Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 89

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ Sigríður Að-alsteinsdóttir fæddist á Lauga- bóli í Laugardal 30. ágúst 1927. Sigríð- ur lést á sjúkrahús- inu á Ísafirði 31. mars 2015. Sigríður var dóttir hjónanna Að- alsteins Jónassonar og Ólafar Ólafs- dóttur á Laugabóli. Hún var þriðja í röðinni af sex dætrum þeirra hjóna. Hún ólst upp á Laugabóli og bjó þar til fullorðinsára en flutti síðan að Strandseljum í sömu sveit, til sam- býlismanns síns, Valdimars Valdi- marssonar frá Blá- mýrum. Þau Valdi- mar eignuðust tvö börn, Aðalstein Leif og Ingibjörgu Rebekku. Börn Ingibjargar eru Hekla Björk og Valdimar Frímann. Dóttir Heklu Bjarkar er Sóley Þrá. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Með harm í hjarta kveð ég Sig- ríði systur mína, sem lést eftir stutta legu á sjúkrahúsinu á Ísa- firði 31. mars sl. Ég er varla farin að trúa því að hún sé farin. Sirrý var búin að líða mikið, bæði sem barn og fullorðin. Við misstum móður okkar ungar, það setur mark sitt á börn til lífstíðar. Við vorum sex systurnar en sú yngsta, Ásgerður, dó aðeins átta mánaða. Önnur systir okkar sem kölluð var Leifa, lést tólf ára. Sig- ríður Guðrún ólst upp hjá móð- urömmu okkar en pabbi ákvað að ala okkur hinar upp sjálfur. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá honum. Hann fór á hesti út í Ögurnes, um 15 km leið, að vinna í fiski og afla tekna fyrir heimilið, við biðum heima á meðan. Síðan vann hann verkin þegar heim var komið. Þetta þætti strembið í dag en í þá daga var ekki mulið undir fólk. Þegar við systurnar vorum börn áttum við hver sitt bú og lékum okkur með fjöruskeljar. Kúskeljar voru kýr, gimburskelj- ar voru kindur og þvottaklemmur voru strákarnir okkar. Sirrýjar strákur hét Gunnar; Rebekku strákur Bárður og minn hét Toní. Ég hugsa stundum um muninn þá og á börnunum núna sem sum hver fá allt upp í hendurnar. Þegar við vorum orðnar ung- lingar byggði Sirrý kofa fyrir sjö kindur en ég hús fyrir tvo hesta. Það hús stendur enn til minning- ar um okkar búskap. Húsin voru byggð úr torfi og grjóti sem við drógum á sleða ofan úr hlíð. Í frí- stundum heyjuðum við fyrir okk- ar skepnur, slógum með orfi og ljá þá bletti sem annars voru ekki nýttir. Ég hef oft hugsað um bú- skapinn okkar í þá daga, lengi býr að fyrstu gerð. Við höfum unnið mikið, systurnar, þótt kaupið hafi ekki alltaf verið hátt og allar erum við þannig gerðar að seilast ekki í annarra vasa eft- ir neinu, heldur vinna fyrir hverj- um hlut sjálfar. Við vorum oft á bæjum hér í kring þegar eitthvað bjátaði á hjá fólki. Síðan fórum við út í eigin búskap, Rebekka býr í Hafnarfirði, Sigríður á Sel- tjarnarnesi en við Sirrý höfum alltaf búið hér í Ögurhreppi. Sirrý var mikil pabbastelpa, vel gefin og vel gerð manneskja í alla staði. Hún var vinaföst og trygglynd en dul og auðsærð að eðlisfari. Henni var margt til lista lagt, t.d. átti hún mjög létt með að yrkja og var prýðis hagyrðingur. Sirrý var einn vetur í Gagnfræða- skólanum á Ísafirði, þar var hún með hæstu einkunn í sínum bekk á lokaprófi. Síðar var hún einn vetur í Húsmæðraskólanum á Löngumýri i Skagafirði, þaðan átti hún góðar minningar. Sirrý reyndist vinum sínum ætíð vel og börnin sín elskaði hún meira en allt annað. Meiri dýra- vin