Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 66

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 66
ÚTIVISTog hreyfing É g hef eiginlega verið að veiða síðan ég man eftir mér og hef sjálfsagt verið farinn að veiða þegar ég var um 8 ára gamall,“ segir Guðmundur að- spurður um hvaðan honum kemur veiðiáhuginn. „Maður er nú einu sinni kominn af sjálfum Jörundi Há- karlabana svo maður verður að standa undir nafni sem veiðimaður,“ bætir hann við. „Annars man ég ekki svo vel hvenær nákvæmlega ég fékk veiðibakteríuna. Sjálfsagt er það bæði af því að ég var bók- staflega farinn að veiða áður en ég man eftir mér, og svo er það bara þannig að þegar maður er að veiða með stöng í hendi þá fer maður bara í eitthvert „blackout“, einhvers konar algleymi og man ekki endi- lega allt eftirá. Þannig voru fyrstu skiptin sem ég veiddi í Þingvalla- vatni. Þá var maður að veiða murtur í tómri alsælu.“ Tærleikinn í veiðinni Guðmundur á sér ýmsa uppá- haldsstaði þegar kemur að því að renna fyrir fisk en Norður- og Aust- urland eru í hvað mestum metum hjá honum. En hvað er það ná- kvæmlega – þegar kjarninn er skil- inn frá hisminu – sem heillar svona sterklega við stangveiðina? Guð- mundur hugsar sig um stund- arkorn. „Flesta daga ársins, í vinnunni, er ég á þönum að fást við marga hluti í einu. En þegar ég er að veiða þá er ég bara að gera þann tiltekna hlut, niðursokkinn og einbeittur. Svo er auðvitað í þessu tenging við frum- manninn í okkur, að leyfa veiði- mannseðlinu að njóta sín. En svo er maður sleppandi fengnum svo það er sjálfsagt ekki alveg í takt,“ bætir hann við og hlær. „En það er þessi hreini einfaldleiki við veiðarnar sem heillar, þetta er eitthvað svo „pure“ athöfn. Mér finnst það mjög fínt, sko. Svo er félagsskapurinn líka stórt atriði, ég fer náttúrlega að veiða með nokkrum af skemmtileg- ustu mönnum landsins og Bjarni snæðingur, matreiðslumeistari á BSÍ, er þar einna fremstur í flokki enda líklega skemmtilegasti maður í heimi. Með hann í ferðinni má búast við uppistandi klukkan hálfsjö á morgnana og svo er bara gaman yf- ir allan daginn.“ Guðmundur bætir því við að reyndar sé Bjarni að mestu hættur veiðunum en sleppi því samt ekki að koma með því stemningin sé ávanabindandi og í staðinn gegni hann hlutverki bryta sem eldi ofan í mannskapinn og skemmti þess á milli. „Það er ekki ónýtt að hafa slíkan mann með í för,“ segir Guðmundur. Bjarni snæðingur er greinilega maður sem munar um. Að eigin sögn er Guðmundur ekki ýkja mikill græjukall þegar kemur að laxveiði og hann kýs að notast við einhendu, sem gefur kost á auknum hreyfanleika á bakkanum. „Ég tengi ekkert sérstaklega við það að missa sig í allskonar flóknum og dýrum útbúnaði þegar kemur að veiðinni, þó ég skilji alveg þá sem það gera því það er bæði auðvelt og fljótgert að missa sig í dýru dóti fyrir þetta sport. En það eru til dæmis ekki nema þrjú ár síðan ég uppfærði stöngina mína, og hafði þá verið með 20 ára gamla stöng frá pabba. Ég fann alveg þokkalegan mun á því að vera kominn með nýja stöng, það viðurkennist alveg, en það hefur aldrei verið aðalatriðið hjá mér í veiðinni að gleyma mér í græjunum.