Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ Elsa Árnadótt-ir fæddist í Bolungarvík 29. júlí 1930. Hún lést á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík 23. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Árni Elías- son og Auður Sig- ríður Hjálmars- dóttir. Elsa ólst upp hjá móður- foreldrum sínum, Hjálmari Þorsteinssyni og Guðbjörgu Rannveigu Sigurðardóttur. Systkini Elsu sammæðra eru Gústaf Ólafsson, f. 1934, Hall- bera Ólafsdóttir, f. 1936, d. 2012, og Gísli Hjálmar Ólafs- son, f. 1937. Samfeðra Kristinn Guðmundur Árnason, f. 1934, d. 2011. Kristin og Bryndísi Elsu. Auði Sigríði, f. 1961, maki Kristinn Sigurðsson, eiga þau soninn Sigurð Smára, eignaðist hún soninn Magnús Atla með Sig- urði Hafberg og á hún tvö barnabörn. Rögnu Jóhönnu, f. 1965, gift Jóni Bjarna Geirs- syni, eiga þau þrjú börn Andra, Elsu og Lilju og tvö barnabörn. Elsa hafði mikinn áhuga á garðrækt og lagði nótt við dag til að gera garðinn við Mið- strætið sem fegurstan. Blóma- skrúðið í garðinum var með eindæmum og hún ein gat látið sjaldgæfar blómategundir lifa í þeim veðurskilyrðum sem jafn- an eru fyrir vestan. Elsa hafði mikinn áhuga á hvers kyns handavinnu og listaverkin liggja eftir hana víða. Hún hafði einnig mikið dálæti á matargerð. Útför Elsu fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag, 30. júlí 2015, kl. 14. Elsa eignaðist tvö börn með Gunnari Rós- mundssyni, þau Gylfa, f. 1946, d. 2010, eignaðist hann soninn Hauk með Kolbrúnu Helgu Hauksdóttur og tvö barnabörn. Valgerði, f. 1949, á hún tvær dætur, Agnesi Elsu og Steinunni og sjö barnabörn. Elsa giftist Magnúsi Bjarna Ragnarssyni, f. 27. apríl 1923, d. 27. apríl 2011, hinn 30. júlí 1961 og eignuðust þau þrjú börn, Guðjón Grétar, f. 1956, kvæntur Sopa Thamrongsa- kulsiri, eignaðist hann tvö börn með fyrri konu sinni, Sjöfn Kristinsdóttur, þau Bjarna Mamma naut sín best þegar garðurinn við Miðstrætið var í fullum blóma. Sjaldgæfum teg- undum sem hvergi annars staðar lifðu í Víkinni kom hún til að vaxa með sinni einstöku natni. Garðurinn átti hug hennar allan á sumrin og fékk hún frí frá rækjuverksmiðjunni þar sem hún vann á veturna til að rækta garðinn sinn og hlúa að honum og þar var hún sannarlega á réttri hillu. Mamma var mikil handa- vinnukona og fékk snemma áhuga á hverskyns handverki. Ófá ungmennin voru send til hennar til að læra að prjóna og vinkonum sínum kynnti hún nýj- ustu straumana í hannyrðum. Eftir hana liggja listaverk víða af margvíslegum toga. Mamma hafði unun af eldamennsku og var jafnan fyrst til að prufa nýj- ustu uppskriftirnar. Hún sá til þess að alltaf væri til nóg að borða á heimilinu enda var pabbi mikill matmaður. Kistan sem hann og afi höfðu með sér á sjó- inn var stútfull af krásum sem hún lagði natni í að útbúa, enda fiskuðu þeir jafnan vel og hver veit nema það hafi verið nestinu fína að þakka. Hún fór til berja að hausti og bjó til margvíslegt góðgæti úr þeim sem entist út veturinn. Hún tók mikið slátur og ég man þá hátíð er var í bæ þegar búið var að verka allt það sem nýtilegt var af rollunni og bera það á borð fyrir heimilis- fólkið. Hún var einkar gestrisin og muna margir heimsóknirnar til Elsu. Mamma átti margar góðar vinkonur og brölluðu þær ým- islegt saman og höfðu þær gjarn- an eitthvað á prjónunum. Heyra mátti óminn af hlátrasköllum þeirra vinkvennanna um Víkina á góðum stundum. Þær fóru oft saman í bíó á sínum yngri árum og horfðu þá helst á glæpamynd- ir. Mamma var gefin fyrir hasar og þótti lítið varið í kvikmynd ef enginn lá í valnum á fyrstu fimm mínútunum. Hún og pabbi horfðu alltaf á boxið í seinni tíð og vöktu jafnan heilu og hálfu næturnar því ekki mátti missa af einum einasta bardaga. Mamma var örlát og fannst gaman að gefa. Mér er það minnisstætt þegar hún hafði lok- ið við að útbúa eitthvað gómsætt