Sagnir - 01.06.1999, Side 47

Sagnir - 01.06.1999, Side 47
46 Gumundur Jnsson Sagnir 1999 Oft heyrist að sagnfræðin sé einangruð innan fræðasam- félagsins. Hver er þín skoðun? Því miður virðist mér sagnfræðin ekki hafa haft mikil sam- skipti við aðrar greinar, að minnsta kosti ekki til skamms tíma. Kemur mér þá fyrst í hug hve lítið samstarf er við félagsvís- indadeild. Það væri full ástæða til auka samvinnuna við hana. Íslensk þjóðfélagsfræði hafa verið mjög sögulega sinnuð frá því að þau byrjuðu hér í Háskólanum um 1970 þannig að snertiflöturinn er enn meiri fyrir vikið. Sagnfræðin á margt sameiginlegt með t.d. stjórnmálafræði, félagsfræði, þjóðfræði og mannfræði, enda taka nemendur þessar greinar oft saman. En samvinna kennara er lítil. Dálítil samvinna hefur þó verið og má nefna að bókin Íslensk þjóðfélagsþróun var gefin út af Sagnfræðistofnun og Félagsvísindastofnun í sameiningu. Uppá síðkastið hefur einnig samstarf milli greina innan heim- spekideildar aukist og sagnfræðin hefur tekið þáttt í þverfag- legum námskeiðum eða jafnvel brautum eins og kynjafræði og miðaldafræði. Þverfaglegar málstofur innan deildar eru að minnsta kosti tvær á þessu skólaári og í fyrra stóðu sagn- fræðiskor og hagfræðiskor að sameiginlegri málstofu um hag- stjórn á Íslandi á 20. öld. Ég veit ekki til þess að slík samvinna hafi verið áður reynd. Þetta er því allt í áttina. Þegar íslenska hagsagan er skoðuð nánar, hver er þá styrkur og veikleikar hennar? Hagsagan er stór partur af sagnfræðiiðkun Íslendinga bæði í rannsóknum og útgáfustarfsemi. Milli 30–40% lokaritgerða í sagnfræði eru á sviði hagsögu. Í útgefnum ritum og ritgerðum er hlutur hagsögunnar einnig mjög stór. Mér finnst það líka ótvírætt styrkleikamerki að hagsaga hefur ekki dalað eins og í mörgum löndum á síðustu tveim áratugum. Eftir mikla upp- sveiflu á 7. og 8. áratugnum minnkuðu vinsældir hennar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar þegar komið var fram undir 1980. Það tengist meðal annars vaxandi sérhæfingu og nýjum aðferðum með framgangi hagmælingasögunnar svokölluðu, en hún á upptök sín í Bandaríkjunum í kringum 1960. Hins vegar er hagsaga í nokkuð þröngu fari — svo við víkj- um að veikleikum greinarinnar — mestmegnis atvinnuvega- eða fyrirtækjasaga. Gallarnir eru m.a. þeir að íslenskir sagn- fræðingar og sagnfræðinemar eru ekki nógu frumlegir í vali á viðfangsefnum og tökum á þeim. Þeir velja sögu atvinnu- greinar eða byggðalags í staðinn fyrir að skoða einhverja hag- ræna þætti s.s. kaupgjald, mataræði, tekjuskiptingu eða aðra lífskjaraþætti. Verkefnin þyrftu að stjórnast meira af því að kryfja ákveðin mál, leita svara við mikilvægum spurningum. Svo ég taki dæmi af handhófi: Af hverju voru Íslendingar eft- irbátar annarra landa í tæknilegum efnum? Hvernig endur- speglaðist stétt og staða í neyslu á mat og innanstokksmun- um? Hvaða þátt átti Íslandsbanki í atvinnubyltingunni uppúr aldamótum? Af hverju lögðu Íslendingar áherslu á mikil ríkis- afskipti af efnahagsmálum en lítil af velferðarmálum á 20. öldinni? Í öðru lagi væri gott ef iðkendur hagsögu færðu sér meira í nyt kenningar og aðferðir úr öðrum greinum, ekki síst félags- vísindum. Ég er ekki að mæla með því að menn yfirgefi sagn- fræðilega frásagnaraðferð — ég held einmitt það sé ein ástæð- an fyrir hnignun hagsögunnar í Bandaríkjunum og víðar — heldur að menn læri af öðrum greinum og leggi meiri áherslu á greinandi sagnfræði en verið hefur. Hvað hefur komið þér mest á óvart í rannsóknum þínum á íslenskri hagsögu? Ég er að sjálfsögðu mest með hugann við síðustu bók mína, Hagvöxt og iðnvæðing. Ég var spenntur að sjá hvernig Íslend- ingar kæmu út í samanburði við önnur Evrópulönd varðandi þjóðarframleiðslu á mann, sem er ein af lykilstærðunum í lífs- kjaramælingum. Ég vissi þetta eiginlega ekki fyrr en alveg und- ir lok rannsóknarinnar. Ég var satt að segja hissa á því hversu lít- il þjóðarframleiðslan var á Íslandi á seinni hluta 19. aldar. Við vitum að Ísland var vanþróað land, tæknin á steinaldarstigi og að hér var stundaður frumstæður búskapur. En ég gerði ekki ráð fyrir því að munurinn væri svona mikill vegna þess að stór hluti íbúa annars staðar á Norðurlöndum bjó einnig við mikla fátækt og frumstæð lífsskilyrði. Það er að sjálfsögðu nokkur óvissa í þessum þjóðhagsreikningum, en samt sem áður gefa þeir grófa hugmynd um efnahagsástandið. Samkvæmt þeim var Ísland fá- tækasta land Vestur-Evrópu árið 1870 og þjóðarframleiðsla svip- uð því sem gerðist í Suður- og Austur-Evrópu. Þjóðarframleiðsla á mann er næstum því tvöfalt meiri í Danmörku. Þegar Ísland komst á stig örs hagvaxtar um 1890 þá fer það að draga önnur lönd uppi allt til fyrri heimsstyrjaldar. Á tímabilinu 1914–1938 er hagvöxtur hins vegar minni en að meðaltali í Vestur-Evrópu.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.