Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 9
FORMÁLSORÐ
Við útkomu þessa 3. heftis Skagfirðingabókar er ritstjórn-
inni Ijúft að þakka velunnurum ritsins góðan og drengilegan stuðning
nú sem fyrr. Margir hafa sýnt því vinsemd bæði í orði og verki og lagt
á sig eril og umstang, sem við erum því miður lítt færir að launa með
öðru en orðum. Við þykjumst hafa orðið þess varir, að margir séu þeir,
sem óska Skagfirðingabók lengri lífdaga. En til þess að sú ósk rætist,
þurfa margir að taka höndum saman.
Efni þessa árgangs er með svipuðu sniði og verið hefur, fjallar um
liðna tíð skagfirzka. í upphafi var svo ráð fyrir gert, að fremst í
hverju hefti birtist minningaþáttur um Skagfirðing á þessari öld.
Flutti 1. hefti slíkan þátt, 2. hefti hins vegar ekki, en nú er þráðurinn
aftur tekinn upp. Þykir rétt að geta þess að gefnu tilefni, að þáttum
þessum er ekki ætlað að vera fræðilegir æviþættir, öllu fremur stutt
ágrip um ævi og störf mætra manna og kvenna.
Ennþá hefur ekki verið hörgull á frambærilegu efni til birtingar,
og nokkuð á ritstjórnin enn til í fórum sínum. Samt sem áður vill hún
enn á ný brýna fyrir þeim, sem gott efni hafa undir höndum, að láta
Skagfirðingabók njóta þess. Eins er rétt að vekja athygli á því, að rit-
stjórn Skagfirðingabókar hefur sérstakan áhuga á gömlum, skagfirzkum
kveðskap, auk hvers konar frásagna og fróðleiks. Margt af því er eflaust
til í munnlegri geymd, og mun ritstjórnin fúslega aðstoða við skrásetn-
ingu, eftir því sem við verður komið, og tekur því með þökkum ábend-
ingum um, hvar slíks efnis sé helzt að leita.
Þess var getið í aðfararorðum að áskrifendaskrá síðasta heftis, að
skráin myndi ekki vera allsendis nákvæm. Það reyndist sannmæli, því
að síðan hafa borizt mörg nöfn, sem ókunnugt var um við gerð skrár-
7