var ég oftar en ekki send með smakk til vinkvennanna. Ég vissi upp á hár hvar búrið var hjá þeim því þar var súkkulaðið geymt sem ég fékk að launum fyrir að koma með góðgætið frá mömmu. Mamma missti „líf sitt og heilsu“ eins og hún orðaði sjálf þegar pabbi dó fyrir fjórum ár- um. Þá flutti hún á Sjúkraskýlið í Bolungarvík og naut þar góðr- ar aðhlynningar fram á síðasta dag. Þótt hún hafi sent glað- værðina að hluta til með pabba yfir móðuna miklu hélt hún áfram að koma með kómískar athugasemdir svo starfsfólkið á Skýlinu átti erfitt með að skella ekki uppúr þegar gullmolarnir ultu af vörum hennar. Hún gaf lífinu svo sannarlega lit fram á síðustu stund. Mamma var ein af þessum hvunndagshetjum sem stóð sína plikt hvað sem á dundi. Hún var mér ávallt góð og börnunum mínum yndisleg amma og fyrir það ber að þakka á kveðjustund. Nú nýtur hún sín án efa með pabba í blómabreiðunum í Sum- arlandinu góða handan við hæð- ina háu. Mömmu vil ég að endingu þakka góðmennskuna, elskuna og gæskuna sem hún sýndi mér og mínum og bið góðan Guð að blessa minningu hennar. Ragna. Kveðja til ömmu Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín barnabörn, Andri, Þórunn, Elsa, Bjarni, Bryndís og Lilja. Elsa Árnadóttir ✝ Sigurbjörg El-ísabet Guð- laugsdóttir fædd- ist á Borðeyri, Strand., þann 14. september 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 20. júlí 2015. Foreldrar Sig- urbjargar voru Guðlaugur Jóns- son, f. 1. febrúar 1900 og Mar- grét Soffía Ólafsdóttir, f. 25. desember 1895. Systkini Sig- urbjargar voru Böðvar Guð- laugsson, f. 14. febrúar 1922 og Elín Júlíana Guðlaugs- dóttir, f. 14. september 1927. Sonur Sigurbjargar er Grétar Halldórsson, f. 20. nóvember 1952. Sonur hans er Arnaldur Grét- arsson, f. 23. mars 1981. Sigurbjörg ólst upp á Kolbeinsá, Borðeyri og Lyng- holti við Hrúta- fjörð en fluttist ung til Reykjavík- ur. Lengst af hélt hún heimili á Kársnesinu í Kópavogi. Hún starfaði sem saumakona og uppeldis- fulltrúi. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 30. júlí 2015, og hefst at- höfnin kl. 15. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar móðursystur minnar, Sigur- bjargar, sem nú hefur kvatt þennan heim, síðust af þessari kynslóð í okkar fjölskyldu. Það hafa án efa orðið fagnaðarfund- ir hjá ykkur þegar þið öll voruð komin saman á ný. Silla frænka var tvíburasyst- ir móður minnar og var afar kært á milli þeirra þó ólíkar væru, bæði í útliti og fasi. Silla hærri með sitt hrokkna hár og mamma með sitt slétta. Frægt var máltæki mömmu þegar þær voru stelpur: „Ég skal fara með ef Bogga talar,“ en það var Sig- urbjörg oftast kölluð í þá daga. Þegar mamma fór hafði Silla sagt: „Hún var svo góð, ég var alltaf hvassari.“ Henni fannst jafnframt að farinn væri af sér helmingurinn. Silla var sannkallaður klettur í fjölskyldunni. Til hennar var leitað þegar mikið lá við og tók hún þá fumlaust af skarið, hver svo sem málefnin voru. Hún hafði að ég held þá stærstu hjálparhönd sem ég veit um, alltaf boðin og búin og taldi það ekki eftir sér. Segja má að hún hafi oft á tíðum verið okkur eldri systkinum sem staðgengill móður, þar sem ekki var alltaf hægt um vik fyrir mömmu að komast vestan úr Dölum hér áður fyrr. Enda kölluðu börnin okkar hana iðulega ömmu Sillu sem hún kunni bara einkar vel. Synir mínir elskuðu að fara í jólakaffið til hennar og gæða sér á brauðtertunum góðu. Hún var einnig listamaður í köku- gerð og skreytingum þeirra. Ég taldi mig hafa lært þessa list hjá henni en hef aldrei náð hennar færni. Að mörgu góðu bý ég þó sem ég lærði hjá henni, má þar nefna sláturgerð og rifsberjahlaupsgerð. Þegar ég flutti til Reykjavík- ur til skólagöngu urðu þær ófá- ar flíkurnar sem Silla frænka saumaði á mig og seinna meir naut ég aðstoðar hennar við saumaskap. Þær tvíburasystur voru svo einkar