Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 97

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 97
MENNING 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 20 afsláttur /00 RayBan umboðið á Íslandi fyrir helgina Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Hljómsveitin Útidúr heldur tónleika í Mengi í kvöld þar sem hún mun flytja efni af komandi breiðskífu, sem hefur enn ekki hlotið nafn. Kristinn Roach, hljómborðs- og saxófónleikari sveit- arinnar, sagði að titill plötunnar yrði áreiðanlega ekki ávkeðinn fyrr en umslagið færi í prentun, „og það væri ekki vinsælt að opinbera vinnutitla“. Kristinn gaf sig á spjall við Morgun- blaðið meðan hann gekk af hljóm- sveitaræfingu og í Hljóðheima þar sem platan er í vinnslu. „Þetta er plata sem er búin að vera svolítið lengi í bígerð,“ segir Kristinn. „Ég hugsa að elstu lögin á henni hafi verið samin á síðustu þremur, fjórum árum. En síðan er þetta í bland við lög sem voru samin og kláruð núna í ár. Þetta er kannski svolítið „aggressívara“ heldur en fyrri plöt- urnar. Aðeins meira fútt, held ég. Við byrjuðum að spila árið 2009, þannig að þetta eru að verða sex ár sem við höfum verið starfandi. Við erum að verða hundgömul. Á þessum tíma höfum við sent frá okkur plötur með nokkuð jöfnu millibili. Fyrsta kom út 2011, næsta 2013 og svo þessi nýja núna 2015. Þetta er bara á tveggja ára fresti, þannig að það lítur út fyrir að það komi frá okkur plata 2017.“ Einhvers konar kammerpopp Þú segir að platan sé „aggressív- ari“ núna. Hvað þýðir það? „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því betur, bara meira „attitúd“. Hún er mjög fjölbreytt. Það er hins vegar harðari og dekkri hljóðheimur núna í bland við klassísku hljóðfærin, við er- um aðeins að vinna með elektróník og synta og þess konar. Stefnan hefur alltaf verið rosalega óljós hjá okkur. Það voru svolítil balkanáhrif í bland við indí-popp og alls konar þjóðlaga og klassísk áhrif til að byrja með, en við höfum fjarlægst það að einhverju leyti. Þetta þróast bara. Við komum úr svo ólíkum áttum og hlustum á svo ólíka tónlist að við ákváðum það að setja okkur ekki neinn ramma hvað varðar stefnur. Allt sem við fílum, lát- um við flakka.“ Treystirðu þér til að skilgreina þetta? „Þegar maður neyðist til þess að segja eitthvað, tölum við stundum um kammerpopp af því að við erum með klassísk hljóðfæri eins og fiðlu og saxófón í bland við hefðbundnari popp-hljóðfæri. En það er erfitt að setja einhvern merkimiða á stefn- una.“ Kristinn segir hljómsveitina hafa tekið miklum breytingum. Í upphafi voru þau oftast tólf talsins, fyrsta árið eða tvö. „Núna erum við svona að meðaltali 7.“ Hann segir jafnframt hljómsveitina sprottna úr samstarfi hans og Gunnars Arnar, gítarleikara og söngvara. „Við vorum oft að dunda okkur að semja saman, en hvorugur okkar var í tónlistarnámi á þeim tíma. Ég man ekki alveg hvernig það kom til en við ákváðum bara að bjóða öll- um sem okkur datt í hug í bandið. Það var bara stemmning að fá sem flesta. Okkur langaði í lúðra og fiðlur, prófa eitthvað nýtt. Í rauninni vissum við ekkert ofsalega mikið hvað við vorum að gera í upphafi. Buðum bara öllum að vera með.“ Tónleikahald í Þýskalandi og Kanada Hljómsveitin hefur verið iðin við tónleikahald í Þýskalandi og Kanada undanfarin ár. „Við höfum verið hjá bókunarskrifstofu sem heitir Prime Tours og er í Þýskalandi,“ segir Kristinn. „Þeir tóku okkur að sér um 2011. Það byrjaði þannig að við sótt- um um að spila á einhverri tónlistar- hátíð og eftir það tók þessi bókunar- skrifstofa okkur að sér. Síðan þá hefur hún skipulagt túra í Þýskalandi fyrir okkur einu sinni til tvisvar á ári. Kanada var svo bara einn mjög langur túr. Það er kanadísk hljóm- sveit sem heitir Brasstronaut sem spilaði á Airwaves 2010, eða um það leyti. Við kynntumst henni þá. Þeir voru að keyra útgáfutúr um Kanada 2012 og buðu okkur með sem upphit- unarhljómsveit. Við hentumst sem sagt út, keyptum okkur bíl, svona sendibíl eins og boltamömmur eru á, og ókum þvert yfir Kanada. Spiluðum í 22 borgum á einum mánuði. Keyrsla tíu tíma á dag í mánuð.“ Kristinn segir að í heildina hafi þau áreiðanlega spilað meira úti en á Ís- landi, en það hafi hins vegar verið lít- ið um spilamennsku almennt hjá þeim undanfarið. „Við spiluðum eina tónleika á Húrra í byrjun júní en fyrir utan það höfum við ekki spilað síðan á Airwaves. Það var bara þannig vetur að það voru ekki allir á staðnum og við ákváðum bara að vinna að plöt- unni í staðinn.“ Þið hafið ekki hugsað ykkur að vera með tvær gerðir að hljómsveit- inni. Eina viðhafnarútgáfu þar sem allir mæta og svo eina gerð sem er meira strípuð niður? „Viðhafnarútgáfan er kannski 12 manna hljómsveit, sem kemur kannski einstaka sinnum fram á stærri tónleikum. En annars er oft mjög erfitt að einfalda þetta eitthvað frekar. Lögin eru bara þannig. Þau bjóða ekki upp á einfaldar útgáfur. Það er samt misjafnt eftir lögum. Ég sé hins vegar ekki hvernig við færum að því að halda tónleika bara þrír.“ Með hverjum eruð þið að vinna plötuna? „Við erum að blanda hana með Kára Einarssyni, gítarleikara úr Oyama. Hann tók einmitt upp plöt- una þeirra. Við erum í stúdíóinu hans, Hljóðheimum, sem er rétt fyrir ofan Hlemm. Þetta er mjög fín aðstaða sem þeir eru með. Svo gefum við þetta líklega út sjálf. Við gerðum það með fyrstu tvær plöturnar, nema Re- cord Records sá um dreifingu fyrir okkur. Hvenær kemur svo platan út? Það er ekki komið alveg á hreint. Við erum að klára að hljóðblanda hana núna. Ég var að lenda í hljóð- verinu. Við erum að miða við miðjan ágúst og erum eiginlega að vonast til þess að koma henni út fyrir septem- ber. Þetta er svolítið svona á seinustu stundu hjá okkur, eins og vill oft verða. Allt sem við fílum, látum við flakka  Hljómsveitin Útidúr sendir frá sér nýja plötu í haust  Platan mun verða heiftúðugri en fyrri plöt- ur  Halda tónleika í Mengi í kvöld þar sem nýtt efni verður kynnt  Allt að 12 manna sveit Hljómsveit „Okkur langaði í lúðra og fiðlur, prófa eitthvað nýtt. Í rauninni vissum við ekkert ofsalega mikið hvað við vorum að gera,“ segir Kristinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.