfirði.
Þetta er ekki svo galin hugmynd hjá
Páli og það væri í raun leitun að stað sem
ber nafn sitt með meiri rentu, ef Straums-
fjörður Eiríks sögu hefur verið Fundyflói. Auðvitað sannar þetta
hvorki eitt né neitt en engu að síður er þetta kærkomið innlegg í
umræðuna um það hvort landkönnun Ameríku hafi verið hætt
eftir að komið var að Nýfundnalandi eða hvort haldið var áfram
Sagnir 1999
Meginrökin fyrir staðhæfingunni
um að þeir hafi haldið áfram
suður fyrir Nýfundnaland lágu
síðan í höggspónahrúgunni
sem norrænu mennirnir skyldu
eftir sig. Þar fundust tvær
smjörhnetur, Juglans cinerea,
en það er valhnotutegund.