Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 72

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Þ ríþrautarfólk æfir nú af kappi fyrir Járnmanninn sem haldinn verður í Kjós laugardaginn 8. ágúst nk., en þar verður í fyrsta sinn hérlendis í hálfum járnkarli synt í stöðuvatni í stað sundlaugar. Í Járnmanninum synda kepp- endur 1,9 km í Meðalfellsvatni, hjóla 90 km í Hvalfirðinum og hlaupa 21,1 km í Kjós- arskarðinu. Mikil eftirvænting ríkir á meðal keppenda vegna þátttöku Ástralans Chris „Macca“ McCormack, en hann er einn þekkt- asti þríþrautarmaður í heimi og hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í Ironman. Járnmaðurinn er haldinn af Þríkó, Þrí- þrautarfélagi Kópavogs, og búist er við harðri keppni, að sögn Viðars B. Þorsteins- sonar, eins skipuleggjenda, en hann er einn besti þríþrautarmaður landsins og æfir sjálf- ur stíft fyrir keppnina í Kjós. „Við erum mjög spennt að fá Macca í Járnmanninn en auk hans kemur erlendis frá Bretinn Nick Saunders, fyrrum atvinnumaður í þríþraut og nú þjálfari. Þeir tveir gefa Járnmanninum ákveðna vigt og setja góða pressu á okkur hin, keppendurna frá Íslandi.“ Kjöraðstæður í Kjós Aðspurður segist Viðar hafa stundað hjólreiðar og hlaup um árabil en byrjað að æfa þríþraut fyrir um fimm árum. „Ég keppti í fyrsta sinn 2010 í Kópavogsþríþraut og ári seinna stofnuðum við nokkrir félagar Þríkó, sem er orðið stærsta þríþrautarfélag landsins með um 90 iðkendur. Ég hef tekið þátt í þrí- þrautarkeppnum víða erlendis, meðal annars í Þýskalandi, Svíþjóð, á Bretlandi og Hawaii. Síðustu árin hef ég keppt minna á Íslandi í þríþraut en aftur á móti hef ég keppt töluvert hér heima í greinunum þremur, hverri fyrir sig.“ Hugmyndin að Járnmanninum í Kjós kviknaði hjá Viðari. „Ég hef mjög sterkar taugar til Kjósarinnar því ég var þar mikið sem barn í sumarbústaðnum hjá afa og ömmu. Undanfarin tvö ár hefur Þríkó haldið þarna styttri þríþrautarkeppnir til að prófa svæðið og þykir það henta mjög vel fyrir þrí- þraut. Meðalfellsvatn er tært og ekki of kalt og Hvalfjörðurinn er heppilegur, þar er gott slitlag á vegum og lítil bílaumferð. Flestar þríþrautarkeppnir á Íslandi hafa verið haldnar í nágrenni við sundlaugar, sem takmarkar mjög hjólaleiðir. Það er heldur ekki það sama að synda í sundlaug og stöðu- vatni eða sjó; í öllum alvöru þríþrautum er- lendis er synt í sjónum eða í vatni enda er kuldinn ekki vandamál þar. Keppnissvæðið er jafnframt fallegt og ekki of langt frá höf- uðborginni og þar er gott kaffihús, Kaffi Kjós. Það er því tilvalið fyrir áhugafólk um íþróttir og útivist að skreppa í laugardags- bíltúr 8. ágúst, fylgjast með keppninni og fá sér kaffi og vöfflur.“ Ísland í sviðsljósinu Fjöldi manns hefur þegar skráð sig til keppni í Járnmanninum og enn bætist í hóp- inn, að sögn Viðars. Hægt er að skrá sig í liðakeppni og til viðbótar við þríþraut verður boðið upp á tvíþraut; sund-hjól eða hjól- hlaup. „Vegalengdir eru þær sömu nema keppendur geta valið að sleppa annaðhvort hlaupi eða sundi. Keppt er í ákveðnum ald- ursflokkum og rétt er að undirstrika að leyfi- legt verður að synda í neoprene-sokkum.