Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 102

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Hananú! Ný bók umæskuvin minn Viggóviðutan er komin út áíslensku, Gengið af göflunum. Það liggur við að maður gangi af göflunum við þessi gleði- tíðindi. Ég fór 25-30 ár aftur í tím- ann við það að fletta bókinni, skoða líflegar teikningar Franquin og aðstoðarmanns hans Jidéhem og hlæja að fáránlegum uppá- tækjum hins kærulausa starfsmanns teikni- myndabókaútgáfu sem stytti mér stundir þegar ég var barn. 12 bækur um Viggó voru gefnar út af Ið- unni á árunum 1978- 1988 og í þeim var sögum Fran- quin raðað tilviljunarkennt líkt og raunin mun hafa verið erlendis. Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu við Jean Posocco, sem á og rekur Frosk útgáfu, kom fram að fyrir ekki svo löngu hafi allar Viggó-bækurnar, 19 talsins, verið gefnar aftur út í Belgíu og Frakklandi og þá með sögunum í réttri tímaröð. Gengið af göflunum er fjórða bókin í röðinni, ef rétt er skilið, Gala de gaffes á frummál- inu frönsku. Það er mikið gleðiefni að bækurnar um Viggó séu aftur fáanlegar á íslensku og ber að hrósa Jean fyrir framtakið. Og hvað getur maður svo sem sagt annað en gott í gagnrýni um þessa bók? Hún er ákaflega skemmtileg, uppátækin kostuleg að vanda hjá Viggó enda Franquin einhver mesti húmoristi teikni- myndasagna fyrr og síðar. Í flest- um sagnanna er Viggó að taka yf- irmann sinn Val á taugum. Viggó er gæðablóð sem vill öllum vel en uppátæki hans valda oftast nær einhvers konar eyðileggingu og jafnvel stórslysum. Skemmtilegustu sögurnar af Viggó, í þeim bókum sem gefnar voru út af Iðunni á sínum tíma, sögðu af misheppnuðum tilraunum hr. Seðlans til að undirrita samn- inga við bókaútgáfuna og nokkrar slíkar er að finna í þessari. Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri en því ræður útgefandinn auðvitað ekki. Samningarnir lenda m.a. í ryksugu og blandara og alltaf er það hinum græskulausa Viggó að kenna. Teiknilist Franquin nær svo hvað hæstum hæðum þegar dýr koma við sögu, eins og sjá má af meðfylgjandi sögu úr bók- inni. Það eina sem ég sakna í bókinni er texti um Viggó og skapara hans, stutt ágrip um sögu bókanna, vinsældir o.fl., í ljósi þess að þetta er fyrsta Viggó-bókin frá Froski af vonandi mörgum. Bækurnar um Viggó eru sígild- ar, ég held að óhætt sé að full- yrða það. Þær eldast vel, eru jafnfyndnar nú sem fyrr og von- andi mun ný kynslóð Íslendinga nú sökkva sér í verk belgíska teiknimeistarans Franquin. Viggó viðutan snýr aftur! Hundablístra Ein af sögunum í Viggó viðutan - Gengið af göflunum. Viggó ærir Val með þjálfunarblístru fyrir hunda og talandi páfagauki. Teiknimyndabók Viggó viðutan - Gengið af göflunum bbbbm Eftir Franquin og Jidéhem. Þýðandi: Aníta K. Jónsson. Froskur út- gáfa, 2015. 46 bls. HELGI SNÆR SIGURÐSSON BÆKUR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Æ, ég flaug á loftstein!