Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 4

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir 12. - 22. september Gardavatn& Feneyjar Haust 9 Ör fá s æt i la us Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Í ferðinni njótum við þess að sigla á Gardavatni, heimsækjum drottningu Adríahafsins, Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu,Veróna. Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Kríuvarp hefur aukist mikið í frið- landinu í Vatnsmýri í ár. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að kríuhreiðrin hafi verið 40 talsins í fyrra en í ár séu þau yfir 100. „Fyrir nokkrum árum tók Nor- ræna húsið sig til og endurbætti friðlandið. Það var gert í tveimur áföngum og seinni áfanganum lauk í fyrra. Upp úr því fóru kríurnar að verpa í friðlandinu. Það hefur verið betra kríuvarp núna heldur en í langan tíma. Á Seltjarnarnesi var gott varp, hreinlega það besta síðan fyrir árið 2005,“ segir Jóhann Óli. Hann telur að kríuvarpinu standi ógn af „leiðindaplöntum“. „Það eru aðskotaplöntur sem eru að leggja allt undir sig í friðlandinu. Borgin þarf að taka sig taki núna og vinna í því fyrir næsta sumar að uppræta kerfil, þistil og fleiri leiðindaplöntur. Krían vill hafa opið land, hún vill helst verða á sandi eða berangri, allavega í mjög lágum gróðri.“ Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að vel sé fylgst með þessum gróðurvanda. „Við vitum að við þurfum að gera meira en hefur verið gert hingað til.“ Kríurnar setjast á bílastæðið „Við þurfum vissulega að grípa inn í. Þetta er alltaf dálítið snúið því friðlandið er lokað fyrir umferð á varptíma þannig að við eigum mjög erfitt með að fara þarna inn á besta tíma til að tækla svona plöntur. Ann- aðhvort þarf að fara að vori áður en fuglarnir koma eða síðla sumars. En þá erum við kannski búnir að missa af plöntunum, þá er t.d. kerfillinn yf- irleitt búinn að mynda fræ,“ segir Snorri. Hann segir að kríur á svæðinu séu líklega a.m.k. 300. „Ég var þarna í gær og það sem kríurnar gera, þeg- ar langt er liðið á varpið og unginn er orðinn eitthvað fleygur, er að setjast á malarbílastæðið hjá Há- skóla Íslands. Það gerðist líka í gamla daga. Í gær voru um 200 kríur sem sátu þarna á mölinni, fyrir utan þær sem voru ennþá úti í varpinu, þannig að þetta eru örugglega 300 kríur eða fleiri sem eru þarna núna. Þetta er líka jákvætt fyrir aðrar fuglategundir. Krían er afskaplega aðgangshörð sem hjálpar til við að halda í burtu mávum eða hröfnum sem gætu reynt að ná í egg eða unga. Það hjálpar t.d. öndum. Þær fá þá skjól og geta frekar verpt inni í friðlandinu. Þær hafa ekkert verið mikið að verpa fram til þessa, en eft- ir að krían kom er það í vexti. Við höfum séð fleiri og fleiri endur verpa í friðlandinu og í sumar voru alla- vega 5 andategundir sem verptu inni í friðlandinu. Þær eiga betri mögu- leika á að koma upp sínum ungum þar heldur en t.d. niðri á stóru tjörn- inni út af þessu skjóli sem krían veit- ir,“ segir Snorri að lokum. Kríum fjölgar í Vatnsmýri  Fuglafræðingur segir kríuhreiður fleiri en 100 í ár í friðlandinu í Vatnsmýri  Hreiðrin voru 40 í fyrra  Meira andavarp í friðlandinu þakkað fleiri kríum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kríuvarp Þótt kríunum fari fjölgandi í friðlandinu í Vatnsmýri þá ógna aðskotaplöntur varpsvæðunum þeirra. Reykjavíkurborg er meðvituð um vanda- málið og fylgist með svæðinu. Snorri Sigurðsson hjá Reykjavíkurborg segir snúið að uppræta plönturnar, því umferð er ekki leyfð um svæðið á varptíma. