Sagnir - 01.06.1999, Page 44

Sagnir - 01.06.1999, Page 44
Sakamannalsingar  Alingi 43 hendurnar á víxl.“34 Síðast en ekki síst er menntun fólks oft til- greind, hvort viðkomandi sé læs eða skrifandi. Aðrir hæfileik- ar eru líka nefndir svo sem hvort menn séu hagmæltir eða lag- hentir. Að lokum er hér ein lýsing sem innheldur margt af of- angreindu, óvægið orðalag og huglægt, menntunarlýsingu og hegðunarlýsingu. Einkennilega lítið fer fyrir útlitslýsingu. Lýst er eftir Jóni Sigurðssyni úr Strandasýslu árið 1725: Þjófur er hann, hávaxinn, kallmannlegur, burðagóður og valinn vinnumaður, vel vaxinn að öllum líkamans lima- burðum, vel lesandi og sæmilega skrifandi, bjartleitur, bjarthærður, þagmælskur og dulinn í allri viðræðu, svall- samur í allri peninga meðferð, hér um á 30 aldri.35 Sakamannalýsingar Alþingisbóka minna lesendur á að Ís- lendingar fyrri alda voru af holdi og blóði. Þessar skemmti- 21 Alþingisbækur Íslands XI bls. 123-136. 22 Alþingisbækur Íslands XI bls. 145-147. 23 Alþingisbækur Íslands XI bls. 211-212. 24 Alþingisbækur Íslands XI bls. 264. 25 Alþingisbækur Íslands XI bls. 309-311. 26 Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár, frá landnámstímum til ársloka 1940. Rvk. 1948-1952. VI bindi, bls. 310. 27 Alþingisbækur Íslands IX bls. 446. 28 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 248. 29 Jón Steffenssen. „Líkamsvöxtur og lífsafkoma Íslendinga.“ Saga II (1957), bls. 281. Taka skal fram að í sambærilegri töflu Jóns um hæð Ís- lendinga á ýmsum tímum sem finna má í bók hans Menning og meinsemd- ir, sleppir hann tímabilinu 1550–1910. Tek ég því eldri tölurnar góðar og gildar, svo langt sem þær ná. Sjá: Jón Steffenssen. Menning og meinsemd- ir. Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Rvk. 1975, bls. 238. Til samanburðar sýndu mælingar í Reykjavík og Árnessýslu 1988–1989 meðalhæð karlmanna 179,4 cm og meðalhæð kvenna 166,3 cm. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstjórar: Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon. Rvk. 1997, bls. 805. 30 Æsa Sigurjónsdóttir. Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld. Rvk. 1985, bls. 58. 31 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 152. 32 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 377 og 388. 33 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 522. 34 Alþingisbækur Íslands IX bls. 121. 35 Alþingisbækur Íslands XI bls. 271. 1 Alþingisbækur Íslands VIII. Rvk, 1949–1955 bls. 35. 2 Eiríkur Jónsson. Rætur Íslandsklukkunnar. Rvk, 1981 bls. 82. 3 Alþingisbækur Íslands IX. Rvk, 1957–1964 bls. 171 og Alþingisbækur Ís- lands XI Rvk, 1969 bls. 269. 4 Alþingisbækur Íslands IX bls. 176. 5 Alþingisbækur Íslands XI bls. 336. 6 Góða lýsingu á ástandi áranna má finna í: Már Jónsson. Árni Magnússon: ævisaga. Rvk, 1998 bls. 175–177. 7 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 396. 8 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 522, IX bls. 69–70 og 176; Alþingisbæk- ur Íslands X. Rvk. 1967 bls. 189. 9 Dæmi um slíka lýsingu má t.d. finna í Alþingisbók 1685. Alþingisbækur Ís- lands VIII bls. 74. Þar lýsir kona ein manni „hvern hún segist fundið hafa upp með Ölvesá.“ Flestar eru lýsingar Alþingisbóka þó ýtarlegri en þessi, enda virðist hér hafa verið um skyndikynni að ræða. 10 Alþingisbækur Íslands X bls. 26. 11 Alþingisbækur Íslands XI bls. 605. 12 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 403-404. 13 Alþingisbækur Íslands IX bls. 121. Breytingar og viðbætur skáletraðar hér. 14 Alþingisbækur Íslands VIII bls. 74. 15 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasöfn sýslumanna og sveitastjórna: Ísafjarðar- sýsla IV.2. Dóma- og þingbók Markúsar Bergssonar 1720–1729 bls. 189. 16 Alþingisbækur Íslands XI bls. 438 og 540. 17 Einar Arnórsson. Réttarsaga Alþingis. Rvk. 1937 bls. 158. 18 Einar Arnórsson. Réttarsaga Alþingis bls. 159-160. 19 Alþingisbækur Íslands XI bls. 210-212. 20 Snæbjörn hafði mætt til Alþingis 1720-1723. Alþingisbækur Íslands X bls. 475 og XI bls. 5, 61 og 117. Tilvísanir legu lýsingar eru nánast áþreifanlegar, svo vel er vandað til þeirra og vart er hægt að segja að embættismenn konungs hafi slegið til hendinni í þessum efnum. Flökkulýður og glæpa- hyski var þeim mikið áhyggjuefni og sakamannalýsingar á Al- þingi ágætlega til þess fallnar að reyna að halda uppi stöðug- leika í sveitum landins. Þarna var engu að síður um dauðans alvöru að ræða og valdsmenn hafa þurft að standa fastir á sínu þegar þeir gáfu út lýsingar, eins og dæmið um Snæbjörn Páls- son sýnir. Á Alþingi mættu flestir af meiriháttar mönnum landsins og embættismenn konungs. Þessum mönnum var umhugað að halda samfélaginu í sæmilegum skorðum, sem meðal annars fólst í því að klófesta brotthlaupna glæpamenn og flökkulýð. Sakamannalýsingarnar voru tæki til að reyna að koma í veg fyrir upplausn samfélagsins sem margir töldu rétt handan við hornið. Sagnir 1999

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.