Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 92

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 92
92 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er tuttugu og fimm ára ídag. Í dag flýgur hún til Tyrklands þar sem hún mun dveljanæstu þrjár vikurnar, bæði með fjölskyldu sinni sem er búsett á Íslandi sem og í Danmörku. Hún segir að ferðin hafi þó ekki verið skipulögð með það sérstaklega í huga að fagna afmælinu heldur miklu frekar að njóta lífsins og slappa af með fjölskyldu sinni og syni sínum Vilhjálmi sem verður fimm ára á árinu. Ragnhildur Alda bætir því við að hún vildi heldur verja afmælisdeginum á öðrum stað en í flugvélum og flugvöllum en hún ætli að sjá til þess með einum eða öðrum hætti að einhvern tímann yfir daginn verði afmæliskaka á boðstólum. Ragnhildur Alda er námsmaður og lærir sálfræði við Háskóla Íslands en í sumar starfar hún hjá Bodyshop. Hún hefur verið virk í félagslífi skólans og gegnir meðal annars formennsku í fjölskyldunefnd Stúd- entaráðs fyrir hönd Vöku. „Þetta er mitt síðasta ár í náminu en hvað ég geri að því loknu, það er óráðið,“ segir Ragnhildur Alda. Þó hún hafi verið alin upp í höfuðborginni og búið þar mest alla sína ævi að, undanskildu tólfta aldurári sínu þar sem hún bjó í Bandaríkj- unum og gekk í miðskóla, þá segist Ragnhildur Alda hafa mótast mikið í sveitinni en þangað var hún send á hverju sumri í æsku. Hún sé meðal annars öllu vön í fjósinu. Nú njóti hún þess að fara reglulega til frænd- fólks síns sem hafa komið sér upp myndarlegri hrossarækt og eiga á bæ sínum um 150 hross. Ljósmynd/Ragnhildur Alda Ferð Ragnhildur Alda er á leið til Tyrklands með fjölskyldu sinni í dag. Nær allur afmælis- dagurinn fer í flug Ragnhildur Alda María er 25 ára í dag G uðmundur fæddist í Hafnarfirði 30.7. 1955 en ólst upp í vesturbæ Kópavogs. Hann var í sveit að Varmadal á Rangárvöllum og á Bergsstöðum í Biskupstungum. Guðmundur var í Kársnesskóla og lauk gagnfræðaprófi frá Þinghóls- skóla. Að því loknu fór hann í ensku- nám til London 1968: „Þetta var um það leyti sem Bítlarnir voru að hætta, Twiggy var súpermódelið, Carnaby-Street vinsælasta gatan í heimi og London miðpunktur popp- heimsins. Ég fór nú ekki á hljóm- leika með Bítlunum né Stones en komst ekki hjá því að upplifa þessa eftirminnilegu tíma á þessum stað í veröldinni. Þarna kynntist ég fyrri konu minni og 18 ára var ég orðinn faðir. Þetta er nú það sem mér kemur fyrst í hug þegar í rifja upp ensku- námið í London.“ Fjölskyldufyrirtækið Íspan Þann 14.8. 1969 stofnaði faðir Guðmundar fyrirtækið Íspan, ásamt tveimur öðrum aðilum. Hann eign- aðist síðan allt fyrirtækið sem síðan hefur verið fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu: „Ég hóf störf við fyrritækið um leið og það Guðmundur Grímsson, framkvæmdastjóri Íspan – 60 ára Fjölskyldan Guðmundur og Hrafnhildur með börnum sínum og barnabörnum en Mörtu Jane vantar á myndina. Fjölskyldumaðurinn í fjölskyldufyrirtækinu H́jónin Guðmundur og Hrafnhildur austur í Biskupstungum í gærdag. Kristbjörg Katla Ólafsdóttir og Matthías Bjarndal Unnarsson héldu tombólu fyrir utan verslunina Hólmgarð í Reykjanesbæ og söfnuðu 2.516 krónum sem þau gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.