Sagnir - 01.06.1999, Page 75

Sagnir - 01.06.1999, Page 75
74 Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic Sagnir 1999 stefnu Karadzic og fylgismanna hans.45 Búseta Serba innan Bosníu-Hersegóvínu var dreifð um allt landið. Ef að serbnesku sjálfstjórnarhéruðin ættu að geta orðið að einu lýð- veldi yrði að koma til fólksflutninga og/eða landvinninga- stríðs. 29. febrúar og 1. mars 1992 var kosið um hvort Bosnía- Hersegóvína skyldi verða sjálfstætt ríki. Tveir þriðjuhlutar kjósenda vildu að landið yrði sjálfstætt en Bosníu-Serbar snið- gengu kosningarnar. Eftir kosningarnar hófust fyrstu alvarlegu átökin sem stigmögnuðust þar til að stríð braust út á fyrstu dög- um aprílmánaðar eftir að Bosnía-Hersegóvína var viðurkennd sem sjálfstætt ríki af Evrópuríkjunum 6. Apríl 1992.46 Milosevic og Stór-Serbía Eftir kosningarnar í Slóveníu og Króatíu í apríl árið 1990, þar sem þjóðernissinnar unnu sigur var Milosevic ljóst að hann næði ekki að tryggja forræði sitt yfir stjórnmálum Júgóslavíu og að stjórnskipan landsins myndi ekki haldast óbreytt. Milosevic talaði alltaf fyrir sam- einingu Júgóslavíu þó að aðgerðir hans væru í mótsögn við yfirlýsingar hans. Milosevic hafði snúið sér að myndun Stór-Serbíu þar sem minnihlutahópar Serba innan hinna sambandslýðvelda Júgóslavíu léku lykilhlutverk. Þó að hann neitaði alltaf hugtakinu „Stór- Serbía“47 opinberlega, útskýrði Milos- evic rökin fyrir stefnu sinni á þá leið að ef Slóvenar og Króatar hafa rétt til að yf- irgefa Júgóslavíu, á sjálfsákvörðunarrétt- ur Serba utan Serbíu einnig að vera virt- ur um fá að lifa áfram innan ríkisins. Krafa hans hljómaði: „Allir Serbar hafa rétt til að búa í sama ríkinu.“48 Kröfur Milosevic væru ef til vill viðunandi sem heimspekilegar vangaveltur, en í fjölþjóða- ríki eins og Júgóslavíu, þar sem þjóðernis- hóparnir bjuggu í návígi var hættulegt að ýta undir hugmyndir af þessu tagi. Það var ekkert leyndarmál að hverju leið- togar Krajina-Serba og Bosníu-Serba stefndu og þegar stríðið hafði geysað í um það bil ár viðurkenndu þeir það jafnvel opinberlega. Goran Hadzic, þá leiðtogi Krajina Serba, vildi fá viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna á hinu Serbneska lýðveldi Krajina á sátta- fundi í New York. Hann neitaði ekki að hið endanlega takmark væri sameining við Serbíu þannig að Stór-Serbía yrði að veru- leika.49 Aleksa Buha „utanríkisráðherra“ serbneska lýðveldisins í Bosníu- Hersegóvínu, viðurkenndi einnig að tak- markið væri að tengja þau svæði í Bosníu sem hertekin höfðu verið af Bosníu-Serbum við Serbíu og stofn- un alserbnesks þings hefði verið þáttur í því ferli.50 Staðhæfingingar um að Bosníu-Múslimar ætluðu að stofna bókstafstrúarríki í Bosníu-Hersegóvínu áttu ekki við rök að styðjast. Um leið og margir Bosníu-Múslimar litu einungis á sig sem meðlimi þjóðernishóps voru þeir einnig þeir Múslimar í heiminum sem voru hvað vestrænastir í hugsun.51 Izetbegovic leit á Bosníu-Hersegóvínu sem heimaland Múslima þar sem Króatar og Serbar byggju einnig. Tveimur árum áður en stríð braust út sagði hann: „Við stefnum ekki að þjóðríki. Okkar eina takmark er frjálst samfélag allra borgara. Sumir óska þess að Bosnía verði Múslimaríki, en það er ekki raunhæf ósk.“52 Fram- tíðarsýn Milosevic og flokks hans, Serbneska sósíalistaflokks- ins, var allt önnur, skýr og vel undirbúin. Varaformaður flokks- ins Mihailo Markovic lýsti henni á flokksþingi 9. október 1991: Í hinu nýja júgóslavneska ríki verða að minnsta kosti þrjár sambandseiningar: Serbía, Svartfjallaland og sameinuð Bosnía og Knin-svæðin þ.e.a.s hin yfirlýstu serbnesku sjálf- stjórnarhéruð í Bosníu og Krajina-svæðið í Króatíu. Ef Bosníu-Múslimar óska að vera innan þessa nýja júgóslav- neska ríkis, hafa þeir leyfi til þess. Ef þeir reyna að segja sig úr ríkjasambandinu, verða þeir að vita að bosníska Múslima- ríkið verður umkringt af serbnesku landsvæði.53 Lokaorð Milosevic, sem komst í valdastöðu inn- an Júgóslavíu með serbneska þjóðernis- hyggju að vopni, beitti valdi sínu fyrst innan Serbíu og síðar í allri Júgóslavíu. Aðgerðir hans í átt til eflingar mið- stjórnar í Júgóslavíu undir forystu Serba og umburðarleysi hans gegn öðr- um þjóðernishópum gerði aðeins Serbum kleift að búa innan sambands- ríkisins Júgóslavíu. Eftir að kosningar höfðu farið fram í sambandslýðveldunum var Milosevic ljóst að honum myndi ekki takast að ná pólitísku forræði yfir Júgóslavíu. Þá Þeir Leoníd Bresjnev aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Tító forseti Júgóslavíu hittust árið 1976 til að ræða sambúð ríkjanna.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.