Sagnir - 01.06.1999, Page 69

Sagnir - 01.06.1999, Page 69
68 Sagnir 1999 „Allir Serbar hafa rétt til að búa í sama ríkinu“ – Stjórnmálastefna Slobodan Milosevic árin 1989-1992 Þóra Margrét Guðmundsdóttir Ísamanburði við önnur kommúnistalönd innan austurblokkarinnar var Júgóslavía best til þessbúin að takast á við breytinguna yfir í kapítalisma Vesturveldanna árið 1989. En málin tókuaðra stefnu og nokkrum árum síðar var sambandsríkið Júgóslavía ekki lengur til. Í landinu hef- ur með hléum geisað stríð frá árinu 1991 sem enn í dag er ekki útkljáð. Stríð af þvílíkri grimmd og heift hafa Evrópubúar ekki séð síðan í seinni heimsstyrjöld. Serbneski stjórnmálamaðurinn Slobod- an Milosevic lék stórt hlutverk í aðdraganda þess að átök brutust út og landið klofnaði í nokkur sjálfstæð ríki. Pólitísk stefna hans átti stærstan þátt í að skapa þær aðstæður er leiddu af sér hrotta- fengið stríð milli hinna fjölmörgu þjóðernishópa landsins. Hér á eftir verður athyglinni beint að því sjónarspili sem átti sér stað milli stærstu sambandslýðvelda fyrrum Júgóslavíu áður en stríðið braust út.1 Hér verður reynt að skýra hvernig stefna Milosevic stuðlaði að því að þegnar Júgóslavíu aðrir en Serbar vildu ekki vera áfram innan sambandsríkisins.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.