Sagnir - 01.06.1999, Side 46

Sagnir - 01.06.1999, Side 46
Gumundur Jnsson opinberir þjóðhagsreikningar hefj- ast. Lengra aftur en til 1870 var ekki hægt að komast með góðu móti vegna heimildaskorts. En þannig tókst að komast aftur fyrir atvinnubyltinguna miklu sem hófst undir lok 19. aldar. Guðmundur segir: „Stóra spurningin er: Hvenær og hvernig birtist iðnvæð- ingin á Íslandi í þessum þjóðhags- reikningum? Niðurstaða mín er sú að við getum rakið upphaf nútíma- hagvaxtar á Íslandi til áranna í kringum 1890 og þar vil ég setja upphaf iðnvæðingar á Íslandi. Hin viðtekna túlkun á iðnbyltingunni er að miða fyrst og fremst við vél- væðinguna í sjávarútvegi eftir aldamótin. Ég tel tæknibreytingar ekki einhlíta viðmiðun þótt þær séu mikilvægar, heldur að skoða verði aðra grundvallarþætti í efnahagslíf- inu, þá fyrst og fremst hvenær Ís- land kemst á stig varanlegs hagvaxtar og hvenær formgerð efnahagslífs eða atvinnuskiptingin breytist.“ Hver er staða íslenskrar sagnfræði við aldarlok? Ég tel ekki nokkurn vafa á því að íslensk sagnfræði hefur eflst mikið á undanförnum árum og áratugum. Fræðasamfélagið er orðið stærra en það var og ekki eins bundið við Háskólann. Margir sagnfræðingar vinna sjálfstætt og svo er Reykjavíkur- Akademían komin til sögunnar. Fyrir svona 20 árum fram- fleyttu flestir þeir sem höfðu lokið prófi í sagnfræði sér á kennslu, sérstaklega í framhaldsskólum. Nú er þetta breytt, sennilega er aðeins innan við þriðjungur útskrifaðra sagnfræð- inga kennarar. Mér sýnist að mesti vaxtarbroddurinn sé í rit- störfum, safnavinnu ýmis konar og fjölmiðlun. Ef litið er á þróun sagnfræðinnar sjálfrar er áberandi hve sérhæfingin og fagmennskan hafa aukist og hafa því undirgreinar hennar s.s. hagsaga, félagssaga og stjórnmálasaga, náð að þroskast á seinni árum. Viðfangsefni eru auðvitað orðin fjölbreyttari en áður. Fáum kom til hugar fyrir tuttugu til þrjátíu árum að ógiftar konur um aldamótin 1900 eða sjálfsmynd Vestur-Íslendinga væru góð og gild viðfangsefni. Á hinn bóginn voru þá skrifaðar lokaritgerðir hér í Háskólan- um um t.d. sundkennslu og sundiðkun í Skagafirði á 19. öld sem nú þætti líklega ekki spennandi. Mér finnst sagnfræðin vera meira áberandi í þjóðlífinu en áður, það er t.d. oftar fjallað um sagnfræði og meira leitað til sagnfræðinga í fjölmiðlum en áður var gert, jafnvel um mál sem eru efst á baugi. Sagnfræðingar eru viljugri til að koma fram og sumir sækjast jafnvel eftir því að vera í sviðsljósinu. Sagnfræðina er ekki eins auðveldlega hægt að stimpla sem „neftóbaksfræði“ eins og stundum áður var gert. Allt þetta finnst mér vera áþreifanlegur vottur um að það er mikið líf í sagnfræðinni. Þar er ekki þar með sagt að allt sé fínu standi. Mikið af því sem skrifað er af sögulegu efni er hrein minnismerkjasagnfræði, formúluverk afgreidd eftir föstu máli og formi. Margar fyrirtækja- og stofnanasögur eru þessu marki brenndar, eins konar pöntunarverk sem segja frá sigrum fyrirtækja og ágæti forstjóra og stjórnarformanna. Sagnaritarinn verður þá eins og málpípa verk- kaupa í stað þess að halda fjarlægð og vinna faglega sitt verk. Fyrir- tækjasöguna þarf að rannsaka meira út frá rekstri og stjórnun fyr- irtækjanna, gera samanburð á fyrir- tækjum og atvinnugreinum og skoða feril fyrirtækja frá einni kyn- slóð til annarar. Svipaða sögu er að segja af end- urminningabókum. Mönnum þykja það tíðindi þegar sagnfræðingur skrifar ævisögu manns án þess að hún sé rituð undir handarjaðri hans og þar á ég við bókina Kári í jötun- móð eftir Guðna Th. Jóhannesson. Úti í löndum þykir það sjálfsagt að ritaðar séu ævisögur manna lifandi eða liðinna, hvort sem það er gert með samþykki þeirra eða ekki. Byggðarsagan er líka ansi íhaldssöm. Þar er sjaldnast litið út fyrir dalinn eða fjörðinn til að sjá hvernig háttar til annars staðar. Það vantar samanburð milli byggða og milli stærri landsvæða, hvort sem um er að ræða menningarlega, félagslega eða efnahagslega þætti. Í hag- sögu væri mikill fengur að samanburði milli hagsvæða yfir lengra eða skemmra tímabil. Byggðirnar voru auðvitað ólíkar að landgæðum, í búskaparháttum og eignarhald á jörðum var misjafnt frá einni sveit til annarrar. Eins er hægt að gera skemmtilegar samanburðarstúdíur á sjávarþorpunum á 20. öld. Hafa sagnfræðingar nægjanlega þekkingu á undirstöðu- atriðum hagfræðinnar, s.s. rekstrarhagfræði, til þess að glíma við fyrirtækjasöguna eins og þú nefndir? Þeir sem vilja leggja hagsögu fyrir sig þurfa að hafa þekkingu á hagfræði og tölfræði. Hins vegar geta nemendur að mestu leyti aflað sér hennar innan þess ramma sem sagnfræðinámið setur. Nemendur geta valið sér hagsögu- tengda áfanga innan B.A.-námsins og tekið hagfræði sem aukagrein. Þeir geta einnig valið sér áfanga úr hagfræðinni á M.A.-stigi. Hagsögunámskeiðin innan sagn- fræðinnar mættu vissulega vera hagfræðilegri því til þess að ná færni í hagsögu þarftu að hafa á valdi þínu ákveðin undir- stöðuatriði í hagfræði og þjálfun í því að beita hagfræðilegum hugtökum. Það þarf að vera gott jafnvægi milli þeirra tveggja fræðahefða sem hagsagan hvílir á, hagfræðinnar og sagnfræð- innar. Það hefur þó sýnt sig að mikil hagfræðiáhersla í hag- sögunámskeiðum fælir nemendur frá — því miður. Í BA-nám- inu er ekki tilefni eins og sakir standa til mikillar sérhæfingar. Við erum að vísu með brautir í 90 eininga náminu en það er losaralegt og ómarkvisst. Mér finnst hins vegar vel koma til greina að M.A.-stigið yrði algerlega brautaskipt þannig að nemendur gætu valið sér sérhæfðara og markvissara nám en nú stendur til boða. 45 Iðnvæðing Íslands hófst áratug fyrr en talið var Sagnir 1999

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.