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Andavarp Endurnar leita í vernd kríanna, sem eru aðgangsharðar. Gerðardómur í máli íslenska ríkis- ins og BHM var skipaður 1. júlí og hefur hann tím- ann til 15. ágúst að ákveða kjör félagsmanna. Hæstiréttur hef- ur ógilt úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu Fé- lags íslenskra hjúkrunar- fræðinga um að mál sem félagið hugðist höfða gegn íslenska ríkinu fái flýtimeðferð. Ný stefna til flýtimeðferðar Er því héraðsdómi gert að gefa út stefnu til flýtimeðferðar í málinu, líkt og fram kom á mbl.is í fyrradag. Þar kom einnig fram að málið sem hjúkrunarfræðingar hafa höfð- að varðar gerðardóminn sem skip- aður var í máli þeirra. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga telur að þar sem hjúkrunar- fræðingar felldu kjarasamninginn eigi þeir rétt á að ganga aftur að samningaborðinu en ríkið telur að gerðardómurinn sem skipaður var eigi að starfa áfram. Skipta með sér verkum Garðar Garðarsson, formaður gerðardóms, segir að dómurinn sé nú að störfum. Meðlimir gerðar- dóms fundi yfirleitt saman, en skipti samt sem áður með sér einstökum verkefnum, í rannsóknarvinnu og öðru. „Í gerðarreglunum leggjum við mikla áherslu á það, að aðilar reyni að ná sáttum, helst í heild, en ef ekki, þá um einstök atriði,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við getum vonandi lokið okkar verki á tilsettum tíma,“ sagði Garð- ar Garðarsson. agnes@mbl.is Áherslan á að ná sáttum  Vonar að tíma- frestur sé nægur Garðar Garðarsson Á 22 árum fjölgaði vínveitinga- leyfum á Íslandi um 640%. Árið 1992 voru leyfin 134 en í október 2014 voru þau orðin 857. Þetta kemur fram í skýrslu Áfengis- og vímu- varnarráðs 2001 og á vefsíðu lög- reglunnar. Í fyrra höfðu verið útgefin 493 vínveitingaleyfi til veitingastaða í flokki II sem þýð- ir að starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði. Þá höfðu 364 leyfi verið út- gefin til veitingastaða í flokki III, en þar er heimilað að leikin sé hávær tónlist og afgreiðslutími er lengri en til kl. 23. Staðir í flokki III myndu í daglegu tali kallast skemmtistaðir. Fyrst og fremst veitingastaðir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutnings- maður frumvarps, þar sem lagt er til að bundinn verði endi á einokun rík- isins á sölu áfengis, segir þessa þró- un sýna að það sé eftirspurnin sem stýri framboðinu á áfengi en ekki öf- ugt. „Ferðamannastraumurinn hef- ur verið að aukast undanfarin ár og það er greinilega krafa á veitinga- staði, sem fer fjölgandi vegna fjölda ferðamannanna, að áfengi sé í boði og sé hluti af þjónustunni.“ Hann telur fjölgun vínveitinga- leyfanna fyrst og fremst koma til vegna fjölgunar veitingastaða, t.d. kaffihúsa og matsölustaða. „Staðir þar sem fólk sest inn og borðar með allri fjölskyldunni,“ segir Vil- hjálmur. Spurður hvort fjölgun vínveitinga- leyfa hafi haft áhrif á unglinga- drykkju segir Vilhjálmur tölur sýna að drykkja meðal unglinga hafi dregist verulega saman. Árið 1997 höfðu 49% nemenda í unglingadeild- um grunnskóla drukkið áfengið á síðustu 30 dögum, en nú sé hlutfallið komið niður í 9%. isb@mbl.is Áfengisleyfum fjölgar um 640% á 22 árum  Unglingadrykkja fellur úr 49% í 9% frá 1997-2015 Morgunblaðið/Ernir Vín og matur Vilhjálmur telur aukinn veitingarekstur útskýra þróunina að hluta til. Veitingastöðum fjölgar hratt vegna aukins ferðamannastraums. Vilhjálmur Árnason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.