Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 108
FRÁ reYkjaströnd til vesturheims
SlGRÍÐUR Pálsdóttir, sem rekur í eftirfarandi frásögn nokkrar æsku-
minninga sinna, fluttist á tíunda árinu frá Reykjum á Reykjaströnd
vestur til Ameríku. Páll faðir hennar hóf búskap í Riverton, en
fluttist árið 1904 að Geysi, nokkru ofar við Islendingafljót. Jafn-
framt búskapnum smndaði hann fiskiveiðar vor og haust á Winnipeg-
vatni, vann á vetrum í og með að timburflutningum og gekk að
fleiri störfum.
Sigríður naut í uppvexti vestanhafs kennslu Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar skálds, 3-4 mánuði ár hvert, og telur þá kennslu hafa
haft heilladrýgri áhrif á æviferil sinn en nokkuð annað, að undan-
skildu æskuheimilinu. Hún kenndi sjálf smttan tíma f Geysis-byggð,
eftir að skólagöngu var lokið, en vann síðan átta ár í verzlun.
Þann 28. september 1918 giftist Sigríður Guðmundi Björnssyni,
og bjuggu þau þrjú fyrsm árin í Riverton, þar sem Guðmundur
smndaði rakaraiðn. Hann var maður heilsuveill, hafði sýkzt af berkl-
um um tvímgsaldur og náði aldrei fullum bata. Taldi hann sér úti-
vinnu hollari, svo þau hjón hófu smábúskap á leigulandi litlu ofar
með fljótinu, en keypm þremur árum síðar hálfa aðra ekru lands
hjá Riverton, fluttu hús sitt þangað, og átm þar síðan heima til 1940,
en það ár lézt Guðmundur á sexmgasta afmælisdegi sínum, 21.
nóvember. Við Riverton ráku þau smábúskap sem fyrr, en einnig
vann Guðmundur öðru hverju við skólaumsjón, og kirkjuorganisti
var hann jafnan. Þau hjón tóku nokkurn þátt í félagslífi í Riverton,
m. a. átti Sigríður sæti í skólanefnd, og Guðmundur, sem var tón-
listarmaður af lífi og sál, skemmti oft opinberlega með hljóðfæraleik.
Foreldrar Sigríðar flutmst á heimili hennar árið 1929 og dvöldust
þar bæði til dauðadags (Páll d. 1938, Jónanna d. 1940).
Eftir fráfall manns síns seldi Sigríður eign sína í Riverton, settist
haustið 1943 að í Winnipeg og vann þar átta ár á saumastofu, var
106