en hana þekki ég ekki, illa meðferð á dýrum gat hún ekki liðið. Það segir mikið um mann- eskju hvernig hún kemur fram við minni máttar, hvort heldur eru dýr eða menn. Sirrý vildi allt- af vera sjálfstæð og lét hún byggja hundrað kinda hús fyrir fjárstofn sinn á Strandseljum. Það er stolt staðarins. Það er mikill sjónarsviptir að Sirrý úr þessu fámenna sam- félagi. Ég þakka henni samfylgd- ina og hlýjuna sem hún bar til allra. Börnum hennar, þeim Að- alsteini, Ingibjörgu og fjölskyldu sendi ég einlægar samúðarkveðj- ur. Meira: mbl.is/minningar Ragna á Laugabóli. Hinn 31. mars síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar Sigríður húsfreyja á Strandseljum við Djúp. Við ólumst ekki upp sam- an, þannig að við áttum ekki nein- ar sameiginlegar minningar frá æskudögum. Við kynntumst fyrst á unglingsárum og vorum oft spurðar hversvegna við hét- um sama nafni. En það á sér sín- ar ástæður sem ekki verða raktar á sér. Móðir okkar varð berklunum að bráð og lést rúmlega þrítug að aldri, eftir að hafa eignast sex dætur á sex árum. Geta má nærri að það var erfitt fyrir föður okkar að missa konuna frá litlu dætr- unum, sú elsta aðeins 9 ára göm- ul, en hann tókst á við sorgina á sinn hátt þrátt fyrir að missa einnig tvær yngstu dæturnar úr sama sjúkdómi Sigríður var dugnaðarforkur og gekk að öllum störfum í sveit- inni frá unga aldri. Hún elskaði kindurnar sínar og hafði ætíð sinn eigin búskap, einnig eftir að hún flutti frá Laugarbóli og hóf sambúð með Valdimar Valdi- marssyni. Þau eignuðust tvö myndarleg og vel gefin börn, þau Aðalstein og Ingibjörgu. Ingi- björg hefur búið á Hólmavík með fjölskyldu sinni, en býr nú í Hafn- arfirði og starfar á Sólvangi. Að- alsteinn ákvað eftir stúdentspróf að snúa heim og aðstoða foreldr- ana við búskapinn, faðir hans var þá orðinn lasinn og móðir hans ekki heilsuhraust. Eftir lát Valdi- mars tók hann við búinu og hefur síðan búið með móður sinni á Strandseljum. Þegar maður fer um Djúpið sér maður miklar breytingar frá því sem áður var. Ég minnist þess er ég kom fyrst í heimsókn að Laugarbóli 18 ára gömul, þá var búið á hverjum bæ, reyndar með gamla laginu, fólkið gekk að störfum frá morgni til kvölds án þess að kvarta þó engar væru vél- arnar, hestarnir gegndu sínu gamla hlutverki til gagns og skemmtunar. Ögurball á næsta leiti og Gunna í eldhúsinu að sýsla við matinn. Kannski hringdi síminn með einhverjar fréttir af hinum bæjunum, en nú er þetta breytt. En þannig týnist tíminn eins og segir í ljóði Bjartmars. Sigríður gisti oft á heimili okkar meðan við bjuggum á Ísafirði en við höfum ekki hist mikið i seinni tíð. Við vorum ólíkar að mörgu leyti, ég spurði hana stundum hvort hún vildi koma með mér til útlanda. Svarið sem ég fékk var að hún hefði nóg í kringum sig, fallega náttúru og dýrin sín. Skildi reyndar ekki öll þessi ferðalög, og hvort þau skildu nokkuð eftir. Sigríður var mjög dul manneskja og orðvör, var illa við slúður og taldi að fólk ætti að fá að hafa sitt einkalíf í friði. Hún var vel lesin og hagmælt en það var eins og með annað, hún hafði það fyrir sig. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar í tíð Hannibals og var afburða- námsmaður. Nú er hún komin til sumar- landsins, ég veit að hún hefði vilj- að fylgjast lengur með langömm- ustelpunni sinni henni Sóleyju, taka þátt í vorverkunum í sveit- inni, sjá litlu lömbin fæðast og allt vakna til lífsins eftir kaldan vetur. En henni var ætlað annað hlutverk Eg og börnin mín kveðjum hana og þökkum henni góðar stundir og vottum börnum henn- ar okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra systir. Sigríður Aðalsteins. Elskuleg frænka mín, Sigríður Aðalsteinsdóttir frá Laugabóli, er látin. Það kom ekki á óvart að hún óskaði eftir því að útför hennar færi fram í kyrrþey, þannig var lífi hennar einnig háttað. Þótt Sigga væri afar sjálf- stæð, skaprík og ákveðin kona var hún ekki gefin fyrir að láta á sér bera á nokkurn hátt. Sigga gerði ekki víðreist um dagana. Rúmlega þrítug flutti hún frá Laugabóli að Strandseljum. Þar bjó hún svo í rúmlega hálfa öld. Sambýlismaður Siggu var Valdi- mar Valdimarsson frá Blámýrum í Laugardal. Sigga saknaði alltaf svolítið kyrrðarinnar og lognsins í dalnum. En á Strandseljum var fjölskyldan og því urðu þau eðli- lega að hennar „heima“. Sigga og Valdi eignuðust tvö börn, Aðal- stein og Ingibjörgu, sem bæði vöktu gleði og stolt foreldra sinna. Síðan bættust börn Ingi- bjargar í hópinn og lítil lang- ömmustelpa. Eftir fráfall Valda bjó Sigga áfram á Strandseljum, ásamt Aðalsteini, syni sínum. Þegar börnin voru ung þurfti Sigga að heiman um tíma til að leita sér lækninga. Þá kom hún með yngri sólargeislann sinn, hana Bubbu, í fóstur til foreldra minna á Birnustöðum. Sú stutta lífgaði sannarlega upp á umhverfi sitt, alltaf glöð og brosandi, þessi litli prakkari. Sigga var eðlilega áhyggjufull yfir veikindunum og man ég að hún sagði við móður mína að hún bæði Guð þess eins að hann gæfi henni líf og heilsu þar til börnin, hennar dýrmæti fjársjóður, væru komin betur á legg. Þessa ósk sína fékk hún sem betur fór upp- fyllta. Það var ekki háttur Siggu að bera oflof á menn, né heldur að hnýta í samferðafólkið gegnum lífið. En hældi hún einhverju eða einhverjum vissi maður að hún meinti það sem hún sagði. Færi einhver með afgerandi hætti að hennar mati „út fyrir línuna“ í samskiptum sínum við annað fólk, taldi hún gjarnan að eitt- hvað mikið væri að hjá þeirri manneskju. Ég minnist heimsókna minna að Strandseljum gegnum tíðina með gleði í huga. Sigga, þessi margfróða, víðlesna, alvarlega og sívinnandi kona gaf sér stundum, einkum á síðari árum, tóm til að setjast niður, gjarnan þó með prjónana sína og segja mér frá löngu liðnum atburðum. Nú, eða þá nýlegum eftir atvikum. Sögur um gleði og sorgir, áföll og sigra. Af nærfærni var fjallað um erfiða hluti. Og inn á milli annars konar sögur, kannski má segja afar fín- legar „slúður“sögur sem komu út á manni tárunum af hlátri. Þá brosti Sigga líka og hló jafnvel stundum sínum lágværa hlátri og brúnu augun leiftruðu af glettni. Þeim sögum lauk hún gjarnan með orðunum: „Eða svo var að minnsta kosti sagt…“ og svo hlógum við svolítið meira. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt Siggu frænku mína á Strandseljum og fjölskyldu henn- ar að samferðafólki í lífinu. Síð- ustu orð hennar við mig á sjúkra- húsinu, skömmu fyrir andlát hennar voru: „Þakka þér fyrir komuna, Þóra mín, elska.