Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 46
Ljósmynd/Fjölnir Geir Bragason
Þór Norræn goð og víkingar eru vinsælt efni í flúr í Færeyjum. Hér er Þór þrumuguð með víkingaskip í forgrunni.
Stálfákur Fjölnir fer ferða sinna í Þórshöfn á mótorhjóli af gerðinni Harley Davidson Night Train frá 2006 sem Spessi ljósmyndari lét breyta frá grunni.
VIÐTAL
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Fjölnir Geir Bragason, einnig
þekktur sem Fjölnir Tattú, er
staddur í Færeyjum þessa dagana á
lokaspretti flúrvertíðar sinnar í
Þórshöfn. Þar hefur hann haft að-
setur í júlímánuði og flúrað mann
og annan.
Fjölnir er ekki nýr gestur í Fær-
eyjum en síðustu ár hefur hann sótt
eyjarnar heim reglulega og flúrað
eyjaskeggja. „Ég fór til Færeyja
fyrst ’98-’99, kom tvö ár í röð og var
að tattúvera. Ég hafði verið að
tattúvera mikið úti á landi og það
kom í stólinn til mín strákur sem
heitir Rasmus Rasmussen og kom
með þessa hugmynd um að ég færi
til Færeyja, það væri enginn flúrari
þar. Svo fórum við til Færeyja í
kjölfarið, ég og Helgi Jacobsen. Ég
varð strax mjög hrifinn af Fær-
eyjum og fyrir Íslending sem kem-
ur úr hrikalegu umhverfi þá er
þetta alveg eftir mínum smekk,
hrikalegt og fallegt. Fólkið hér er
mjög skemmtilegt, viðmótsþýtt og
gestrisið. Eiginlega vandræðalega
gestrisið,“ segir Fjölnir og hlær.
Um aðstöðu sína í Færeyjum seg-
ir Fjölnir að hann fái oftast að vera
fyrir ofan hárgreiðslustofuna Sa-
long Madonna í miðbæ Þórshafnar
og flúra. „Ég tók bara með mér
tösku, þetta er fyrirferðalítill bis-
ness.“
Menningarsendiherra á vélfáki
Flúrlistin hefur tekið við sér í
Færeyjum síðan Fjölnir kom þang-
að fyrst. Nú leggst iðnin ekki leng-
ur af jafnharðan og hann fer úr
landi, en fyrirferðamesta flúrara
þarlenda nefnir hann Dia Jakobsen
og Terje Skipenes, gítarleikara í Tý.
„Þetta er að vaxa. Það eru fleiri
flúrarar að koma upp og áhuginn
með. Ég hef verið tuttugu ár í
bransanum og þetta hefur vaxið
gríðarlega, er ennþá að vaxa og
maður sér ekki fyrir endann á því.“
Kynni Fjölnis af Færeyjum færð-
ust svo á næsta stig árið 2009 þegar
hann og nokkrir spaðar, eins og
Fjölnir lýsir þeim, gerðu sér ferð til
Færeyja á mótorhjólum. Fjölnir og
félagi hans, Jón Páll, opnuðu flúr-
stofu og gerð var heimildamynd um
ævintýri þeirra í eyjunum.
„Við gerðum þetta í tilefni af því
að Færeyingar voru þeir einu sem
studdu okkur undanbragðalaust í
bankahruninu. Þeir buðu okkur
hjálp án þess að spyrja nokkurra
spurninga. Ég hef tekið eftir því að
Íslendingar vita minna um Fær-
eyinga heldur en Færeyingar vita
um Íslendinga. Íslendingar hafa
mjög sterka þýðingu í huga Fær-
eyinga. Ég rek það að hluta til þess
að í stríðinu fóru margir héðan að
byggja upp á Íslandi og fóru mikið á
togarana eftir það. Einhvern veginn
öðlaðist Ísland sess í huga Færey-
inga svo okkur langaði til þess að
veita Íslendingum innsýn í landið.
Eftir það kolféll ég alveg fyrir eyj-
unum og ég hef komið hingað síðan
þá, allt að fjórum sinnum á ári.“
Húðflúrhátíð og breytt viðhorf
Fjölnir hefur staðið að húðflúrhá-
tíðinni FO Tatt Fest í Færeyjum
síðustu ár. „Hugmyndin kom upp á
Ólafsvöku 2010 þegar Færeying-
urinn Peter Zachariasen og Ósk
Gunnarsdóttir unnusta hans, komu
með þessa hugmynd til mín um að
halda alvöru tattúfestival í Þórs-
höfn.