“ sagði Logi geimgengill áður en útsendarar keisaraveldisins skutu X-vængju hans í tætlur og sneru sér að Fálk- anum. Þetta er ekki lýsing á áður óþekktu atriði úr Stjörnustríðs- myndunum, heldur frekar eitt af því marga sem getur gerst þegar tekið er til við að spila X-Wing Miniatures (Hér eftir X-Wing) frá Fantasy Flight Games (FFG). Eins og nafnið gefur til kynna sker X-Wing sig úr frá öðrum borðs- pilum með því að vera svonefnt „miniature“ eða „tindátaspil“, þar sem leikmenn hreyfa smávaxnar eft- irlíkingar af geimflaugunum úr Stjörnustríðsmyndunum og reyna að koma sér í stöðu til þess að skjóta flaugar andstæðingsins niður. Góð blanda af heppni og hæfni X-Wing er auðvelt spil og fljótlegt að læra það. Spilið er því ágætlega fjölskylduvænt, og hægt að spila með ungum sem öldnum. Það tekur nýjan spilara mjög stuttan tíma að ná helstu tækniatriðum, og áður en varir er fólk farið að „fljúga“ nokkuð hnökralaust, eins og það er kallað meðal þeirra sem spila það. Á sama tíma launar spilið þeim sem hafa meiri getu, þannig að sá sem „flýg- ur“ sínum skipum betur á að geta unnið oftast nær. Hins vegar er einnig í spilinu ákveðinn skammtur af heppni, þar sem teningakast ræður því hvort að árásir geimflauganna heppnast eða ekki, þar sem rauðir teningar skera úr um það hversu oft flaugin nær að hitta skotmark sitt, en grænir ten- ingar ráða því hversu vel skotmark- inu tekst að hrista skotin af sér. Það er ekkert eins spennandi og óþol- andi á sama tíma en að ná þremur höggum á andstæðinginn, til þess eins að sjá hann svara fyrir sig með því að forðast þau öll! Teningaheppnin er nægilega stór þáttur af spilinu til þess að óvænt úr- slit geti litið dagsins ljós, en jafn- framt hæfilega lítill til þess að verð- launa þá sem æfa sig. Og æfingin skapar meistarann. Einn ákafur X-Wingmaður hafði stillt upp flaugunum sínum á eldhús- borðinu þegar eiginkonan kom að honum. „Hvað ertu að gera?“ „Æfa mig að fljúga!“ Konan mun hafa hrist hausinn í fyrstu yfir eigin- manninum með „leikföngin“ sín, en er nú sjálf farin að taka þátt í X- Wing-mótum. Fimm Íslendingar á HM Á Íslandi hefur skapast lítill en áhugasamur kjarni um spilið, sem hittist einkum á fimmtudögum í spilasal Nexus í Nóatúni, en einnig er virkur hópur á Facebook þar sem hægt er að ræða spilið. Þessi kjarni er nú farinn að skipuleggja mót og Íslendingar áttu meira að segja einn fulltrúa á landsmóti Breta, sem fram fór í júní síðastliðnum, Sigurð Zoëga Gunnarsson, en hann er einnig þekktur innan X-Wing-heimsins fyr- ir að halda úti ásamt Bjarna Bald- vinssyni vinsælli rás á YouTube, Outer Rim Smugglers, þar sem fjallað er um spilið. FFG hefur haldið vel utan um mót tengd X-Wing, og verður þriðja heimsmeistaramótið haldið nú í nóv- ember næstkomandi. Þess má geta að Ísland mun eiga þar fimm full- trúa, meðal annars eiginkonuna sem hneykslaðist svo á æfingafluginu. Það er því aldrei að vita nema næsti heimsmeistari í X-Wing komi frá Fróni. „Ég get ekki hrist hann af mér“  Spilið X-Wing Miniatures leyfir fólki að leika eftir geimbardaga úr Stjörnustríðsmyndunum  Þéttur kjarni fólks hér á landi sem hittist reglulega til að spila  Keppt á mótum erlendis Morgunblaðið/RAX Íbygginn Greinarhöfundur veltir fyrir sér næsta leik. Minnsta ónákvæmni getur valdið því að allt sé tapað, en staðsetning skiptir einna mestu máli. Ljósmynd/Hákon Davíð Halldórsson Stjörnustríð Flaugarnar eru nokkuð nákvæmar eftirlíkingar af þeim sem sjást í kvikmyndunum, og hefur hver flaug sín sérkenni í orrustunni. Ljósmynd/Hákon Davíð Halldórsson Klúður Stundum bregðast tening- arnar þegar mest liggur við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.