Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 52

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 52
VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Starf atvinnumálafulltrúa er mjög fjölbreytt. Ég einsetti mér strax að vera í sem nánustu sambandi við atvinnulífið og stoðkerfið, þann- ig að bæjaryfirvöld gætu verið sem best upp- lýst um hvernig hjól atvinnulífsins snúast hverju sinni. Þess vegna reyni ég að fara reglulega í heimsóknir til fyrirtækja og stofn- ana, sem er líka besta leiðin til að kynnast fólkinu. Við getum kallað þetta að leggja við hlustir og vera vakandi yfir stöðu mála. Tölu- verður tími fer líka hjá mér í að vinna skýrslur og greiningar um ýmis mál sem tengjast atvinnulífinu, sem nýtast síðan á ýmsum stöðum atvinnulífsins og í stjórnkerf- inu,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, atvinnumálafulltrúi Akureyrarbæjar. Hún var ráðin í stöðuna í fyrrasumar, áður var hún verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands á Ísafirði, auk þess að sitja í bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar á síðasta kjörtímabili. Hún segir að stoðir atvinnulífsins á Akureyri séu margar. „Já, hérna er atvinnulífið mjög fjölbreytt og sú staðreynd gerir mitt starf spennandi og skemmtilegt. Hérna er öflugur sjávarútvegur og þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn eru mörg og öflug. Sum þeirra hafa haslað sér völl á alþjóðlegum mörkuðum og orðið vel ágengt, sem sýnir svart á hvítu að þau standast allan samanburð. Landbúnaðurinn á sér ríka hefð í Eyjafirði og hérna eru starfandi stór mat- vælafyrirtæki og í þeirri grein eru margir spennandi hlutir að gerast. Í burðarliðnum er stór matarhátíð á Akureyri og þar mun koma berlega í ljós hversu starfsemin er kraftmikil. Akureyri er skólabær, hérna eru tveir stórir framhaldsskólar og Háskólann á Akureyri þekkja allir. Stundum er því haldið fram að stofnun háskólans hafi verið risastórt skref í byggðamálum, sem ég held að sé örugglega rétt. Það má líka kannski segja að háskólinn sé nú á ákveðnum tímamótum og ég held það séu virkilega spennandi hlutir framundan í starfsemi skólans, sem munu hafa mikil já- kvæð áhrif. Verslun og þjónusta er stór at- vinnugrein, margar opinberar stofnanir eru hérna með starfsemi og sömu sögu er að segja um helstu fyrirtæki landsins. Þá held ég að það kæmi mörgum á óvart hversu öflugur og spennandi hugbúnaðargeirinn er á Akureyri. Annars hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu mörg og forvitnileg sprotafyrirtæki eru í bænum, sem munu springa út með tíð og tíma. Atvinnuleysi er undir landsmeðaltali og um þessar mundir er erfitt að fá til dæmis iðn- aðarmenn til starfa. Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og flest bendir til þess að svo verði áfram.“ Ferðaþjónustan á uppleið Albertína segir að ferðaþjónustan sé á upp- leið eins og víðast hvar á landinu. „Akureyri er einn fjölsóttasti ferðamanna- staður landsins og hérna eru gististaðir af öll- um stærðum og gerðum og matsölustaðir nánast á hverju horni í miðbænum. Verslunin nýtur góðs af þessari stöðu, þannig að ferða- mannagreinin er virkilega mikilvæg. Við vinnum markvisst að því að millilandaflug verði í boði til og frá Akureyri sem fyrst með flugklasanum Air66. Slíkur valkostur yrði mikil lyftistöng fyrir greinina alla, um það eru flestir sammála. Innviðirnir eru til staðar og ég er ekki í vafa um nauðsyn þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Keflavíkurflugvöllur er ekki nóg og líklega er þetta orðið eitt brýn- asta hagsmunamál þjóðarinnar og getur varla lengur talist einungis málefni ferðaþjónust- unnar. Þetta snýr ekki síður að þjóðhags- legum hagsmunum að því leyti að þetta myndi tryggja betri nýtingu fjárfestinga og dreifa álagi um landið. Nokkur ný hótel hafa tekið til starfa á Eyjafjarðarsvæðinu á undanförnum misserum og margir eru að spá í spilin, þann- ig að ég er þess fullviss að ferðaþjónustan á svæðinu komi til með að eflast verulega á næstu árum. Reyndar er ég ekki bara að tala um Eyjafjörðinn í þessu sambandi, tækifærin liggja á allri landsbyggðinni í ferðaþjónust- unni, það er mín sannfæring.