Sagnir - 01.06.1999, Page 70

Sagnir - 01.06.1999, Page 70
Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic til afleiðinganna. Hann kom öllum þeim stjórnmálamönnum frá er gátu staðið í vegi hans, þar á meðal Ivan Stambolic sem var bolað úr sæti forseta Serbíu undir lok árs 1987. En hann lét ekki þar við sitja heldur var þeim sem störfuðu innan fjöl- miðlageirans og studdu ekki þjóðernisstefnu hans sagt upp.7 Í héruðunum Kosovo og Vojvodína voru menn hliðhollir Milos- evic settir í embætti og síðar, árið 1989, voru þau svipt sjálf- stjórnarréttindum sínum eftir breytingar á serbnesku stjórnar- skránni að undirlagi Milosevic.8 Árið 1989 ávarpaði Milosevic eina milljón Serba er safnast 69 Sambandsríki á vonarvöl Í stjórnartíð Títós var Júgóslavíu skipt upp í sex sambandslýðveldi: Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Bosníu-Hersegóvínu, Makedón- íu og Svartfjallaland. En einnig tvö sjálf- stjórnarhéruð, Kosovo og Vojvodínu, sem mynduðu ásamt Serbíu serbneska ríkja- sambandið. Júgóslavíu var vísað úr Kom- inform árið 1948 eftir að Tító neitaði að beygja sig skilyrðislaust undir pólitík Jós- efs Stalíns. Júgóslavía varð eftir það að sanna að kommúnisminn gæti lifað án að- stoðar Sovétríkjanna. Hún valdi þannig sinn eigin veg í átt til sósíalismans og leyfði ákveðna valddreifingu til sam- bandslýðveldanna, að minnsta kosti form- lega. Í hverju lýðveldi var þó alltaf sterk tilhneiging til þjóðernishyggju og völdin færðust smám saman til sambandslýðveld- anna frá miðstjórn Kommúnistaflokksins.2 Þessi þróun náði hámarki með stjórnar- skrárbreytingu árið 1974 þar sem sam- bandslýðveldin fengu aukin réttindi til að stjórna eigin málefnum. Skyldu átta full- trúar sambandslýðveldanna og sjálfstjórn- arhéraðanna skipta með sér árlega forsæti í ríkisráði.3 Þó að sjálfstjórnarhéruðin Kosovo og Vojvodína væru í raun innan serbneska ríkjasambandsins voru þau á sama tíma fullgildir meðlimir sambandsstjórnar Júgóslavíu og höfðu, óháð stærð sinni, jafna stöðu á við sambandslýðveldin í stjórn landsins.4 Með þessum nýju ákvæðum var hornsteinn- inn lagður að því miðflóttaafli sem síðan óx eftir að persónu- stjórnar Títós naut ekki lengur við en hann lést árið 1980. Ójöfn efnahagsstaða sambandslýðveldanna skapaði ítrekað deilur og óánægju á milli þeirra. Allar efnahagsúrbætur fóru út um þúfur og kreppa ríkti í landinu. Þessar aðstæður þjökuðu alla starfsemi sambandsstjórnar landsins sem reyndi örvæntingafullar úrbætur í efnahagsmálum. En hún varð að láta í minni pokann fyrir baráttunni gegn verðbólgu og atvinnuleysi, sem sést af því að á árunum 1982 til 1989 jókst verðbólgan úr 30% í 400%.5 Við hrun Sovétríkjanna missti Júgóslavía hernaðarlegt mikilvægi sitt gagnvart Vesturveldun- um og þar á meðal fjárhagsstuðning þeirra. En miklu réði að lögmæti einkaréttar Kommúnista- flokksins á stjórn landsins var nú horfið og þar með það afl er stóð fyrir einingu Júgóslavíu.6 Þetta var grundvöllurinn fyrir því að Milosevic átti auðvelt með að kynda bál serbneskrar þjóðern- ishyggju sem hann svo nýtti sér á áhrifaríkan hátt. Milosevic ryður sér braut Serbneskir stjórnmálamenn þekktu mátt serbneskr- ar þjóðernishyggju en hún var hættulegt vopn að leika sér með. En Milosevic tók af skarið án tillits Sagnir 1999 Serbía Múslimar Króatar Enginn meirihluti Dreifing helstu þjóðernishópa innan fyrrum Júgóslavíu.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.