Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 41
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
hlutskipti Gísla að bera kerlu yfir ána. Brot var á ánni út og ofan undan
bænum, kallað Brennigilsbrot. Það var mjög tæpt, en kaststrengur og
djúpt, ef ofan af því fór. Að undanförnu höfðu mikil frost gengið og
breiðar skarir að ánni beggja megin. Gísli leggur nú af stað með Siggu
á bakinu, en þegar út í ána kom, fór kerling að hrista sig og hamast og
krækir fótunum fram fyrir fætur Gísla og reynir með öllu móti að fella
hann. En þrátt fyrir það komst hann heilu og höldnu að skörinni að
austan, þá sneri hann sér við og ætlaði að láta Siggu á skörina, en þá
spyrnti hún á móti og ætlaði að hrinda honum fram í ána. Þá sagði
Gísli, að fokið hefði í sig, svo hann losaði sig harkalega við hana og
fleygði henni upp á skörina. Þegar út að Merkigili kom, sagði hún, að
Gísli hlyti að vera sterkur, því hún hefði ekki getað fellt hann í ánni,
hvernig sem hún hefði reynt. Gísli sagði, að áin hefði verið tæplega í
mitti, svo að það hefði ekki verið erfitt að vaða hana. Frá þessu
heyrði ég Gísla segja á gamalsaldri.
Á þessum árum voru Iestaferðir farnar norður á Akureyri, farið út
að austan, þegar farið var frá Skatastöðum, og komið aftur sömu leið.
Baggarnir voru ferjaðir á kláfnum, eftir að hann var látinn á Skata-
staðahyl, sem er ofan undan bænum. Þegar komið var úr einni slíkri
ferð, voru þeir pabbi og Gísli að vestan og drógu kláfinn. Að austan var
hlaðinn stöpull, en að vestan var klöpp, sem kaðlarnir voru festir á. Þá
var kláfurinn dreginn af handafli. Hann gekk ekki að klöppinni, því
togið var of stutt, svo það var nokkurt bil frá klöppinni fram að
kláfnum. Fór oft maður fram í kláfinn og lyfti bagganum upp úr
honum, og svo tók annar við. f þetta sinn var 12 fjórðunga baggi í
kláfnum. Gísli seildist með annarri hendi í silann og nær aðeins með
tveim fingrum í hann. Pabbi hélt, að Gísli myndi missa baggann ofan
í hylinn og segir: „Varaðu þig, Gísli, bagginn er þungur." En í þvf
kippti Gísli bagganum upp úr kláfnum og upp á klöpp og segir:
„Þetta er trússskömm, drengur minn."
Tvær vertíðir fór Gísli suður til sjóróðra. Hann var 18 ára, þegar
hann fór fyrri ferðina. Fljótt tóku menn eftir því, að hann var orðinn
til muna sterkur. Einu sinni var hann staddur inni í búð, en þar var
brennivínstunna og ekkert farið að taka úr henni. Hann spurði kaup-
manninn að, hvort hann mætti ekki eiga hana, ef hann gæti Iátið hana
39