Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 108

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 108
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Neyðarlínan skellti á 2. Getur ekki keppt fyrir brjóstunum 3. Fékk fjóra lítra af vökva í æð 4. Leitar að bjargvætti á Facebook »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Upphitun fyrir tónlistarhátíðina Norðanpaunk verður á Gauknum í kvöld en þá mun breska „grindcore“- sveitin Krupskaya stíga á svið. Þar að auki munu sveitirnar Mannvirki og 0 láta ljós sitt skína. Dyrnar opnaðar kl. 21, tónleikar hefjast kl. 22. Morgunblaðið/Júlíus Harðkjarna tónleikar á Gauknum í kvöld  Ljóst er nú að ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt í Norðurljósasal Hörpu 29. ágúst næstkomandi en um ákveðinn óð til íslenskrar náttúru er að ræða. Óperan er í þremur þáttum og tekur tvo tíma í flutn- ingi með hléi. Fjórir einsöngvarar syngja og ellefu manna barnakórer með auk sextán manna hljómsveitar. Baldursbrá frumflutt í Norðurljósasal Hörpu  Hljómsveitirnar Johnny And The Rest og Baby It’s Only You munu efna til tónleika á viskíbarnum Dil- lon í kvöld klukk- an 22. Gestir mega eiga von á ryþmískum blús og sýrukenndum tónum frá fyrrnefndu sveitinni en sú síðarnefnda mun leika silkimjúka gít- artóna undir þjóðlagaskotnum söng. Tveggja sveita tón- leikar á Dillon Á föstudag Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Skýjað og úrkomu- lítið norðantil á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 10-15 m/s syðst með rign- ingu, en 3-10 annars staðar á landinu, bjart með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti nokkuð víða á bilinu 10 til 15 stig yfir daginn. VEÐUR Valur leikur til úrslita í bikarkeppni karla í knatt- spyrnu eftir sigur á KA í gærkvöldi. Vann sigraði eftir vítaspyrnukeppni þegar lið- in mættust í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Akur- eyri í gærkvöldi. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 1:1, og því þurfti að framlengja. Þar var ekk- ert skorað en Valsmenn skoruðu úr öllum sínum spyrnum. »2-3 Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Ég reyni að gera mitt besta fyrir lið- ið og það skiptir ekki máli hver skor- ar mörkin,“ segir Þórir Guðjónsson, leikmaður Fjölnis, en hann er leik- maður þrettándu umferðar Pepsi- deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins eftir lang- þráðan sigur þeirra gul- klæddu sem höfðu tapað fjórum leikjum í röð fram að því. »2-3 Engin krísa þó að ekki hafi gengið sem skyldi Knattspyrnumennirnir Kolbeinn Sig- þórsson, Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason hafa allir skipt um félag á árinu. Kolbeinn og Sölvi fóru fyrir há- ar upphæðir sem skila sér á endanum í kassann hjá Víkingi R. í formi upp- eldisbóta. Auk Evróputekna seldu Víkingar einnig Aron Elís Þrándarson síðasta haust og því ljóst að ekki væsir um neinn í Víkinni í ár. »1 Milljónir streyma til Víkinga í Reykjavík ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er gömul saga og ný að það býr líka fólk úti á landi. Gísli Sigur- geirsson, þátta- og kvikmyndagerð- armaður, hefur gert því góð skil, fyrst í um fjórðung aldar sem frétta- maður Sjónvarpsins og síðan sem þáttagerðarmaður hjá N4 Sjónvarpi á Akureyri, en hann hefur gert um 150 mannlífsþætti frá Austurlandi, Glettur að austan, sem sýndir hafa verið á stöðinni síðan sumarið 2012. Morgunblaðið náði að trufla Gísla, þar sem hann var á leiðinni á milli viðkomustaða fyrir austan í vikunni. „Neistaflugið verður um helgina og ég er meðal annars að vinna efni sem tengist því,“ segir hann. „Svo dettur alltaf eitthvað inn á leiðinni, sem mér finnst áhugavert og þá kippi ég því með.“ Vekja athygli á Austfjörðum Hann er stundum einn á ferð en þó oftast með Hjalta Stefánssyni tökumanni, sem býr fyrir austan. Gísli á hins vegar heima á Akureyri. „Ég á rætur austur, er ættaður það- an í móðurættina og var þar alltaf á sumrin í gamla daga, fyrst í sveit hjá afa og ömmu á Héraði og seinna í vegagerð,“ segir hann um helstu tenginguna við fjórðunginn. „Mig hefur alltaf langað til þess að sinna þessu svæði, ekki síst vegna þess að mér finnst það hafa verið afrækt í fjölmiðlum.“ N4 hefur gert samning við sveitarfélög og fyrirtæki á Austur- landi vegna umfjöllunarinnar. Gísli segir að þetta samstarf hafi gert þáttagerðina mögulega. „Þetta eru orðnir um 150 þættir,“ segir hann og bætir við að hann reyni að kristalla mannlífið eins og það sé og komi sér fyrir sjónir. „Ég þekki Austfirðinga og það hefur hjálpað mér heilmikið við þessa þáttagerð að eiga þarna rætur. Ég veit nokkurn veginn hvernig hjarta Austurlands slær. Þetta er stórt svæði, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, og því mikil yfir- ferð en samt ekki nema um 11 þús- und íbúar.“ Gísli segir að þáttagerðin veiti sér mikla ánægju. Ekki sé um gagnrýn- inn fréttaþátt að ræða heldur mann- lífsþátt, þar sem vakin sé athygli á því sem vel sé gert og því sem betur mætti fara. „Ég hef styrkst í þeirri trú að landið sé ekki síður fallegt á veturna en sumrin,“ heldur hann áfram. Sýningar á þáttum Gísla hjá N4 hefjast kl. 18.30 á fimmtudögum. „Við reynum að halda uppi merki landsbyggðarinnar, ræðum við fólk- ið sem þar býr og gefum viðmæl- endum gjarnan tíma til að tala, án þess að þeir þurfi að fá það á tilfinn- inguna, að tíminn sé að hlaupa frá okkur,“ segir Gísli. „Það eru líka Ís- lendingar úti á landi.“ Glettur að austan með Gísla  Hefur gert um 150 mannlífsþætti fyrir N4 Sjónvarp Þáttagerðarmaður Gísli Sigurgeirsson lætur veðrið ekki á sig fá og kann reyndar ekki síður við veturna en sumrin. Jökulsá á Dal Gísli ræðir við Stefán bónda í Merki, í gömlum kláfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.