“ Hann segir komu Chris McCormack vera mikla lyftistöng fyrir Járnmanninn. „Macca er einn besti þríþrautarmaður allra tíma og þátttaka hans mun vekja athygli um allan heim og beina kastljósinu að Íslandi. Í nýlegu viðtali við hið víðlesna tímarit LAVA Magazine segir Macca sig lengi hafa dreymt um að heimsækja Ísland og Járnmaðurinn sé frábært tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi – keppa í þríþraut á framandi slóðum og skoða landið með fjölskyldunni.“ Viðar bendir á að erlendu þríþrautarfólki finnist spennandi að keppa á Íslandi. „Við munum nýta okkur þessa miklu auglýsingu í LAVA Magazine, í tengslum við komu Macca hingað, til að byggja upp alþjóðlega keppni sem mun vonandi laða að fjölda erlendra keppenda næsta sumar og fleiri hundruð þátttakendur innan fárra ára. Kjósarsprett- urinn 2014 heppnaðist gríðarlega vel, enda þótt vegalengdir væru styttri en í keppninni nú, og draumurinn er að geta boðið upp á heilan járnkarl á þessu fallega svæði þar sem synt er í tæru stöðuvatni í fögru umhverfi og hjólað og hlaupið í friðsælli sveit.“ Markviss undirbúningur Spurður nánar út í keppnisgreinina í al- þjóðlegu samhengi segir Viðar þríþraut hafa vaxið hraðast allra íþróttagreina síðastliðin ár, hún eigi auknum vinsældum að fagna um allan heim. „Þríþraut er líka vinsæl á Íslandi en hún hefur þó staðið í stað frá 2013 þar sem iðkendum hefur ekki fjölgað að neinu marki. Aftur á móti er ein keppnisgreinin, hjólreiðar, í örum vexti hér heima.“ Hann segir alla geta æft þríþraut, hún sé ekki bundin við afreksfólk á sviði íþrótta. „Það þarf ekki þrotlausar æfingar en til að ná árangri í styttri og lengri vegalengdum er samt nauðsynlegt að æfa töluvert. Sjálfur æfi ég 10 til 25 klukkustundir á viku, og syndi þá bæði í sundlaug og í sjónum, en það er vel hægt að komast af með 6 til 10 klukkustundir í viku hverri. Ég er sterkari í sundi og á hjól- inu og hef því einbeitt mér að því síðustu mánuði að styrkja mig í hlaupunum með ágætum árangri. Ég byrjaði að æfa fyrir Járnmanninn í maí og nú er undirbúningurinn að ná há- marki. Síðustu daga fyrir keppni dreg ég markvisst úr álaginu og lykilatriði er að fá nægan svefn, það skiptir sköpum að mæta vel hvíldur til leiks. Það er sömuleiðis mik- ilvægt að passa upp á mataræðið, hafa það fjölbreytt, og ég á auðvelt með að halda mig við hollt fæði enda finnst mér það best. Auð- vitað er það viss áskorun að flétta miklar æf- ingar saman við fjölskyldulíf og vinnu en ef maður skipuleggur sig, fer eldsnemma á fæt- ur og notar morgnana vel, þá bitnar það ekki á öðrum.“ Sjá nánar: www.jarnmadurinn.is Etja kappi við heimsmeistarann  Járnmaðurinn, sem haldinn verður í Kjós 8. ágúst, er fyrsta keppnin hér á landi í hálfum járnkarli þar sem synt er í stöðuvatni  Meðal þátttakenda er ástralski íþróttakappinn Chris „Macca“ McCormack  Hann hefur tvívegis hampað heimsmeistaratitlinum í Ironman og er í hópi bestu þríþrautarmanna heims Getty Images Heimsmeistari Chris Macca McCormack frá Ástralíu tekur þátt í Járnmanninum. Ljósmynd/PE Productions. Kastljósið „Þátttaka Macca, eins fremsta þríþrautarmanns heims, mun vekja athygli um allan heim,“ segir Viðar B. Þorsteinsson, sem hér sést að lokinni keppni í Ironman á Hawaii í fyrra. Ljósmynd/Páll Gestsson Járnmaðurinn Keppendur synda 1,9 km í Meðalfellsvatni, hjóla 90 km í Hvalfirðinum og hlaupa 21,1 km í Kjósarskarðinu. ÚTIVIST og hreyfing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.