“ Ég kveð Siggu með söknuði og hjart- ans þökk fyrir mig. Aðalsteini, Ingibjörgu og fjöl- skyldu og öðrum ástvinum Siggu sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að vera með þeim öllum. Þóra Karlsdóttir frá Birnustöðum. Meira: mbl.is/minningar Sigríður Aðalsteinsdóttir ✝ Gunnar BergGunnarsson fæddist 1. desem- ber 1936 á Siglu- firði. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 17. júní 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Berg Jörgensen og Rósa Þorsteinsdóttir, en fósturforeldrar þau Sveinbjörn Ei- ríksson og Þórunn Kristjáns- dóttir. Gunnar átti einn al- bróður, Steindór Berg Gunnarsson, f. 12. október 1935, d. 30. október 1999. Sveinbjörn og Þórunn eign- uðust dreng er lést 1932. Gunnar lærði prentiðn hjá POB og vann sem prentari, blaðamaður, ritstjóri og útgef- ir, Anna og Erna, sem öll eru látin, og Þorleifur, Kristín, Ólöf, Jóna, Gústaf, Helgi, Mar- grét, Geir og Linda. Ásta flutt- ist sautján ára til Akureyrar og vann mestan hluta starfs- ævi sinnar hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Gunnar og Ásta giftu sig 1957. Synir þeirra eru: 1) Gunnar Berg múrarameistari, f. 10. maí 1961, maki Elín Björg Ingólfsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ingólfur Berg, b) Katrín Björg, sambýlismaður Úlfur Bragi Einarsson. 2) Björn Berg bílvirki, f. 31. janúar 1963, maki Zhanna Suprun. Börn Björns eru: a) Ásta Rut, maki Snorri Krist- jánsson, barn þeirra Sölvi Mar, b) Hákon Berg, c) Fjalar Berg. Jarðarför þeirra fór fram í kyrrþey. andi upplýsingarita á Akur- eyri. Ásta fæddist 5. febrúar 1937 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 29. mars 2013. Foreldrar hennar voru Sig- urlás Þorleifsson og Þuríður Sigurðardóttir. Systkini Ástu eru: Sigurlaug, Eggert, Reyn- Mínir góðu tengdaforeldrar eru farnir. Allt of fljótt finnst okkur. Lífið verður aldrei eins, en það mun venjast án þeirra, en aldrei gleymast. Allar góðu samveru- stundirnar; matarboðin, heim- sóknirnar, ferðalögin. Öll sú ræktarsemi, góðmennska og hlýja sem þau sýndu mér, börn- unum mínum og mínu fólki öllu. Þau vildu öllum svo vel, voru ólík, tengdapabbi með sterkar skoð- anir, opinn og félagslyndur, tengdamamma hlédræg og róleg og sjálfri sér nóg. En þau voru svo góð saman og saman fóru þau í gegnum lífið – 58 ár. Ekki alltaf auðvelt, en þau stóðu það af sér. Og mikið sem ég sakna þeirra og mikið finnst mér nú vanta. Ég geymi góðu minningarnar í huga mínum og hjarta og horfi á þau í gegnum Berg minn og börn- in okkar, Ingólf og Katrínu, sem þau dýrkuðu og dáðu. Takk fyrir allt elsku Ásta og Gunni. Ykkar tengdadóttir, Elín (Ella). Takk fyrir allt. Takk fyrir allar skemmtilegu bílferðirnar. Þið sem voruð alltaf tilbúin að sækja eða skutla þreyttu barnabörnun- um og vinum þeirra hvort sem vegalengdin var stutt eða löng. Takk fyrir allan matinn sem var í boði þegar svanga „gesti“ bar að. Þar standa ostabrauðið, rúllutertan og haribo-nammið uppúr jafnvel þó að allt sem kom úr eldhúsinu þínu, amma, hafi verið algjört lostæti. Takk fyrir allar gistinæturnar og sjampófórnirnar sem fóru í ár- angurslitla tilraunastarfsemi hjá ungum dreng sem dreymdi um að verða vísindamaður. Takk fyrir morgunjógað á sænginni þinni, amma. Takk fyrir bíltúrana og spjallið í bílnum þínum, afi. Takk fyrir ykkar þátt í að ala okkur upp og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum í dag. Takk fyrir að kenna okkur hvernig á að viðhalda ástinni í gegnum súrt og