Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn eru af-leiðingarog auka- verkanir grísku „lausnarinnar“ að koma í ljós, þar sem Grikkjum er haldið föngn- um innan evrusvæðisins, of- urseldum valdi lánardrottna sinna. Og ekki eru öll kurl komin til grafar, ef marka má upptöku sem lekið var á mánudaginn, þar sem Yanis Varoufakis, fyrr- verandi fjármálaráðherra Grikklands, greindi hópi fjár- festa frá því að undirbúningur hefði verið langt kominn innan gríska fjármálaráðuneytisins á því að taka upp nýja mynt, ásamt því sem öðru bankakerfi hefði verið komið á fót til hliðar við hitt, þar sem ráðuneytið hefði gert ráð fyrir því að evr- ópski seðlabankinn myndi loka grísku bönkunum. Þá hefði allur undirbúning- urinn þurft að fara leynt, svo að þríeykið kæmist ekki á snoðir um hann. Ummæli Varoufakis hafa valdið mikilli ólgu heima fyrir og hafa pólitískir andstæðingar hans krafist þess að kannað verði hvort aðgerðir hans hafi brotið í bága við lög. Gæti það jafnvel farið svo að Varoufakis muni þurfa að sæta ákæru um landráð vegna gjörða sinna. Á móti segir hann, með nokkrum rétti, að hann hefði verið að vanrækja skyldur sín- ar, hefði hann ekki í það minnsta gert ráð fyrir þeim möguleika að Grikkir þyrftu að skipta um mynt með nokkru hraði. Eitt af því sem Varoufakis hélt fram á upptökunni var að menn á hans vegum hefðu þurft að brjótast inn í tölvukerfi gríska skattsins til þess að fá þær upplýsingar sem þurfti til þess að bankakerfi Grikklands hefði getað starfað áfram undir hinum nýja gjaldmiðli. Ástæð- an fyrir því, að sögn Varoufak- is, var sú að þríeykið var búið að taka yfir hluta af tölvukerfi ráðuneytisins og í raun stjórn skattstofunnar. Evrópusambandið hefur mótmælt orðum Varoufakis og sagt að framkvæmdastjórnin og evrópski seðlabankinn hafi eingöngu veitt skattstofunni „tæknilega aðstoð“, en alls ekki tekið yfir rekstur hennar. Og er ekki að undra, því að ef orð Varoufakis eru staðreyndum bundin, þýðir það nánast for- dæmalaus inngrip utanaðkom- andi aðila í stjórn fullvalda rík- is. Það verður því forvitnilegt að sjá hver framvinda þessa máls verður, en uppljóstranir Varou- fakis hafa allavega varpað nokkru ljósi á það hvaða vara- áætlanir grísk stjórnvöld höfðu hugsað sér að grípa til, áður en Tsipras missti kjarkinn. Hefði verið hægt að fara aðra leið í Grikklandskrísunni?} Varoufakis varpar sprengjum Mikil refsigleðiríkir í banda- ríska réttarkerfinu og hafa margir mátt þola mikið ranglæti hennar vegna auk þess sem stefnunni fylgir óhóflegur kostnaður. Fyrir nokkrum ára- tugum var svipað hlutfall þjóð- arinnar í fangelsi í Bandaríkj- unum og á öðrum Vesturlöndum, um 0,2%. Nú er svo komið að í Bandaríkjunum eru vel yfir tvær milljónir manna, eða um 0,7% þjóð- arinnar, í fangelsum. Þessi þróun hefur gerst með aukinni áherslu á lágmarksrefs- ingar og langa fangelsisvist, jafnvel þannig að brjóti menn af sér, þótt smávægilega sé, þrisv- ar sinnum, þá geta þeir átt yfir höfði sér lífstíðardóm. Nú virðast viðhorfin í banda- rískum stjórnmálum vera að breytast og samstaða mögulega að nást á þingi um að minnka refsigleðina með það fyrir aug- um að fækka þeim sem sitja á bak við lás og slá. Barack Obama vakti athygli á dög- unum með því að heimsækja fangelsi og tala gegn núver- andi ástandi. Ekki skiptir minna máli að forystumenn á þingi, svo sem forseti fulltrúadeildarinnar, repúblikaninn John A. Boehner, og Charles E. Grassley, repú- blikani og formaður dómsmála- nefndar öldungadeildarinnar, vilja beita sér fyrir því að minnka refsigleði og fækka föngum. Sá síðarnefndi hyggst leggja fram frumvarp með stuðningi beggja flokka fyrir sumarfrí þingsins í ágúst. Vonandi tekst bandarískum