Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 159
ÚR FÓRUM JÓNS JÓHANNESSONAR
L
SITTHVAÐ UM HVALREKA VIÐ SKAGAFJÖRÐ
Á 19. ÖLD
Ísaveturinn mikla, 1882, og vorið eftir urðu miklir hval-
rekar við Norðurland og raunar víðar. Hafísinn króaði hvalina inni í
fjörðum og vogum, og ýmist rak þá upp á grynningarnar eða þá að þeir
lokuðust inni í vökum í ísnum, sem svo þrengdust að þeim smám sam-
an og lokuðust loks að fullu yfir þá, svo að þeir köfnuðu undir íshell-
unni. Eftir nokkra daga hafði svo gas myndazt í innyflum þeirra, flot-
kraftur þeirra magnazt, svo þeir sprungu upp, sem kallað var, þ. e.
sprengdu íshelluna ofan af sér, og kvið hvalsins, útblásinn og stóran,
eins og uppborið hey, bar yfir hvíta ísbreiðuna og sást langt til.
Þannig var með Ánastaða-hvalina, um 40 talsins, sem klemmdust
upp við fjörur við Vatnsnes 25. maí 1882 og voru drepnir þar, og
svo var miklu víðar. Vorið og sumarið 1882 er eflaust það versta og
óhagstæðasta, sem yfir Norðurland hefur gengið í tíð þeirra manna,
sem enn lifa, og má eflaust fullyrða, að mannfellir hefði orðið, ef hval-
rekarnir hefðu ekki komið fólkinu til bjargar. Þá voru kýr látnar út í
fyrsta sinni í Skagafirði 17. júní; 21. sama mánaðar var kafaldsbylur
yfir allt Norðurland einnig 6. júlí, og 2. ágúst, svo og 15. og 16.
ágúst var stórhríð norðanlands, og gerði talsverða fönn.
Eg var svo ungur þá, að ég man lítið eftir þessum harðindum. Þó
minnist ég þess, að ég heyrði talað um, að marga hvali hefði rekið í
Húnavatnssýslu. En ég man þetta sama vor eftir Hraunahvölunum,
sem nefndir voru. Ekki man ég þó glögglega sjálfur eftir öðru í sam-
bandi við þá en að menn komu að Heiði, innan af Höfðaströnd og
157
L