Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. okkur að þeir bresti hreinlega í söng þegar viðburðurinn er ræddur,“ segir Sigurður hlæjandi en þessi hugmynd hafi komið upp á skipu- lagsfundi og verið gripin glóðvolg. Að viðburðinum standa fjöl- margir einstaklingar víðsvegar að úr hinsegin samfélaginu sem fannst tími til kominn að fræða allan al- menning um málefni sem varða minni hópa sem almennt eiga erf- iðara með að koma sínum málum á framfæri. „Þarna gefst okkur tækifæri til að hafa meiri dýpt í fræðslunni þar sem þetta er heill frídagur og fleiri sem komast til okkar. Það er nefni- lega svo margt sem við viljum tala um en bara hefur ekki gefist tími í það,“ segir Sigurður léttur í bragði. Forréttindasmiðja Undir jaðarmálefnin falla mál- efni sem tengjast lífi og tilveru hin- segin fólks. Fara fyrirlestrarnir ým- ist fram á ensku eða íslensku. Meðal viðburða má nefna málstofur um trans og kynsegin, málefni tví-, pan-, og polykynhneigðra, asexual, kynningu á öruggu bdsm og menn- ingarnám. Þar að auki verður boðið upp á forréttindasmiðju sem Sigurður segir vera þann viðburð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, að öll- um hinum ólöstuðum. „Þar fara fram æfingar þar sem fólk fær að kynnast forréttindum sem það hefur en áttar sig ekki á. Það er ótrúlega gefandi,“ segir hann en það séu til dæmis forréttindi að búa hér á landi og tala íslensku. „Það að vera með heilbrigðan lík- ama eru líka gríðarleg forréttindi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort það sé aðgengi fyrir okkur í samfélaginu,“ bætir hann við. Þörfin mun ekki þverra Aðspurður hvort enn sé brýn nauðsyn á fræðslu um málefni hin- segin fólks segir Sigurður þörfina fyrir slíkt aldrei munu þverra. „Hún mun kannski breytast með tímanum en ef öll fræðslan hættir þýðir það að fólk hættir að tala um málefni hinsegin fólks. Þá gleymist það og við yrðum aftur komin inn í skáp- inn.“ Samkynhneigðir séu almennt viðurkenndir í samfélaginu í dag en enn heyrist þó af atvikum sem setja svartan blett á framfarirnar. Þá hafi fleiri hópar brotist fram á sjón- arsviðið innan hinsegin samfélagsins og því auðveldara fyrir fólk að skil- greina sig nákvæmlega eftir því sem það telur sig vera. „Við þurfum að opna meira fyrir fjölbreytileika því þó að samkynhneigð sé nú talin í lagi þá eru fleiri hópar að koma fram og halda verður umræðunni lif- andi svo þeir verði einnig lausir við fordóma.“ Almennt hafi þó mikið orðið ágengt í réttindabaráttunni innan landsteinanna á síðustu áratugum en Sigurður segist þó hafa orðið var við ákveðið bakslag á síðustu árum í kjölfar hrunsins. Þó sé gleðiefni að nú sé síður hægt að komast upp með fordóma í opinberri umræðu því fólk stígi frekar fram á sjónarsviðið óhrætt við að svara því fullum hálsi. Endatakmarkið með baráttu til handa hinsegin fólki er mismunandi í hugum fólks. Aðspurður hvort samfélag án nokkurra skilgreininga, þ.e. samkynhneigðar, gagnkyn- hneigðar eða annarrar hneigðar eða vitundar, myndi teljast góður endir, segir Sigurður svo ekki vera. „Mér finnst skilgreiningin nauðsynleg fyr- ir okkur til að átta okkur á því hver við erum og til að við getum sett eitthvert nafn á það sem við upp- lifum okkur vera. En markmiðið er um leið að skilgreiningin skipti ekki máli í hugum annars fólks.“ Áhugi Hinsegin fræðsla er mikilvæg því án hennar hætti fólk að tala um málefnin sem hreki fólk aftur inn í skápinn, að sögn Sigurðar, skipuleggjanda viðburðarins. Auðvelt var að fá fólk, vel að sér í málefninu, til að tala á mánudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.