Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Einn maður beið bana í fyrrinótt þegar farandmenn gerðu um 1.500 tilraunir til að fara inn í Ermar- sundsgöngin í frönsku hafnarborg- inni Calais í von um að komast til Bretlands. Frönsk yfirvöld sendu 120 lögreglumenn að göngunum eft- ir að samgöngur um þau höfðu rask- ast vegna málsins. Maðurinn sem lét lífið er talinn vera af súdönsku bergi brotinn og á aldrinum 25 til 30 ára. Hann lést þegar hann varð fyrir flutningabíl, að sögn frönsku lögreglunnar. Alls hafa níu farandmenn beðið bana við göngin á síðustu tveimur mánuðum í tilraunum til að komast til Bret- lands. Natacha Bouchart, borgarstjóri Calais, sagði að um „150 til 200 far- andmenn“ hefðu reynt að komast inn í göngin, hver þeirra nokkrum sinnum. Nóttina áður höfðu farand- menn gert um 2.000 tilraunir til að komast um göngin til Bretlands. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að „nokkur fjöldi“ farandmanna hefði komist með lestum um göngin til Bretlands síðustu daga. „Mikið áhyggjuefni“ Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að um 3.000 farandmenn biðu í Calais eftir tækifæri til að komast til Bretlands. Flestir þeirra eru frá Eþíópíu, Erítreu, Súdan og Afgan- istan. Eurotunnel, fyrirtækið sem rekur göngin, sagði í yfirlýsingu í gær að alls hefðu farandmenn gert um 37.000 tilraunir til að komast inn í göngin það sem af er árinu. Umferð flutningabíla og lestasam- göngur röskuðust vegna málsins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að málið væri „mik- ið áhyggjuefni“. bogi@mbl.is Samgöngur um Ermarsundsgöngin röskuðust vegna tilrauna farandmanna til að komast til Bretlands Níu menn hafa lát- ið lífið við göngin AFP Vilja fara til Bretlands Farandmenn á brú yfir járnbrautarteina nálægt Ermarsundsgöngunum í Calais. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Árásum á byggingar sem hýsa flóttamenn og hælisleitendur hefur fjölgað mjög í Þýskalandi á síðustu mánuðum og fram hafa komið vís- bendingar um að nýnasistar séu að sækja í sig veðrið. Alls voru skráðar 173 árásir á gistiheimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi á fyrstu sex mánuðum ársins og þær voru nær þrisvar sinn- um fleiri en á sama tímabili í fyrra, að sögn þýska innanríkisráðuneytis- ins. Meðal annars hefur verið kveikt í byggingum fyrir hælisleitendur. Alls hafa 150 gistiheimili verið skemmd eða eyðilögð í árásunum það sem af er árinu, að sögn frétta- veitunnar Reuters. Þýska vikuritið Spiegel segir að ráðist sé á gistiheimilin nánast dag- lega og blaðið hefur eftir yfirmanni í þýsku ríkislögreglunni að enn fleiri árásir kunni að hafa verið gerðar vegna þess að margir flóttamenn séu tregir til að leita til lögreglunnar. Joachim Gauck, forseti Þýska- lands, fordæmdi árásirnar nýlega og sagði að þær væru „viðbjóðslegar“. Heiko Maas, dómsmálaráðherra og einn forystumanna Jafnaðarmanna- flokksins (SPD), hefur sagt að árás- irnar séu „atlaga að þýska samfélag- inu“. „Hefur ljóti Þjóðverjinn snúið aftur?“ Spiegel segir að þótt sumir stjórn- málamenn hafi varað við þessari þró- un hafi aðrir kynt undir ólgunni í samfélaginu vegna fjölgunar hælis- leitenda. Þeirra á meðal sé Horst Seehofer, formaður Kristilega sósíalsambandsins (CSU), systur- flokks Kristilegra demókrata (CDU) í Bæjaralandi, sem hafi haldið uppi harðri gagnrýni á „stórfellda mis- notkun á hælisleitendakerfinu“. Blaðið segir að það sé gömul klisja að flestar árásanna á útlendinga í Þýskalandi eigi sér stað í sambands- löndum sem tilheyrðu Austur- Þýskalandi fyrir endursameiningu landsins árið 1990. Að vísu sé rétt að árásunum hafi fjölgað þar síðustu misseri en það eigi einnig við um sambandslönd í vesturhlutanum. Til að mynda hafi verið kveikt í gisti- heimilum fyrir hælisleitendur í Bæj- aralandi og Rheinland-Pfalz. „Þetta vekur óhjákvæmilega spurninguna: Hefur „ljóti Þjóðverj- inn“ snúið aftur?