“ Ekki mikil veiðihjátrú – og þó! Flestir sem hafa farið í lax oftar en einu sinni hafa tamið sér ein- hvers konar helgisiði eða hjátrú þegar kemur að veiðinni. Gamli veiðihatturinn verður að vera með og mun aldrei uppfærður, það þarf að loka skottinu þrisvar þegar bún- aðurinn er tekinn út ellegar jafnvel að flugunni skal dýft í Jägermeister áður en kastað er, eins og lands- þekkt tískudrottning og kaupmaður hefur gert með glimrandi árangri. Guðmundur segist fyrst í stað ekki hafa tamið sér neina vana eða hjátrú af þessu tagi en við nánari umhugsun rifjast engu að síður eitt og annað upp fyrir honum. „Ég hef það fyrir vana að labba mig niður að vatnsborðinu áður en veiði hefst og eiga þar svolítið móment. Ætli það megi ekki segja að ég fari með stutta bæn? Allavega er ég bara að sýna veiðistaðnum smá auðmýkt og þakka fyrir mig, því það er þakk- arvert að fá að veiða á góðum stöð- um hér á landi. Hér eru bestu lax- veiðistaðir í heimi, það er ekki flóknara.“ Var ekki gamla kempan Eric Clapton einmitt á sama máli? Í framhaldinu nefnir Guðmundur líka að það þarf alltaf og undantekn- ingarlaust að stoppa í Geirabakaríi í Borgarnesi og kaupa ástarpunga þegar haldið er í veiði. „Þegar ég spái betur í þetta þá fatta ég að eig- inlega hefur allt sem maður hefur einu sinni gert undið upp á sig og orðið að hefð. Við erum líka yfirleitt farnir að leggja degi fyrr af stað til að geta afgreitt alla föstu liðina og öll þessi litlu „ritúöl“ sem þarf að af- greiða áður en veiði hefst. Maður er greinilega að kafna í vana og hjátrú,“ segir hann og hlær við. Hætti að drekka, hóf að veiða Það eina sem Guðmundi finnst skyggja dálítið á gleðina við laxveiði hérlendis er hvað sumarið er stutt. En í staðinn rennir hann fyrir fisk af þeim mun meiri krafti til að fá sem mest út úr tímabilinu. Eins og alkunna er getur kostað sitt að stunda laxveiði á góðum stöðum en Guðmundur gerir ekki mikið úr því. „Ég hætti að drekka fyrir nokkr- um árum og nú nota ég bara drykkjupeningana til að fara í veiði,“ segir hann kankvís. „Það má segja að ég hafi skipt út einni fíkn fyrir aðra og það er hægt að vera með verri fíkn en laxveiði, það er al- veg klárt. Það var því í alla staði fín ákvörðun fyrir mig að hætta að drekka.“ Af nógu er að taka þegar talið berst að eftirminnilegum rimmum við að landa laxi en ein stendur þó upp úr, þegar Guðmundur er inntur eftir einni góðri. „Strákurinn hafði smitað mig af skæðri magakveisu rétt fyrir ferð og fyrstu þrjá dagana af fjögurra daga veiðitúr lá ég bara milli þess sem ég brá mér á sal- ernið. Á fjórða degi fór ég loks á stjá og niður að á, gersamlega orð- inn tómur og allur frekar rýr eftir pestina. Ég setti í fisk og þar sem mér fannst ég svo gersamlega kraftlaus taldi ég víst að um ein- hvern smáfisk væri að ræða. Engu að síður reyndist fiskurinn 97 senti- metra hængur þegar ég landaði honum og eiginlega mesta furða að hann skyldi ekki draga mig út í á því mér fannst ég engan veginn til stórræðanna þegar ég hóf veiðina. En þessi fengur gladdi óneitanlega eftir þrjá glataða daga.“ Á stefnuskrá Guðmundar er svo að veiða í tveimur ám í norðaust- urhluta landsins sem hann hefur enn ekki reynt þrátt fyrir að eiga ættir að rekja norður í land. Það eru Laxá í Aðaldal og Selá. „Það eru þessir tveir stóru reitir sem ég á eftir að haka í, og ég hlakka mikið til að fara þangað og veiða.“ jonagnar@mbl.is Það eru til verri fíknir en þessi Stórfiskur Guðmundur hampar hér kampakátur spikfeitri 92 sentimetra hrygnu fyrr í mánuðinum, á góðum stað í Norður-Þingeyjarsýslu.  Stangveiði er sívinsælt sport og þeir sem taka sér stöng í hönd og renna fyrir fisk fá oftar en ekki snert af veiðibakteríunni  Svo er því farið með Guðmund Jörundsson fatahönnuð – stangveiðin er stóra ástin í lífi hans Morgunblaðið/Styrmir Kári Veiðimaður Guðmundur Jörunds- son hefur veitt frá því hann man.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.