laghentar við saumavélina og starfaði Silla að stórum hluta starfsævi sinnar á saumastofum. Ekki má ég gleyma því að það var Silla frænka sem saumaði brúðar- kjólinn minn. Á námsárum mínum fékk ég meðal annars um tíma að búa hjá Sillu frænku og Grétari syni hennar. Þar nutum við Ell- ert sonur minn mikils ástríkis þeirra. Hafðu ævinlega þökk fyrir það. Nú seinni ár hafði ég það hlutverk að sjá um hársnyrt- ingu Sillu og var hún þakklát fyrir það. Við bættist svo nagla- snyrting eftir að Silla flutti í Sunnuhlíð. Við hjónin vorum nokkuð iðin við að heimsækja hana þangað. Nú í júlí eftir vi- kuhlé frá heimsókn í Sunnuhlíð- ina var ég mætt með skærin en elskuleg frænka mín þá orðin veik og aldrei varð af klipping- unni. Við Ragnar vottum Grétari þínum, Arnaldi og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Guðrún frænka. Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla ! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himin-brautir för þín farin yfir frjóvga jörð. (Jónas Hallgrímsson) Sólin vermir vanga þegar lítil stúlka trítlar út á Hraunbraut. Þar eru amma og afi, Silla frænka og Grétar frændi. Þar er ævinlega gott að koma, góð- ar móttökur. Og ekki síst hlýj- an hennar Sillu og elskusemin. Árin líða og litlar stelpur og strákar vaxa úr grasi og verða fullorðin. En ef kíkt er í kaffi til mömmu þá er Silla þar ósjaldan og sömu skemmtilegheitin hjá þeim mágkonum eins og fyrr á tíð, hvernig sem allt veltist í henni veröld halda Silla og mamma sinni stóísku ró. Marg- ar eru minningarnar, um konu sem er mér jafn kær og Silla frænka. Hún var frábær saumakona, það lék allt í hönd- unum á henni. Undirrituð geymir ennþá brúðardressið sem hún saumaði, þar var vand- virknin í hverju spori og enn þann dag í dag er ég tek upp þessa flík minnist ég Sillu sitj- andi við saumavélina. Á fullorð- insárum spiluðu mamma og Silla spilið „ótukt“ þá var eins gott að trufla ekki dömurnar. Silla frænka var ein af stoð- unum í bernsku minni og fram á fullorðinsár, börnum okkar Jóns Bjarna reyndist hún sem besta amma. Sonurinn sem syrgir, sér á bak móður sem var honum stoð og stytta, og að sama skapi launaði Grétar móð- ur sinni og sinnti henni vel seinni árin. Nú er hún horfin á vit þeirra sem á undan eru gengnir og við söknum blíðrar konu og ljúfra daga í Kópavoginum forðum. Og hversu dýrðleg útsýn var hér oft er unaðsdegi björtum tók að halla og handan flóans bar við bláhvítt loft í bláum fjarska Snæfellsjökuls skalla. Því hef ég hérna margan dýrðardag dokað við á mínum gönguferðum og dáðst að því hve blómlegt byggð- arlag við bæinn okkar Kópavoginn gerðum. (Böðvar Guðlaugsson) Unnur. Sigurbjörg Elísa- bet Guðlaugsdóttir Elsku mamma, nú ertu loksinns laus úr viðjum þessa hræðilega sjúkdóms sem hefur hrjáð þig undanfarin ár og komin í faðminn hjá pabba. Þegar þú kvaddir þetta jarðlíf þá var eitt það falleg- asta sólarlag sem að ég hef séð í allt sumar og er ég alveg viss að þú fékkst góða heimkomu. Það er búið að vera erfitt að koma og heimsækja þig vitandi það að þú þekktir mann ekki, en kannski gerðir þú þér grein fyrir því að maður var eitthvað sem þú áttir. Mikið var gaman að koma með barnabörnin til þín en þá naust þú þín til fulls. Ekki ætla ég að hafa einhverja tölu um þitt líf, það gera aðrir. Ég syrgi stundum pabba minn og mömmu því máttur þeirra beggja sem lífsins bjarmi er, þau burtu héðan fóru fyrir skömmu, það finnst mér alla vega innst í hjarta mér. Hér hef ég hlotið lífsins vænsta vinn- ing; hin veraldlegu gæði og ástúð víst ég fékk. Nú birtist sagan einsog endurminning; allt yndislega fólkið sem með mér veg- inn gekk. Í stórum hóp er lífsglatt fólk á labbi í ljúfum hugarheimi um sumarbjartan veg. Og fremst þar fara mamma mín og pabbi og myndin sem mér birtist, hún er dásamleg. Ég þrái helst að eignast þetta