Við Páll Sch. Thorsteinson kom-
um henni svo á koppinn 2012, en
hann bjó hér lengi og er öllum hnút-
um kunnugur í eyjunum. Hátíðin
hefur vaxið og dafnað síðan og er nú
orðið alþjóðleg hátíð með fær-
eyskum tónlistarmönnum. Hér er
nefnilega gríðarlega sterk tónlistar-
flóra eins og heima. Ég vildi líka
kynna Færeyinga fyrir öllu sem
hægt er að gera í tattúinu. Fá inn
stærstu spaðana í bransanum í
Skandinavíu til Færeyja og hef ver-
ið með svona 12-14 listamenn sem
allir saman hafa kolfallið fyrir eyj-
unum.“
Viðhorf fólks til flúrs hafa einnig
breyst. „Þegar ég kem inn í brans-
ann er þetta svolítið nýtt. Ég er
einn af þeim fyrstu heima og sá
fyrsti í Færeyjum. Nú er komin upp
heil kynslóð sem þekkir ekki heim
án tattús. Hugarfarið hefur breyst
mjög mikið. Þú þarft ekki að vera
stimplaður sem einhver skugga-
baldur fyrir að vera með tattú.“
Flúrtíska
Færeyingar eru þekktir fyrir
trúarhita og Fjölnir segist merkja
það í vali fólks á flúri. „Trúað fólk
kemur og fær sér tattú með trúar-
legu ívafi. Fólk fær sér líka mikið
fjölskyldutengd tattú. Heima er fólk
að fá sér börnin sín og kannski
látna foreldra. Hérna er fólk að fá
sér öll systkinin og ömmu og afa og
allan frændgarðinn“ segir Fjölnir
kíminn.
Flúrmenninguna segir hann
breytast hratt og að Færeyingar
hafi verið fljótir að fylgja henni eft-
ir. Aðsurður um hvort menn séu al-
veg hættir að fá sér ættbálkadruslu-
stimpil (e. tribal tramp stamp) segir
Fjölnir það ekki alveg dottið út en
ættbálkaflúrin hafi komið aftur í
annarri mynd. Þau hafi mikið
þróast yfir í handstungin flúr.
„Þetta fer í raun alveg aftur til upp-
runans. Þetta eru geometrísk
mynstur, víkinga- og keltnesk tattú
og svokallaðar mandölur.“ Hand-
stungin flúr eru gerð einfaldlega
með nál og bleki, án flúrvélanna
sem flestir kannast við.
Tribal-stíllinn frá níunda og tí-
unda áratugnum lifir þó eitthvað
enn.
Helstu breytinguna á vali fólks á
flúri segir hann vera að fólk sé
strax farið að fá sér stærri tattú.
„Fólk er ekki bara að byrja í litlu og
fara svo í miðlungs og svo stórt.
Fólk byrjar oft á ermum og bök-
um.“
Ekki flýta þér
Tæknina í flúrinu segir Fjölnir
hafa breyst mjög mikið. „Þetta er
orðinn stór bransi og það er mikil
samkeppni í öllu sem tengist
flúrinu, svo sem litunum, tattúbyss-
unum og nálunum. Tattúin endast
miklu betur. Við stingum miklu ná-
kvæmar í skinnið og þekking okkar
á skinninu er orðin miklu betri.“
Blaðamaður fékk Fjölni til þess
að útlista ráðleggingar fyrir fólk
sem hyggur á flúrun. „Ekki flýta
þér. Taktu þér tíma. Skoðaðu þig
vel um og veldu þér góðan flúrara.
Ekki pæla í verðinu heldur í gæð-
unum.“ Þá vísar Fjölnir í eng-
ilsaxneskt spakmæli sem þýðist svo:
„Góð flúr eru ekki ódýr og ódýr flúr
eru ekki góð.“
Fjölnir í víking til Færeyja
Tíður gestur í eyjunum og heillaður af landi og þjóð Tók græjurnar með sér í ferðatösku og
opnaði á hæð fyrir ofan hárgreiðslustofu Hröð þróun í flúrmenningu, líka í Færeyjum
46 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015