Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 53
HOFSAFRÉTT
an sést Reyðarfell, ávöl bunga, sem ber hærra en hæðirnar í kring. Til
austurs sjást fjöll á Nýjabæjarafrétt, austan við Jökuldal, en svo nefnist
dalur sá, er Jökulsá austari rennur eftir út að mótum Keldudals.1 Ut
þaðan heitir hann Austurdalur.
Leiðin liggur nú með sömu stefnu um grágrýtishæðir og er heldur
seinfarin. Eftir góða stundarferð frá Fremra-Stafnsvatni er komið
að litlum hól, sem liggur á brúnum Runufjalls, en svo heitir austur-
hlíð Vesturdals upp frá Runu. Dálitlar hagatægjur eru við hólinn.
Hann heitir Sjónarhóll, en drögin Sjónarhólsdrög. Enn er farið í sömu
stefnu, og er land enn með sama móti og áður. Þegar farið hefur verið
um 20-30 mínútur, opnast sýn inn yfir öræfin. Er nú komið lengra en
móts við fremstu drög Vesturdals, sem eru hamragil - Runugil - suð-
vestur frá Sjónarhól (sjá síðar). Sjást nú Illviðrahnjúkar og fram af
þeim breiður háls, ávalur. Hann heitir Bleikáluháls. Reyðarfell er nú
nálægt og allhátt. Enn er haldið sömu stefnu. Hallar nú undan fæti
niður að Runukvísl. Hún rennur hér til vesturs. Útsýn allgóð til jökuls,
en Bleikáluháls tekur þó nokkuð úr (Ásbjarnarfell, Sáta og síðan röðin
allt austur í Laugafellshnjúk). Síðan er Runukvísl fylgt um stund og
farið fram með rótum Reyðarfells (Áður en komið er að kvíslinni, er
farið fram hjá afrennslislausu vatni á grjótum, nafnlausu). Eru þá
framundan og á vinstri hönd hæðir nokkrar. Farið er vestanvert í þeim,
unz afmr kemur að kvíslinni og kofanum við Orravatnsrústir. Frá
Sjónarhól og þangað er 1(4 smndar reið, á að gizka, en um 5 smnda
reið frá Þorljótsstöðum.
Kalt var við kofann, éljagangur og stormur. Við Ytra-Stafnsvatn
höfðum við riðið frá Þorsteini allir. Hann kom um klukkusmndu síðar
að kofanum en við. Á meðan biðum við í kulda og við illt atlæti. Þegar
við höfðum búizt um og matazt, sneru þeir til byggða, Þorsteinn og
Guðmundur, en við félagarnir urðum eftir í óbyggðunum.
1 Jökuldalur heitir einungis vestan ár, fram að Pallakiifi (sjá dagbókina
síðar); milli Hvítár og Fossár austan megin heitir hlíðin Afrétt, milli Fossár og
Hörtnár Fossármúli. Þar fram af heitir Langahlíð svo langt, sem heitir Jökul-
dalur að vestan (B. E.)
51