Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
á Reynistað og keyrt út engið og mýrarnar, sem þá vom oft í glæru
svelli, áður en þær voru ræstar fram, og út á Miklavatn, síðan var keyrt
eftir því endilöngu og svo út Áshildarholtsvatn og út Sauðárflæðar og
inn í kauptúnið. í góðu veðri og færi var þetta bæði þægilegt og
skemmtilegt ferðalag, einkum ef viljugur hesmr var fyrir sleðanum.
Einnig var auðvelt að búa skjóllega um sig á sleðanum með gæruskinn-
um og ábreiðum, þó að frost væri talsvert.
Tvennt var sérstaklega að varast á þessari leið. Sprunga kom oft í
ísinn þvert yfir Miklavatn, frá Gilseyrinni í stefnu á Langatanga, og
var nefnd Gilssprungan. Þessi sprunga stafaði af mismun flóðs og fjöru,
sem nær inn í vatnið, og var hún mjög misbreið og breytileg. Við bar,
að ferðamenn missm hesta ofan í sprunguna, ef óvarlega var farið, en
ekki heyrði ég, að það hefði orðið að slysi. Hitt voru vakirnar á
Áshildarholtsvatni. Þær voru mjög hætmlegar, því þar var hyldjúpt
og hestarnir á sundi, ef niður fór. Þessar vakir mynduðust í ísnum
nokkru vestar en þar, sem núverandi heitavatnsborholur eru, sem gefa
heitavatnið í hitaveim Sauðárkróks. Vakirnar mynduðust af heim
vatnsuppstreymi frá vatnsbotninum á þessum stað. Þar lagði vatnið
ekki nema í aftakafrosmm og át af sér ísinn um leið og frostin linaði.
Vakirnar voru sérstaklega hættulegar sökum þess, að þær lágu ör-
skammt frá aðalsleðaleiðinni framan úr firðinum til Sauðárkróks. Til
þess að forða slysum lét sýslunefndin setja á ísinn, strax og vatnið lagði,
svonefndar vakarsúlur í nánd við vakirnar. Voru það tréstangir á stétt
eða undirlagi, sem grjót var lagt á, og stóðu þar til leiðbeiningar fyrir
ferðamenn, þar til ísa leysti á vorin. Var þetta áreiðanlega mjög þörf
varúðarráðstöfun, sem óefað hefur bjargað bæði mönnum og hesmm frá
að farast, meðan aðalumferðin úr framhéraðinu yfir vetrarmánuðina
var á þessum slóðum.
Á öðrum tímum árs var farið ríðandi til Sauðárkróks. Ég var mjög
ungur, er ég fór að ríða einn, og þótti þá fara nokkuð geyst, er ég var
kominn á hestbak. Hefur það lengi fylgt mér, enda átt lengst af góð?
og fjörmikla hesta.
Afi minn, Jón prófastur, sem var mikill hestamaður, kom öðru hvoru
fram að Reynistað. Ég man bezt eftir honum sumarið 1893, þá fékk ég
eitt sinn að fylgja honum á hesti út fyrir ofan Vík, en þar átti ég að
18