Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 45

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 45
44 Sagnir 1999 Hagsagan hefur verið Guðmundi hugleikin síðan á námsárun- um en cand. mag. ritgerð hans árið 1983 fjallaði um þær miklu breytingar sem urðu á sambandi ríkisvaldsins og efnahagslífs í fyrri heimsstyrjöldinni. Guðmundur stundaði doktorsnám við London School of Economics (LSE) og hélt áfram að skoða hlutverk ríkisins í nútímavæðingu efnahagslífsins frá því seint á 19. öld. „Það er auðvitað gamalkunnugt viðfangs- efni“, segir Guðmundur, „að athuga ríkisafskipti og efnahags- stefnu, en það sem var nýtt í doktorsritgerðinni var m.a. það að ég reyndi að meta almennan hlut ríkisins í hagþróuninni og hvaða árangri löggjöf og opinberar aðgerðir á mikilvægum sviðum skiluðu í atvinnulífinu.“ Á síðustu árum hafa verið gefin út tvö rit eftir Guðmund sem vakið hafa athygli. Árið 1997 kom út Hagskinna. Sögu- legar tölur um hagtölur á Íslandi. Guðmundur segist hafa fundið fyrir því þegar hann var að skrifa um íslenska hagþró- un á 19. og fyrri hluta 20. aldar að traustar og samræmdar hag- tölur um fólksfjölda og efnahagsmál vantaði — mikið af því sem menn héldu fram var byggt á tilfinningu eða takmörkuð- um heimildum. „Eftir að ég lauk doktorsprófi vantaði mig verkefni til að vinna við í eitt ár í Englandi meðan ég beið eft- ir að konan mín kláraði sitt nám. Ég fékk styrk frá Vísinda- sjóði til að rannsaka sögulegar hagtölur fram til 1914 og síð- an þróaðist verkefnið á þann veg að ég leitaði samstarfs við Hagstofu Íslands um að gefa út sögulega tölfræðihandbók. Ritið kom loks út 1997 og vorum við Magnús S. Magnússon, hagsögufræðingur og yfirmaður hagskýrslugerðar á Hagstof- unni, ritstjórar að verkinu.“ Fyrir stuttu gaf Þjóðhagsstofnun út mikið verk eftir Guð- mund, Hagvöxtur og iðnvæðing. Þróun landsframleiðslu á Ís- landi 1870–1945. Markmiðið með bókinni var að nota þjóð- hagsreikningakerfið til að varpa ljósi á efnahagslíf 19. og fyrri hluta 20. aldar og meta þannig efnahagsstarfsemina sem er sambærilegt við það sem notað er í dag, t.d. af Þjóðhagsstofn- un. Með þessari aðferð bjó Guðmundur til reikninga yfir efna- hagslífið ár hvert, byrjaði 1870 og hætti við árið 1945 þegar Sagnfræðin er ekki lengur „neftóbaksfræði“! Rætt við Guðmund Jónsson um íslenska sagnfræði, kennslumál og hagsögu Eggert Þór Aðalsteinsson Guðmundur Jónsson, lektor í sagnfræði,hefur verið í forystu íslenskra sagnfræð-inga undanfarin misseri sem ritstjóri Sögu og Nýrrar sögu og sem afkastamikill fræði- maður, einkum á sviði hagsögu. Á síðasta ári stýrði hann málstofu á vegum sagnfræðiskorar og hagfræðiskorar um hagsögu og var hún um- ræðuvettvangur fyrir hagfræðinga, sagnfræð- inga og stjórnmálafræðinga. Guðmundur telur að eitt helsta gagnið af þessari málstofu hafi ver- ið að sjá hversu ólíkt menn taka á svipuðum eða jafnvel sömu viðfangsefnum en í málstofunni voru hugmyndir um stjórn efnahagsmála rædd- ar og reynslan af hagstjórn á tímabilinu 1920–1960 metin. Og sem endranær þegar slík mál ber á góma ræddu menn æskileg afskipti ríkisins af efnahagsmálum. Guðmundur Jónsson hefur verið lektor við Háskóla Íslands síðan 1998.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.