aftur; þær unaðslegu gjafir sem forðum hjartað hlaut, því þar er falinn einhver undrakraftur, sú orka sem styður á langri lífsins braut. Svo sé ég það sem hjartað stundum hylur; þá hamingju sem pabbi og mamma sýndu mér þá brosi ég, því heiðskír hugur skilur að hlýja þeirra beggja í sálu minni er. (Kristján Hreinsson) Þín dóttir, Sigþrúður. Einhvers staðar segir að góður vinur sé gulli betri og það er al- veg rétt því í áratugi áttum við hjónin þannig gull hinum megin við götuna okkar, þar sem Jó- hanna og Fúsi voru. Nú eru þau bæði farin og eftir eru dýrmætar minningar um liðnar samveru- stundir þar sem margt var brall- að og glaðst. Kunningskapur okkar hófst fljótlega eftir að þau fluttu á Mýrarbrautina með börnin sín fjögur. Vináttan varð svo traustari með árunum og varla leið svo dagur að ekki væri rölt yfir götuna í kaffisopa og spjall. Jóhanna var afskaplega glaðlynd og það gustaði oft af Jóhanna Guðjónsdóttir ✝ Jóhanna fædd-ist á Sjónarhæð á Ísafirði 20. júlí 1940. Hún lést 6. júní 2015. Útför Jó- hönnu fór fram 12. júní 2015. henni þegar hún kom í heimsókn og lá mikið á hjarta. Hún hafði mjög gaman af að hlusta á tónlist – sérstaklega sönglög, ýmist kór- söng eða einsöng, sjálf söng hún mikið og kunni ógrynni af lögum, stundum kallaði hún á mig yf- ir til að hlusta á lög sem henni hafði áskotnast eða hún hafði heyrt í útvarpinu. Þannig heyrði ég til dæmis fyrst Undir dalanna sól, sem Jóhanna hélt mikið upp á. Hún hafði mjög gaman af blómum og þó garður- inn hennar væri ekki stór þá nostraði hún við hann og hann var afar fallegur og þar átti hún ýmis sjaldgæf blóm og flutti í garðinn sinn villt blóm því hún þekkti með nöfnum flest villt ís- lensk blóm. Það var mjög gest- kvæmt hjá þeim hjónum og það kom enginn að tómum kofanum hjá Jóhönnu minni, alltaf hlaðið borð af kræsingum. Hún kenndi mér að baka brúna lagköku. Eftir óteljandi misheppnaðar tilraunir mínar, meira að segja prófaði ég hennar eigin uppskrift en ekkert gekk, þá kom Jóhanna og fylgdist með mér baka og þá kom nátt- úrlega í ljós að hún fór alls ekki eftir uppskrift heldur var það al- úðin sem hún lagði í baksturinn sem gerði gæfumuninn. Og þann- ig var hún, hjálpsöm og lagði alúð og umhyggju í hvað sem hún gerði. Þegar svo heiðarævintýrið okkar hófst hnýttust vináttu- böndin enn fastar því þar áttum við öll sameiginlegt áhugamál sem var ást okkar á heiðinni og allri náttúrunni. Við skiptum með okkur sumrunum við vörslu á Ey- vindarstaðaheiðinni í mörg ár og svo voru farnar pílagrímsferðir á vorin um leið og snjóa leysti og svo á haustin eftir göngur. Þá var farið vítt og breitt um heiðina og fram tungurnar, þessar ferðir eru ógleymanlegar því bæði Jó- hanna og Fúsi kunnu svo vel að segja skemmtilega frá ýmsu sem þarna hafði gerst í áranna rás, bæði höfðu þau átt á heiðinni ótal spor áður en þau fluttu á Blöndu- ós. Við þetta starf kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki og á veturna varumræðuefnið oft ým- is ævintýri sumarsins, sem voru ófá. Fyrir mörgum árum fór að bera á alzheimer-sjúkdómnum hjá Jóhönnu og þegar Fúsi veikt- ist fluttist hún á Héraðssjúkra- húsið þar sem henni leið vel og þar hvarf hún okkur smátt og smátt. Þó eftirsjáin sé mikil þá er huggun í því að hún fékk að fara til Fúsa áður en sjúkdómurinn lék hana alltof grátt, því enn hélt hún glaðværð sinni og gat knúsað vini sína þó ekki myndi hún nöfn- in. Elsku Jóhanna mín, betri vin- konu hefði ég ekki getað kosið mér, hjartans þakkir fyrir sam- veruna, við hittumst svo síðar og þá skoðum við aðrar heiðar eins og við töluðum stundum um. Guð blessi þig vinkona. Elsku Sigþrúður, Birna, Guð- mundur, Sibba, Arnar og fjöl- skyldur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur.Guð veri með ykkur. Halla og Ari. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.