Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 64
Skasta svikamylla auvaldsins
63
að hann og hugmyndir hans höfðu mikil áhrif á fjölda Sjálf-
stæðismanna.62
Róttæk og varasöm aðgerð
Björn Ólafsson viðurkenndi að útflytjendur kynnu að hafa
stundarhagnað af gengislækkun ef hún næði að ganga fram
með ró og friði. Fyrir því væri þó engin trygging og skað-
legar afleiðingar fyrir þjóðarbúið myndu vega upp hugsan-
legan gróða. Verkamenn myndu krefjast hærri launa, og
verkfallshætta myndi aukast. Þá væri hætta á verndartollum
erlendra ríkja. Sterkustu rökin fyrir krónulækkun voru að
mati Björns þau að hún myndi blása „nýju lífi” í atvinnu-
vegina. Efnahagsástandið væri þó orðið svo slæmt að lík-
lega myndi gengislækkun ekki hjálpa. Allsherjarkreppa
ríkti, verð afurða í sögulegu lágmarki og ósennilegt að
framleiðendur gætu aukið útflutning þó samkeppnisstaðan
batnaði.
Að hans mati gat gengislækkun þó komið til greina við
vissar kringumstæður. Í fyrsta lagi virðist Björn hafa talið
að fella mætti gengið ef útflutningi væri ógnað af viðvar-
andi markaðskreppa eða alvarlegri röskun samkeppnis-
stöðu. Í öðru lagi ef hrun blasti við framleiðslunni. Við aðr-
ar aðstæður væri gengislækkun aðeins „óheilbrigð og
þvinguð skifting verðmætis, sem strax leitar jafnvægis, eins
og lækur, sem hlaðið er fyrir.“ Það er athyglisvert að 1939
þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk klofinn til stuðnings við
gengislækkun krónunnar, réttlætti flokkurinn þá aðgerð
með því að annars hefði hrun efnahagslífsins verið óumflýj-
anlegt.
Björn sagði skiljanlegt að útgerðarmenn ræddu gengis-
lækkun, enda hefði afurðaverð lækkað miklu meira en fram-
leiðslukostnaður. Við slíkar aðstæður væri um tvennt að
velja, lækka framleiðslukostnaðinn, eða hækka verð afurð-
anna. Björn hafnaði bæði gengislækkun og launalækkun
Kaup fengist ekki lækkað með góðu „og vafasamt hvernig
færi, þótt út í harðsnúnar vinnudeilur væri farið.“ Gengis-
lækkun hefði einnig truflandi áhrif á atvinnulífð og ávinn-
ingur vafasamur. Nú væri líklega búið að ná dýpsta öldudal
kreppunnar, ástandið myndi taka að batna af sjálfu sér og
því óréttlætanlegt að fella gengið að svo stöddu.63 Sem
frambúðarlausn lagði Björn til að hlutaskipti yrðu almenn-
ari í útgerð. Togarasjómenn voru ráðnir upp á fast kaup og
yfirmenn á skipunum fengu greiddar uppbætur á laun eftir
aflamagni. Með hlutaskiptum taldi Björn að sameiginlegur
hagur allra yrði að útgerðin borgaði sig sem best. Sjómenn
væru hvattir til að gæta ýtrustu sparsemi og myndu vinna
með útgerðarmönnum að því að fá vinnulaun í landi lækk-
uð.64
Sjálfstæðismenn klofnir
Alþýðublaðið taldi að með fréttaflutningi sínum hefði það forð-
að þjóðinni frá gengislækkun. Fréttirnar hafi vakið „svo mikla
gremju meðal milliatéttarmanna, að togstreita um málið
myndaðist innan íhaldsflokksins.“65 Í febrúar 1933 spáði Há-
degisblaðið því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
myndu klofna vegna ágreinings um gengisfellingu.66 Svo mik-
ið er víst að Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í gengismálinu
og útgerðarmenn gátu ekki vænst stuðnings flokksins. Eftir að
ekkert varð úr aðgerðum F.Í.B. þagnaði um málið í bili. Til
marks um það er að gengismálið varð ekki kosningamál sum-
arið 1933.67 Athyglin beindist að öðrum leiðum. Fyrir kosn-
ingarnar 1933 skrifaði Ólafur Thors grein um stöðu sjávarút-
vegsins, þar sem hann hélt því fram að áhrifaríkasta leiðin til
viðreisnar atvinnugreininni væri að veita henni skuldaskil.68 Á
þingi 1933 voru samþykkt lög um skuldaskil smábátaútgerð-
arinnar og vonast var til að samstarf í S.Í.F. myndi nægja til að
rétta hag togaranna. Afkoma flotans batnaði líka til muna á ár-
inu 1933 og 1934, þó enn væri tap af rekstrinum. Það var ekki
fyrr en verulega var sigið á ógæfuhliðina, meðal annars vegna
lokunar Spánarmarkaðar, að kröfur um gengisfellingu komu
aftur fram meðal útgerðarmanna.
Í millitíðinni færðist frumkvæðið til Bændaflokksins sem
varð til við klofning Framsóknarflokksins í árslok 1933.
„Hægri armur“ flokksins með Tryggva Þórhallsson í farar-
broddi taldi að sjónarmiðum framleiðenda væri gert of lágt
undir höfði. Meðal þeirra atriða sem ullu klofningi voru af-
staðan til gengisskráningarinnar og stjórnarsamstarf við Al-
Sagnir 1999
Í kjölfar Gúttóslagsins útbjuggu verkalýðsflokkarnir „Varðveitir
verkalýðsins“, sem áttu að verja kröfugöngur verkamanna og stöðva
vinnu verkfallsbrjóta. Hér sést Njörður Snæhólm í einkannisbúning
sveitanna.