Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 43

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 43
42 Sakamannalsingar  Alingi Sagnir 1999 Ég, Markús Bergsson, sver þann eið, að ég hefi aldrei sjálf- ur skrifað eður skrifa látið, því síður dictað þá lýsingu á Snæbirni Pálssyni, sem hér á alþingi var auglýst 1724 og inn er færð í alþingisbókina sama ár og nú hefur mér fyrir réttinum framvísuð verið, og ekki hefi ég þar mitt nafn und- irskrifað eða skrifa látið, og ekki hefi ég verið í ráði með því að soddan lýsing væri skrifuð fyrr né síðar. Svo sannar- lega hjálpi mér Guð og hans heilaga evangelíum, sagði sýslumaðurinn.24 Markús fríaði sig því undan ábyrgð á lýsingunni og óvíst er því hver skrifaði hana. Í eiðnum má greina vinnubrögð sýslumanna við vinnslu á sakamannalýsingum. Snæbjörn var aftur á móti ekki enn ánægður með embættisfærslur Markúsar í sínum málum og stefndi honum því aftur árið 1726 vegna deilna sinna við Pétur kaupmann. Í þetta skipti var málinu vísað frá vegna formsatriða við stefnubirt- ingu.25 Lýsingin á Snæbirni og það málavafstur sem henni fylgdi sýnir að það var dauðans alvara að lýsa eftir fólki á Alþingi og vissara var fyrir valdhafa að standa fast á sínu þegar þeir lýstu eftir meiriháttar mönnum og sérstaklega manni eins og “Mála- Snæbirni” sem þekktur var fyrir málaferli.26 Innihald auðkennalýsinga Auðkennum Jóns Jónssonar, burthlaupnum frá konu sinni og börnum úr Ísafjarðarsýslu, og grunaður um barneignabrot er lýst svo í Alþingisbók ársins 1707: Í stærra lagi en meðalmaður á vöxt allan, hæð og digurð, þrekinn og lotinn á herðar, flatvaxinn og nokkuð framlútur, ennisbreiður, brúnafeitur, flatnefjaður og nefdigur, blóð- mikill, blóðdökkur, þykkleitur, jafnrjóður og bólugrafinn, dökkur á brún og dimmeygður, svart hár, hrokkið nokkuð, dökkjarpt skegg, hærum mengað, einarður, orðfimur, dimmraddaður, hendur stórar og luralegar með framdigrum fingrum, fótadigur, kálfamikill, gengur haltur á vinstra fæti, þó ei illa á fót kominn, meinast um fimmtugsaldur.27 Sakamannalýsingar í Alþingisbókum gerast ekki mikil- fenglegri en þessi og er forvitnilegt að sjá hvaða atriði eru tek- in með í lýsingarnar og hve vel og samviskusamlega þær eru unnar. Hæð fólks er miðuð við meðalmann þess tíma eða „eftir því sem nú tíðkast“ eins og segir í lýsingu frá 1689.28 Samkvæmt Jóni Steffensen má reikna með að meðalhæð karlmanns hafi á tímabilinu 1650-1800 verið 169 cm og meðalhæð kvenna 153 cm. Jón hefur tölur sínar úr beinamælingum í Skálholti og Reykjavík. Þessar tölur gefa einhverja hugmynd um stærð Ís- lendinga á þessum árum, en þær ber þó að taka með fyrir- vara.29 Aldur er oft gefinn upp í lýsingunum en hann er yfirleitt nokkuð óviss. Vaxtarlagi er lýst og jafnvel útlimum, limaburði og holdafari. Alloft er gildleiki kálfa á karlmönnum tíundað- ur, enda voru háir sokkar algengur klæðnaður undan hnébux- um á þessum tíma.30 Útliti er lýst af mikilli nákvæmni, andlits- falli, nefstærð, munnstæði, yfirbragði augna, skeggi (skegg- leysi), hárvexti, litarhætti o.s.frv. o.sfrv. Huglægt mat þess sem skrifar lýsinguna kemur oft mjög skýrt fram í sakamannalýsingum. Þannig er maður sagður „djarfmannlegur að ásýnd“ árið 1687.31 Öðrum er lýst árið 1692 og sagður „ekki ómannlegur að sínu leyti“ og sama ár er sá þriðji sagður „hvorki barn- fríður né álitsgóður.“32 Lengi mætti telja slíkar skemmtilegar athuga- semdir og virðist sem svo að lý- sendum hafði ekki verið umhugað um að gæta hlutleysis, sem betur fer fyrir skemmtanagildi lýsing- anna fyrir seinni tíma lesendur. Sérstök auðkenni viðkomandi sakamanns eru oft dregin fram í birtuna, t.d. bólur, vörtur og kart- neglur. Í lýsingu á strokufanganum Steinunni Steinmóðsdótt- ur úr Vestmannaeyjum árið 1695 segir að flestum innan lög- réttu sýndist sem hún væri „kreppt og kararómagi og svo í yf- irlit sem afskræmisleg og sóttlera: Nokkuð toginleit og gráföl, nokkuð rauðbirkin, með litla hönd og hnífskurð þvert innan til á hægra handlegg.“33 Þarna er sameiginlegt álit manna innan lögréttu tilgreint og áberandi auðkennum lýst sem auðveldað gætu leitina af Steinunni. Furða yfirvaldsins á því að Steinunn skuli horfin leynir sér ekki í orðunum, svo aumingjalega hef- ur hún komið mönnum fyrir sjónir. Hegðun fólks, kækjum og sérstökum talanda er lýst á sam- viskusamlegan hátt ef þurfa þykir, t.d. er Snorri Árnason þjóf- ur sagður „stillilegur í framgangi, feimulegur í útliti og upp- liti, fámálugur í fjölmenni, gerir sig mjög til í gangi og nýr Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjórorður, en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygur vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó hermanna- legastur. Skarphéðinn Njálsson í Brennu-Njáls sögu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.