Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 16
Siglunes Lína Dóra er siglingakennari og kennir
handtökin á siglinganámskeiðinu í Siglunesi.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Á sólríkum sumardögum er engin
lognmolla yfir Nauthólsvíkinni og
síðan ylströndin þar var opnuð árið
2000 hafa vinsældir hennar farið sí-
vaxandi. Áætlað er að 530.000 gest-
ir njóti sólargeislanna þar ár hvert.
Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri
ylstrandarinnar í Nauthólsvík, seg-
ir sumarið hafa gengið vonum
framar. Hún segir veðurblíðuna í ár
hafa haft mikil áhrif á lífið á
ströndinni. „Þetta er búið að vera
alveg frábært, við höfum séð mikla
aukningu í aðsókn. Þó er það þann-
ig að fjöldinn dreifist á góðu dag-
ana. Við áætlum að þegar mest er
heimsæki ströndina um 5.000
manns á dag,“ segir hún.
Á sumrin lifnar yfir alls kyns
starfsemi sem fram fer á strönd-
inni, m.a. zumba-dansi, jóga og
heimsóknum leikjanámskeiða. Sjó-
sundið er þó stundað árið um kring.
Feluleikur Þessi hnáta spratt upp undan stórum steini
þegar ljósmyndarinn mundaði linsuna.
Pottur Vinsælt er að hlýja sér í heitum potti ofarlega á ströndinni, en oft má þar sjá sjósundskappa
sem orna sér eftir kaldan sjóinn. Sjósundið er stundað í Nauthólsvík árið um kring.
Turn Hluti þessarar kátu fjölskyldu kepptist við að byggja sem hæstan turn úr sandi í Naut-
hólsvíkinni á meðan móðirin grillaði pulsur ofan í svanga byggingarmeistarana.
Hláturskast Það er lítið sem þarf til að gleðja á sólríkum dögum. Þessar
stúlkur höfðu nýlokið við sundsprett og hlýjuðu sér í sandinum.
Sumarskóli Þessi barnahópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ gerði sér glaðan dag og grillaði pulsur í
Nauthólsvík. Sáttar með daginn sögðust kennararnir hiklaust koma aftur með barnahópinn.
Sólarþorstanum svalað á
ströndinni í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fótbolti Drengirnir tveir léku sér í strandfótbolta en róðurinn þyngdist
þegar stúlkan tók sér stöðu milli stanganna og sýndi mikla hæfileika.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Velkomin í Eldheima
nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum
eldheimar.isS. 488 2700