Sagnir - 01.06.1999, Page 42
Sakamannalsingar Alingi
41
þingi. Aftur á móti tíðkast sakamannalýsingar á það löngu
tímabili að rétt er að álykta að lýsingarnar hljóti að hafa borið
einhvern árangur. Vert er að velta
því fyrir sér hvernig vitneskjan um
eftirlýsta glæpamenn sem lýst var
á Alþingi barst um landið. Á síðari
hluta 17. aldar var farið að prenta
Alþingisbækur en áður höfðu Al-
þingisritarar tekið afrit „og sent
sýslumönnum, klausturhöldurum
og lénsjarðahöldurum sitt eintak
hverjum, auk þess sem biskupar og
sjálfsagt ýmsir fleiri hafa líka út-
vegað sér eintak.“17 Á því tímabili
sem hér um ræðir voru nítján Al-
þingisbækur prentaðar, en þrátt
fyrir það voru prentuðu eintökin
varla fljótari að berast notendum
en þau uppskrifuðu.18 Prentun
bókanna hefur því vart greitt fyrir
handtöku eftirlýstra glæpamanna.
Hið mesta drykkjusvín
Í Alþingisbókum má finna eina lýsingu á tímabilinu 1684-
1730 þar sem auðkennum embættismanns er lýst. Árið 1724
var lesið skjal í lögréttu, dagsett að Ögri 9. júlí sama ár. Bréf-
ið var frá Markúsi Bergssyni, sýslumanni í Ísafjarðarsýslu,
sem ekki kom til þings. Í bréfinu er lýst eftir Snæbirni Páls-
syni lögréttumanni sem hættir setu í lögréttu þetta ár og er
sagður burtstrokinn úr Ísafjarðarsýslu og ásakaður fyrir að
hafa ekki greitt sektir sínar vegna
illmæla sinna við kaupmanninn Pét-
ur Arvidsson. Auk þess er Snæbjörn
sagður „í stórri sekt við kóngdóm-
inn.“ Lýsingin á Snæbirni er
svohljóðandi:
Kallmannlegur og hraðgengur í fram-
göngu, hávaxinn og flatvaxinn, herða-
breiður, mittismjór, fótagrannnur,
þykkhentur, en þó ekki harðhentur,
dökkvari á hárið samt brún og brá en
jarpur, hefur mikið hár, sem hrökkur
neðan, rakar sitt skeggstæði, grann-
leitur og kinnbeinahár í andliti, með
þunnt nef og hátt að framan, háleitur
og langhálsaður, vel lesandi og skrif-
andi, heldur sér til gildis sem meiri
menn til klæða, hátalaður, hraðmælt-
ur, hrokafullur, bítur á vörina og sýgur nefið, þá illu er að
skipta, tekur ákaflega nef-tóbak og af því nefmæltur, og hið
mesta drykkju svín.19
Varla getur lýsingin talist vilhöll Snæbirni og vart hafa þeir
verið vinir Snæbjörn og bréfritari, Markús Bergsson. Lýsing-
in er líka ótrúlega nákvæm miðað við að margir þeir sem
staddir voru í lögréttu til að hlýða á hana hafa kannast við
Snæbjörn frá fyrri þingum við Öxará, enda ekki að undra hve
mikil áhersla er lögð á að lýsa neikvæðum hliðum hans.20
Forsaga þessarar lýsingar er um margt merkileg en árið
1723 hafði Snæbjörn stefnt Markúsi Bergsyni og Ormi Daða-
syni sýslumanni í Barðastrandasýslu vegna þess að hann taldi
á sig hallað í málsmeðferð þeirra í deilum sínum við Pétur
kaupmann. Hóf hann því allmikinn málarekstur á hendur
sýslumönnunum.21 Ekki gekk þó betur hjá Snæbirni en svo að
hann var sjálfur dæmdur í sekt og áminntu lögmenn Snæbjörn
á að haga sér skikkanlega í málssóknum sínum og eftir þeim
reglum konungs sem um þær giltu og lauk þessum málum
þannig það árið að Markúsi var falið að handtaka Snæbjörn.
Það var síðan þrjóska Snæbjarnar til að greiða sektir sínar
kaupmanni og kóngi sem leiddi til þess að Markús lýsti eftir
honum árið 1724.
Að vera lýst í sakamannalýsingu á Alþingi hefur verið
mikil svívirða fyrir mann sem var í einhverjum metum í sam-
félaginu, enda brást Snæbjörn hart við þegar lýsingin birtist
árið 1724. Eftir að lýsingin var lesin segir í Alþingisbók að
Snæbjörn Pálson hafi verið „persónulega hér í réttinum til
staðar og beiddist copíu af lýsingunni, hverja hann fékk.“ Páll
Vídalín lögmaður gekk síðan í ábyrgð fyrir Snæbjörn að hann
myndi ekki skjóta sér undan kóngsins lögum og rétti, en Páll
og Snæbjörn voru svilar. Snæbjörn er síðan látin fylgja sýslu-
manni Sigurði Jónssyni úr Borgarfjarðarsýslu til heimilis
hans að Hvítárvöllum.23
Ári síðar var Snæbjörn aftur á Alþingi og nú í hefndarhug.
Þangað var einnig kominn sýslumaðurinn Markús Bergsson
til að verja sig í máli Snæbjörns gegn honum. Deiluefnið var
lýsing sú sem gefin var af Snæbirni og vildi hann vita hvort
Markús hefði látið lýsinguna frá sér. Fyrir það þvertók Mark-
ús og vann eið þess efnis:
Egill var mikilleitur, ennibreiður,
brúnamikill, nefið ekki langt en
ákaflega digurt, granstæðið vítt og
langt, hakan breið furðulega og svo
allt um kjálkana, hálsdigur og
herðamikill, svo að það bar frá því
sem aðrir menn voru, harðleitur og
grimmlegur þá er hann var reiður.
Hann var vel í vexti og hverjum
manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt
og varð snemma sköllóttur.
Egill Skallagrímsson í Egils sögu
Sagnir 1999
„ ... rauðbirkinn á hár, sköllóttur, en kembir hárið frá hnakka og
fram á ennið ... “ Lýsing á Steingrími Helgasyni.