sætt. Nú eruð þið sameinuð að nýju og við vitum að þið eruð ham- ingjusömust þannig. Takk fyrir að vera þið. Ingólfur (Ingó) og Katrín. Góðir vinir okkar hafa nú kvatt þessa jarðvist með örfárra vikna millibili. Saman höfðu þau staðið af sér ýmislegt í gegnum rúma hálfa öld og urðu svo nánast sam- ferða í ferðina óendanlegu. Við tengdust þeim fjölskyldu- böndum þegar dóttir okkar hóf sambúð með Gunnari Berg, syni þeirra, fyrir réttum 30 árum. Áð- ur höfðu Ingólfur og Gunnar eldri unnið saman hjá POB, þá ungir menn. Þeim var mjög ljúft að endurnýja vinskapinn, minn- ast gamalla eftirminnilegra vinnufélaga, rifja upp gömlu vinnubrögðin og breytta tíma í prentiðnaðinum. Þau hjónin voru einstaklega hlýjar og elskulegar manneskjur sem létu sér annt um sitt fólk. Þegar barnabörnin áttu í hlut hefðu þau vaðið eld og reyk fyrir þau, enda var mjög kært á milli þeirra. Þau hjónin voru í raun ólíkar manneskjur en samt mjög sam- rýnd. Gunnar var opinskár, skrafhreifinn og hreinskilinn, með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og óhræddur að láta þær í ljós. Hann vann í mörg ár sem blaðamaður og ritstjóri við ýmsa prentmiðla og fórst það vel úr hendi. Á miðjum aldri varð hann fyrir hjartabilun; fór í stóra hjartaaðgerð þannig að hann náði þokkalegri heilsu en stundaði eft- ir það ýmis léttari störf. Hann var vinamargur og bóngóður. Hann var mjög liðtækur brids- spilari til margra ára og átti góða félaga í því sporti. Því miður fór heilsu hans hrakandi eftir andlát Ástu, enda hún „Ástin“ hans eina og sanna. Ásta var hæglát, hlédræg en hláturmild, einstaklega dugleg og reglusöm. Hún lifði heilbrigðu lífi, gerði sínar jógaæfingar á hverjum degi og stundaði göngu- ferðir reglulega. Hún var ein af 15 systkinum og í þannig aðstæð- um er nægjusemi dyggð og lífs- nauðsynleg. Ætíð setti hún hag fjölskyldunnar í fyrsta sæti og gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig. Hún vann nánast alla tíð utan heimilis, lengst hjá ÚA, þar sem hún vann þegar hún fór á eftir- laun. Hún veiktist af brjósta- krabbameini fyrir tæpum tveim- ur árum, tókst á við það af mikilli einurð og stillingu. Hún var út- skrifuð fyrir tæpu ári og vonir bundnar við endurbata. En í byrjun mars sl. kom í ljós að meinið hafði dreift sér svo ekki varð við neitt ráðið, hún lést 29. mars sl. Þessara kæru vina söknum við nú af heilum hug. Með þeim átt- um við dásamlegar samveru- stundir m.a. fórum við ásamt þeim, dóttur okkar, tengdasyni og barnabörnunum í ógleyman- lega Ítalíuferð árið 2008. Við nut- um fegurðar landsins, busluðum í sundlauginni, sóluðum okkur og nutum góða matarins. Þetta var okkar „fjárfesting“ í lífshamingju á ári „hrunsins“, draumur sem við létum rætast. Við þökkum Ástu og Gunnari fyrir samveruna, fyrir tengda- soninn sem ber foreldrum sínum fagurt vitni um heiðarleika, trygglyndi og vinnusemi; fyrir elsku þeirra við dóttur okkar og sameiginlegu barnabörnin sem eru yndislegar manneskjur og við erum svo stolt af. Við vottum sonunum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum þeim styrks í sorg þeirra. Blessuð sé minning mætra hjóna. Auður og Ingólfur. Gunnar Berg Gunnarsson og Ásta Sigurlásdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minn- ingargreina vita. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.