“ segir Spiegel. Nýlega var skýrt frá því að skráð- um árásum pólitískra öfgamanna á flóttamenn og hælisleitendur hafi fjölgað um 24% í Þýskalandi á síð- asta ári, að sögn AFP. Alls voru þá skráðar 990 árásir á hælisleitendur. „Hatur og árásir á flóttafólk og hælisleitendur eru skammarlegar,“ hefur fréttaveitan eftir Thomas de Maizière, innanríkisráðherra og ein- um forystumanna Kristilegra demó- krata. Árásum á flóttafólk fjölg- ar í Þýskalandi  Ráðist er á þýsk gistiheimili fyrir hælisleitendur nánast daglega AFP Ólga Þjóðernissinnar mótmæla fjölgun hælisleitenda í Dresden. Hælisleitendum fjölgar » Þjóðverjar tóku við 200.000 hælisleitendum á síðasta ári og gert er ráð fyrir að allt að 450.000 manns sæki um hæli í Þýskalandi í ár. » Talið er að kostnaðurinn vegna hælisumsóknanna tvö- faldist í ár. Hann nam 2,2 millj- örðum evra (325 milljörðum króna) á síðasta ári og gert er ráð fyrir að hann aukist í fimm milljarða evra (740 ma. kr.). Kristján Jónsson kjon@mbl.is Cecil var 13 ára og í miklu uppáhaldi í Hwange-þjóðgarðinum í Simbabve enda þótt ekki væri auðvelt að vingast við þetta glæsilega karl- ljón með dökka makkann. Ferða- menn voru mjög hrifnir af dýrinu. En nýlega svalaði bandarískur tannlæknir, Wal- ter James Pal- mer, frá Minne- sota, veiðiþörf sinni með því að skjóta ör í Cecil. Tveir aðstoðar- menn hans frá Simbabve fengu greitt sem svarar um sjö milljónum króna fyrir hjálpina en þeir lokkuðu Cecil út fyrir þjóðgarðinn. Annar þeirra skaut síðan ljónið til bana með byssu eftir um 40 klukkustunda eftirför. Sjálfur segist Palmer iðrast þess að hafa tekið þátt í drápinu. „Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en eftir ferðina að ljónið sem ég skaut væri þekkt og mikið eftirlæti á staðnum, væri með hálskraga vegna rannsókna,“ segir hann. „Ég treysti því að leiðsögumenn mínir væru fag- menn og tryggðu að veiðin væri lög- leg.“ Mennirnir fláðu dýrið og skáru af því hausinn, einnig reyndu þeir að eyðileggja GPS-hálskragann sem var notaður í rannsókn er Oxford- háskóli studdi. Mál Cecils hefur valdið hneykslun víða um heim, dýravinir og frægð- arfólk af ýmsu tagi hafa fordæmt tannlækninn. Fólk hefur hellt sér yf- ir lækninn í athugasemdakerfum netsins. „Skammastu þín fyrir að drepa tígulegt dýr,“ sagði einn. Sjónvarpskonan Sharon Osbourne sagðist vilja að Palmer missti bæði heimili sitt, starfið og alla pen- ingana. Hann væri þegar búinn að „glata sál sinni“. Annar sagðist vilja vilja hefna Cecils með því að draga allar tennurnar úr Palmer, án deyf- ingar. Segja að ungar Cecils muni líka týna lífinu Leiðsögumenn hans, veiðimað- urinn Theo Bronchorst og bóndinn Honest Trymore Ndlovu, verða báð- ir dregnir fyrir dómara og mega bú- ast við háum sektum. Og yfirvöld í Simbabve segjast vilja yfirheyra Palmer vegna rannsóknar málsins. Annað sem hryggir menn er að dýrafræðingar segja að nú muni næsta karlljón í goggunarröðinni, Jeríkó, drepa alla unga Cecils. Karl- ljón vilji alltaf reyna að tryggja að þeirra eigin ungar hafi forgang. AFP Hvíld Cecil með einni af unnustum sínum í Hwange-þjóðgarðinum í Simbabve. Cecil er ákaft syrgður og þeir sem drápu hann fordæmdir enda villidýraveiðar varla jafn vinsælar og fyrr á öldum. Tannlæknir fordæmd- ur fyrir að drepa ljón  Cecil var víðfrægur íbúi þjóðgarðs í Simbabve Palmer segist iðrast þess mjög að „ástin á dýraveiðum sem ég stunda af ábyrgð og með lög- mætum hætti“ skuli hafa orðið til þess að ljónið var drepið. En fram kemur í frétt CNN að Palm- er hafi áður lent í vanda vegna ólöglegra veiða. Hann hafi fyrir nokkrum árum verið dæmdur í árs fangelsi, skilorðsbundið, fyr- ir að drepa án leyfis svartbjörn með boga í Wisconsin. Drap björn ÁÐUR VERIÐ Í VANDA Walter Palmer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.