Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 42

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í ár fagnar Laxárfélagið í Laxá í Aðaldal 75 ára afmæli sínu. Síð- degis í gær höfðu verið veiddir 75.098 laxar frá því að veiðin hófst sumarið 1941. Orri Vigfússon, for- maður félagsins undanfarin 30 ár, segir veiðina hafa gengið vel í Laxá að undanförnu. Laxárfélagið er samtök áhuga- manna um stangveiði og nátt- úrutöfra Laxár í Aðaldal. Félagið skiptist í deildir með heimilisfesti á Akureyri, Húsavík og í Reykja- vík og rekur veiðiheimilið Vöku- holt í landi Laxamýrar. Í starfi sínu segir Orri að Laxárfélagið vilji stuðla að alhliða laxavernd í villtri náttúru, beita sér fyrir hóf- semi og háttvísi við veiðar og vinna að öðrum áhugamálum fluguveiðimanna. 51. veiðiár Orra í Laxá „Þetta er 51. árið mitt sem ég veiði í Laxá í Aðaldal,“ sagði Orri í samtali við Morgunblaðið, „og ánægjan af því að veiða í þessari stórkostlegu á er alltaf hin sama. Það voru nokkrir læknar á Landspítalanum sem stofnuðu Laxárfélagið árið 1940. Það eru ennþá nokkrir læknar í félaginu. Það hefur verið talsvert mikið um það að félagasæti í Laxárfélaginu og þar með veiðirétturinn hafi gengið í erfðir, þannig að synir, dætur og tengdabörn hafa tekið við keflinu. Það er óhemju- skemmtilegt að vera í þessum fé- lagsskap. Á þessum 75 árum hafa aðeins þrír menn verið formenn félagsins. Fyrsti formaðurinn hét Kristinn Stefánsson, frá Grund í Svarfaðardal. Annar í röðinni var Sigurður Samúelsson prófessor. Og ég er þriðji formaðurinn og hef verið í formennsku undanfarin 30 ár,“ segir Orri. Öllum laxi sem veiddur er í Laxá í Aðaldal er sleppt og hefur sá háttur verið hafður á síðan 2003. „Við byrjuðum að sleppa öllum laxi sem veiddist í ágústmánuði, 1995. Svo fórum við að sleppa öll- um stórum laxi, einkum stórum hrygnum. Við höfum sleppt öllum laxi sem veiðst hefur síðan árið 2003,“ sagði Orri. Hann var spurður hvort ekki hefði verið erfitt að fá lax- veiðimennina til þess að sam- þykkja sleppingar: „Jú, í ákveðnum tilfellum var það mjög erfitt. Meira að segja svo erfitt, að nokkrir hættu bara að veiða í Laxá. Menn vilja borða fiskinn sem þeir veiða og það jafn- ast náttúrlega ekkert á við villtan lax,“ segir Orri. Hann segir að þeir í Laxárfélaginu hafi verið að reikna út hrognamagnið í ánni. Svo virðist sem laxveiðimenn í Laxá séu að skilja eftir jafnmikið hrognamagn í ánni, með því að sleppa öllum laxinum og var í ánni í gamla daga, þegar mokveiði var alltaf í Laxá. „Ef þú veiðir 1.000 laxa og drepur alla, þá eru líklega um 650 laxar sem hrygna miðað við 60% veiðihlutfall. Það jafn- gildir veiðiári upp á 390 laxa þar sem öllu er sleppt. En það ár hrygna líka 650 laxar. Þannig að þegar búið er að veiða 390 laxa, má gera ráð fyrir að jafn mikið sé eftir í henni eins og var þegar 1.000 laxar voru drepnir,“ útskýrir Orri. Axel byrjaði að veiða í Laxá 10 ára gamall Axel Gíslason, fyrrverandi for- stjóri VÍS, hefur veitt í Laxá í Að- aldal í sextíu sumur í röð. Hann veiddi sinn fyrsta lax í ánni þegar hann var tíu ára. „Fyrstu árin fór ég með pabba að veiða í Laxá í Aðaldal. Svo um árabil með stærri hópum. En núna seinni árin hefur þetta einkum verið fjölskyldutengdur veiði- félagsskapur,“ sagði Axel í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort hann hefði ein- hverja tölu á þeim löxum sem hann hefur veitt í Laxá í Aðaldal, sagði Axel: „Nei, því miður. Ég hefði gjarnan viljað eiga upplýs- ingar um það, en ég hef ekki hald- ið utan um þetta, eins og ég hefði kannski átt að gera.“ Það var alveg skítkalt „Já, það er alltaf jafnskemmti- legt að veiða,“ sagði Axel að- spurður, „en reyndar er það minna skemmtilegt, þegar það er mjög kalt, eins og var fyrir norðan fyrir tveimur vikum, þegar ég var að veiða í Laxá í Aðaldal. Það var alveg skítkalt.“ Axel segir að mismunandi veiði- svæði í Laxánni séu meira og minna allt uppáhaldsveiðisvæði. „Það er ekkert hægt að gera upp á milli þeirra. Sum eru alltaf góð en sum ekki, og þá slakar maður heldur á í sókninni á þau svæði. En svo geta þau verið bestu og skemmtilegustu svæðin næsta ár- ið. Þetta er eitt af því sem gerir veiðina svo spennandi, að vita hvaða svæði eru góð á hverjum tíma, hvar veiðist og hvaða flugu hann vill taka. Þetta veit maður aldrei fyrirfram og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Axel Gíslason að lokum. Hefur veitt í Laxá í 60 sumur  Laxárfélagið í Laxá í Aðaldal fagnar 75 ára afmæli í ár  Orri Vigfússon hefur verið formaður fé- lagsins í 30 ár  Einungis þrír menn hafa gegnt formennsku frá upphafi  75.000 laxar hafa veiðst Morgunblaðið/Golli Í 60 sumur Axel Gíslason með 83 sentimetra hrygnu úr Brúarstreng í Laxá í Aðaldal fyrir réttum tveimur vikum. Axel hefur veitt í ánni 60 sumur í röð. Hann byrjaði 10 ára að veiða í ánni, og hann sleppir aldrei úr sumri. Morgunblaðið/Einar Falur Formaður í 30 ár Orri Vigfússon berst ávallt fyrir velferð laxins. 36 punda Jakob V. Hafstein heitinn með 36 punda hæng sem veiddur var í Laxá í Aðaldal, Höfðahyl, á fluguna Jock Scott 10. júlí 1942. Stolt feðgin Bryndís Líf veiðikona með föður sínum Bjarna Þórði Bjarnasyni með 105 sentimetra nýgenginn hæng.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.