“ Albertína segir að tilkoma Vaðlaheiðar- ganga geri Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðar- svæðið meira og minna að einu atvinnusvæði, ekki síst í ljósi mikillar uppbyggingar á Bakka við Húsavík. Í tilkomu Vaðlaheiðarganga liggi þannig fjölmörg tækifæri fyrir Akureyri. Hins vegar blikki gul ljós í atvinnulífinu, sér- staklega í Grímsey og Hrísey. Skortur á rafmagni „Atvinnulífið á þessum stöðum hefur verið nokkuð í fjölmiðlum á undanförnum mánuð- um og vissulega er staðan að sumu leyti erfið, þó einnig séu bjartir punktar. Byggðastofnun hefur nú ákveðið að taka þessi byggðarlög inn í verkefnið Brothættar byggðir. Markmið verkefnisins er að leiða fram skoðanir íbú- anna sjálfra á framtíðarmöguleikum og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við hið opinbera og fleiri. Í Hrísey hafa til dæmis þegar komið fram hugmyndir um mjög svo áhugaverðar leiðir í ferðaþjónustu og varð- andi Grímsey liggja nú þegar á borðinu ákveðnar tillögur um að snúa vörn í sókn. Allt tekur þetta tíma, en það eru margir sem leggjast á árarnar með okkur í þessu, þannig að ég leyfi mér að horfa björtum augum á framtíðina. Íbúum hefur fækkað í báðum eyj- unum, sem er auðvitað áhyggjuefni. Við vilj- um byggja landið allt og þá verður að vera til staðar alvöru byggðastefna. Ekki einungis í orði, heldur líka í verki.“ Albertína segir að skortur á afhendingu rafmagns hafi í sumum tilvikum haft haml- andi áhrif á atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarð- arsvæðinu og sé grafalvarlegt mál. Ný lög sem samþykkt voru fyrir skömmu leysi von- andi stærsta hluta vandans og því von til þess að það fari að sjá til sólar í því máli. Opinberum störfum hefur fækkað á Eyja- fjarðarsvæðinu á undanförnum árum. „Það kom mér reyndar á óvart þegar ég fór að skoða þetta fyrir alvöru að ríkið virðist ekki hafa hugmynd um hvar á landinu opinber störf eru nákvæmlega vistuð eða hversu mörg. Hérna eru margar opinberar stofnanir og starfsemi nokkurra þeirra hefur sem betur fer verið að eflast, sem er vel. Hins vegar eru líka margar stofnanir sem hafa dregið saman seglin, meira en í sjálfum höfuðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Tækni nútímans gerir það að verkum að svokölluðum störfum án staðsetningar getur hæglega fjölgað mikið, það þarf bara viljann til að svo verði.“ Starfsmenn Fiskistofu verða orðnir 10 í lok þessa árs Áætlanir eru uppi um að flytja höfuð- stöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akur- eyrar, sem hafa mætt mikilli andstöðu víða í þjóðfélaginu. Albertína er sannfærð um að þær áætlanir gangi eftir. „Aðferðafræðin er vissulega umdeild, en eftir stendur að ríkisstjórnin stefnir að því að flytja starfsemina hingað norður, enda kemur skýrt fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar að stuðla skuli að fjölbreyttum atvinnu- tækifærum um land allt, meðal annars með dreifingu opinberra starfa. Hérna er til staðar þekking og umhverfi sem slík stofnun þarf á að halda til að geta sinnt sínu hlutverki með sóma. Starfsemin verður klárlega flutt norður og ég ætla að leyfa mér að spá því að starfsmenn Fiskistofu á Akureyri verði orðnir að minnsta kosti tíu í lok ársins.“ Talar í áttum eins og heimafólk Albertína er Ísfirðingur, fluttist eins og fyrr segir til Akureyrar um mitt síðasta ár. Stundum er sagt að illa gangi fyrir aðkomu- fólk að aðlagast bæjarbragnum og mannlíf- inu. „Jú, jú, blessaður vertu, ég fékk að heyra þessar sögur þegar það spurðist út að ég væri að flytja norður. Mér hefur verið afskaplega vel tekið, mér var fljótlega boðið að ganga í Rótarýklúbb Akureyrar og svo er ég komin í tvo bókaklúbba, þannig að lífið leikur við mig hérna fyrir norðan. Auk þess er ég búinn að kaupa mér fasteign í hjarta bæjarins og vinir mínir segja að ég tali orðið í áttum, rétt eins og innfæddir gera gjarnan. Þegar ég er stödd erlendis tala ég um að fara heim til Íslands. Þegar ég er á Ísafirði fer ég heim til Akureyr- ar og svo öfugt,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. „Ef byggja á landið allt verður að vera til alvöru byggðastefna“  Stoðir atvinnulífsins á Akureyri eru margar og traustar  Gul ljós blikka í atvinnulífi Grímseyjar og Hríseyjar  Fjölmörg tækifæri með tilkomu Vaðlaheiðarganga  Fiskistofa eflist á Akureyri Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson Sannfærð „Tækifærin í ferðaþjónustunni liggja utan höfuðborgarsvæðisins, það er mín sannfæring,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, at- vinnumálafulltrúi Akureyrarbæjar. Hún segir að atvinnulíf á Akureyri sé mjög fjölbreytt og það geri starf sitt spennandi og skemmtilegt. Naustahverfi Nýjasta íbúðahverfi Akureyrar byggist nú upp í landi Nausta. Byggð hefur verið á Naustum frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar og er bæjarins getið bæði í Ljósvetningasögu og Fóstbræðrasögu. Naustahverfi er syðst í bæjarlandinu og mun fullbyggt ná inn að Kjarnaskógi. 52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.