þingmönnum að ná saman um lagabreytingar sem geta orðið til þess að fækka föngum þar í landi og færa refsingar í eðli- legra horf. Að vísu er hætta á að fyrirhugaðar lagabreytingar verði útvatnaðar þegar og ef þær ná fram að ganga, en við- horfsbreytingarnar skipta máli þó að óvíst sé að vandinn verði lagfærður í einu skrefi. Land hinna frjálsu á ekki að leggja ofuráherslu á að fangelsa íbúana} Ranglát refsigleði É g hallast að því að við höfum skapað samfélag sem metur ár- angur og velgengni í peningum nú þegar hin árlega tekju- keppni er hafin. Það er enginn maður með mönnum nema vera á listanum yfir tekjuhæstu Íslendingana. Álagningar- skrá ríkisskattstjóra er kærkominn efniviður að moða úr fyrir fjölmiðla landsins þegar hálfgerð fréttaþurrð ríkir auk þess að vera beinlínis tekjuskapandi fyrir suma útgef- endur. Sjálfsagt eru einhverjir sem eru von- sviknir yfir að nafn þeirra rati ekki á listana og svo eru líklega aðrir sem þakka sínum sæla fyrir að nafn þeirra er fjölmiðlafólki ekki ofarlega í huga. Í fallvaltri veröld peninganna eru sumir sem aldrei hafa áður verið nefndir komnir á toppinn á meðan aðrir sem áður spiluðu í úrvalsdeild komast ekki einu sinni á blað. Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins ætlar að gera aðra tilraun til að leggja fram frumvarp sem takmarka mun möguleika á að birta upp- lýsingar um áætlaðar tekjur einstaklinga líkt og verið hefur síðustu árin. Í mínum huga togast á tvö sjónarmið varðandi birt- ingu þessara upplýsinga. Annars vegar vil ég búa í gagn- sæju og upplýstu samfélagi þar sem allt er upp á borðum og þar með tekjur einstaklinga og fyrirtækja. Það ætti að hvetja til meira réttlætis í samfélaginu. Hins vegar finnst mér að tekjur séu persónulegar upplýsingar sem engum koma við. Líkt og mér finnst að fæðingardagur og ár ættu að vera, en mér er ekki leyft að hafa þær upp- lýsingar fyrir mig sjálfa því kennitöluna þarf að gefa öllum sem spyrja. Það þekkist vel í sögunni að það má hafa betri stjórn á lýðnum ef honum er haldið óupplýstum. Það getur verið vopn atvinnu- rekenda að halda launum leyndum. Á meðan enginn getur borið sig saman við annan er hægt að halda launum í lágmarki. Tekjulist- arnir geta því vegið þungt í kjarabaráttu margra. En kjarabaráttan er ekki bara hjá þeim lægst launuðu sem geta bent á að laun þeirra séu einungis 10% af launum æðsta stjórnandans. Ósáttur forstjóri með 3 millj- ónir króna á mánuði getur bankað upp á hjá sinni stjórn og bent á annan forstjóra sem fær 4 milljónir á mánuði og farið fram á að fá milljón meira. Það er misjafnt mannanna böl. Birting listanna beinir kastljósinu að ein- staklingum sem margir eru forvitnir um og vilja fá að vita hvernig þeim hafi tekist að skapa svo miklar tekjur að háar fjárhæðir renni í sameiginlega sjóði. Sumir segja að upplýsingarnar ali á öfund og skapi úlfúð í þessu litla 330 þúsund manna samfélagi sem Ísland er. Við vitum þó hverjir auðjöfrar Íslands eru hverju sinni, allavega þeir sem eru með heimilisfestu hér á landi. Rökin um upplýst samfélag finnst mér vega mjög þungt í þessu tilliti. Því er ég ekki viss um að frumvarp þingmannsins fái hljómgrunn á Alþingi. Eigum við ekki bara að gleðjast með öllu þessu há- launafólki sem leggur vonandi sitt til samfélagsins án þess að kveinka sér undan þeim greiðslum? Kannski eru sumir jafnvel stoltir af framlagi sínu. