Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 71
70
Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic
Sagnir 1999
höfðu saman á Kosovosléttunni til að minnast þess að 600 ár
voru liðin frá ósigri þeirra í orrustu gegn Tyrkjum. Sú ræða
markar upphafið á braut Milosevic í átt að vopnuðum átökum
við önnur sambandslýðveldi Júgóslavíu. Orrustan var háð
þann 28. júní 1389 og leiddi af sér 500 ára yfirráð Tyrkjaveld-
is yfir Serbum. Enginn annar atburður hefur haft eins mikla
þýðingu fyrir serbneska þjóðarsál og eru Serbar einir fárra
þjóða ef ekki þeir einu sem halda reglulega upp á ósigur sinn
í orrustu. Í ræðu sinni skírskotaði Milosevic til goðsagna þjóð-
arinnar um baráttuþrek og hreysti. Hún þyrfti einmitt á þess-
um eiginleikum að halda í dag á tímum heiftúðlegra deilna við
aðra þjóðernishópa Júgóslavíu og „...í þetta skipti eigum við
ekki í vopnaðri baráttu, en þess háttar hluti er ekki hægt að
útiloka.“9 Þarna gaf Milosevic fyrirheit um það sem koma
skyldi á næstu árum. Beiting þjóðernishyggjunnar féll í góð-
an jarðveg hjá Serbum, en öll þjóðernishyggja hafði verið
bæld niður á tímum Títós. Þegar Milosevic var spurður síðar
út í ræðuna, neitaði hann því kröftulega að hún hefði verið
full kynþáttahroka og til þess fallin að æsa upp Serba. Hann
sakaði í staðinn vestræna fjölmiðla um að afbaka hana.10
Í átt til sterkrar miðstýringar
Sú staðreynd að Milosevic notaði sér mátt þjóðernishyggj-
unnar til að sameina Serba að baki sér hræddi íbúa annarra
sambandslýðvelda Júgóslavíu og þeim fannst sér ógnað. Á
sama tíma og Milosevic var sameiningartákn fyrir Serba var
hann einnig tákn sundrungar fyrir aðrar þjóðir Júgóslavíu.
Í Slóveníu nutu íbúarnir mun betri lífsgæða en í hinum
sambandslýðveldunum og atvinnuleysi var einnig minna þar.
Samt sem áður dróst hagvöxtur í landinu saman frá því um
miðjan níunda áratuginn. Slóvenar lögðu til fjórðung af heild-
artekjum sambandsríkisins, en þeir töldust þó aðeins til 8% af
júgóslavnesku þjóðinni. Áætlanir um að samtvinna fjármál
sambandslýðveldanna enn meir til að komast út úr efnahag-
skreppunni féll þar með ekki í góðan jarðveg hjá
Slóvenum. Þeim fannst þegar fullmikið borgað til
ríkiskassans og þótti fýsilegra að bæta sambandið
við nágrannaríkin Austurríki, Ítalíu og Ungverja-
land til að vinna sig út úr efnahagsvandanum.11
Í Slóveníu hafði ríkt nokkuð frelsi í pólitískri
starfsemi í byrjun níunda áratugarins, a.m.k borið
saman við ástandið í öðrum kommúnistaríkjum á
þessum tíma. Milan Kucan, formaður Kommún-
istaflokks Slóveníu síðan 1986, var þeirrar skoðun-
ar að stjórnarfarslegra og efnahagslegra umbóta
væri þörf ef tryggja ætti framtíð Slóveníu. Ljóst var
að án róttækra breytinga ætti Slóvenía engan
möguleika. Þar með hófust hinar endalausu deilur
milli Kucan og Milosevic.12 „Bróðerni og samein-
ing“ var eitt af slagorðum Títós og tákn fyrir hug-
myndina að baki Júgóslavíu. Slóvenskir stjórn-
málamenn voru orðnir afhuga arfleið hans og boð-
uðu nýja tíma.
En fleiri voru orðnir afhuga arfleið Títós. Ein af
tillögum Milosevic var breyting á þingsætaskipan
sambandsþings Júgóslavíu. Því var skipt í tvær mál-
stofur og í báðum þeirra hafði hvert sambandslýð-
veldi jafnmarga þingmenn. Hann vildi að hlutfall
þingfulltrúa væri í hlutfalli við íbúafjölda landsmanna, þ.e.a.s.
eitt atkvæði á einn borgara. Slóvenar mótmæltu tillögum
Milosevic kröftulega og vildu halda gamla kerfinu. Hið nýja
skipulag hefði í för með sér, vegna yfirgnæfandi meirihluta
Serba í sambandsríkinu, að serbneskir þingmenn gætu haft
forræði yfir hinum sambandslýðveldunum. En af 21,5 milljón
íbúa Júgóslavíu bjuggu 9,8 milljónir í Serbíu.13 Á tímum þjóð-
ernishyggju, þar sem allt stefndi í þá átt að sambandslýðveld-
in tækju eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar, ótt-
uðust hin sambandslýðveldin einmitt pólitískt forræði Serba.
Áköf barátta Serba fyrir tillögunum virtist aðeins rökstyðja að
óttinn væri ekki tilefnislaus.14
Milosevic heilsar þýska stjórnmálamanninum Gregor Gysi.
Hershöfðinginn og sagnfræðingurinn Franjo heitinn Tudjman
varð einn helsti andstæðingur Milosevic.