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Hvað áttu mikið af peningum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Nýr hugbúnaður í bráðaþjónustu FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Eldra fólki sem sækir sérlæknisþjónustu á bráða-móttöku og bráðadeildirLandspítalans fjölgar stöðugt. Það er í takt við aukinn fjölda eldra fólks hér á landi. Til að unnt sé að sinna þessum hóp betur þarf að koma til móts við fjölbreyttar þarfir hans og því er verið að vinna að þróun nýs hugbúnaðar sem og að endurbæta verkferla innan Land- spítalans. Eldra fólk glímir oft við fjöl- þættan vanda, t.d. við aldurstengdar breytingar, fjölda langvinna sjúk- dóma, tekur oft inn fjölda lyfja og býr við færnitap sem getur hvort tveggja verið líkamlegt og andlegt svo dæmi séu tekin. Til allra þessara þátta þarf að líta þegar eldra fólk sækir sér læknisaðstoð á heildrænan hátt. Hugbúnaðurinn sem um ræðir verður notaður til skimunar og við mat á heilsufari auk mats á þjónustu- þörf. Reiknað er með því að hugbún- aðurinn verði tilbúinn og kominn í notkun á Landspítalanum eftir tvö ár. Þetta er þróunarverkefni í sam- starfi við framkvæmdastjóra flæði- sviðs Landspítala, hugbúnaðarfyrir- tækisins Stika ehf. og Tækni- þróunarsjóðs Rannís. Hugbúnaðurinn er staðfærður fyrir heildrænt öldrunarmat og var þróað- ur af vísindamönnum innan Int- erRAI. Það er alþjóðlegur fé- lagsskapur vísindamanna án hagnaðarsjónarmiða, sem hefur beitt sér fyrir þróun matstækja sem nýta má á öllum sviðum heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu fyrir eldra fólk og fólk með langvinna sjúkdóma óháð aldri. Heildarsýn á heilsu fólks Með heildrænu öldrunarmati við komu á bráðamóttöku fást upplýs- ingar og heildarsýn um heilsu á mörgum sviðum í tölulegu formi. Út frá niðurstöðu matsins eru metin lík- indi á mismunandi útkomu ein- staklinganna í kjölfar veikinda, svo sem þörf fyrir endurteknar innlagnir á sjúkrahús og dvöl á hjúkrunar- heimili. Við mismunandi líkur á út- komu verða síðan tengd úrræði sem segja má að séu annars konar afurð verkefnisins en það eru skýr og jafn- vel ný þjónustuferli til að vinna eftir á bráðamóttöku og legudeildum Landspítalans. Með fyllri upplýs- ingum, s.s. sjúkrasögu, um lyfjanotk- un og búsetuhætti, næst nákvæm greining á heilsu, færni og að- stæðum, sem nauðsynleg er til að einstaklingar fái rétta meðferð og á réttum tíma. Markmiðið er að gera þjón- ustuna markvissa, skilvirka og hag- kvæma á sama tíma og gæði þjónust- unnar og árangur í umönnun langveikra eldri skjólstæðinga Land- spítalans eru metin. Flestir þeirra sem nýta sér heil- brigðisþjónustu almennt, bæði á heilsugæslustöðvum, sérfræðilækna- þjónustu og á sjúkrahúsum, eru aldr- aðir. Morgunblaðið/Golli Þjónusta Hugbúnaður í bráðaþjónustu mun auðvelda þjónustu við aldraða. „Stiki hefur um 16 ára skeið þróað hug- búnað af þessu tagi til að meta heilsufar og gæði heilbrigð- isþjónustu í samstarfi við þá sem þjón- ustuna veita á hjúkrunarheimilum í heimahjúkrun og heimaþjónustu svo og á geð- sviði. Við þróun hugbúnaðar hafa samstarfsaðilar verið Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið, Landspítali, velferðarsvið Reykja- víkurborgar, dvalar- og hjúkrunar- heimili og aðrar heilbrigðisstofn- arnir um land allt,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, stjórnar- formaður Stika, og tekur fram að upplýsingarnar verði verndaðar samkvæmt persónuverndarlögum. Hún bendir á að ný og aukin tækni geti bætt stöðuna mikið. Nútímavæðing heilbrigðisgagna þar sem hægt sé að gera þau að- gengilegri fyrir heilbrigðisstarfs- fólk breyti miklu. Hún nefnir að einn af kostunum við þetta kerfi, fyrir utan að fylgj- ast náið með hvað virkar fyrir ein- staklinginn, sé að þarna safnast saman fyllri tölulegar upplýsingar sem rannsóknargrunnur sem hægt er að rýna í og vinna frekar úr í framtíðinni. Upplýsingar verndaðar HUGBÚNAÐARÞRÓUN Í HEILBRIGÐISKERFINU Svana Helen Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.