Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
bogin og kreppt af gigt og elli og líka blind. Vildi hún fá að þreifa á
andlitum okkar krakkanna og þóttist geta vitað, hvernig við litum út.
Ég held við höfum öll verið dálítið smeyk við þetta.
Á Reykjum búnaðist föður mínum vel. Hann stundaði bæði sjó og
búskap. Hann var ágæt sela- og fuglaskytta og sat oft á grenjum og
skaut refi, var ötull og áræðinn og hinn bezti sjómaður, en hafði verið
smali á yngti árum. Þó foreldrar mínir væru þau smæstu hjón að vexti,
sem ég hef séð, og væru almennt kölluð litli Páll og litla Jóna, stóð
þeim enginn á sporði að ýmsum vinnubrögðum.
Það var oft glatt á hjalla á Reykjum vor og haust. Þar komu margir
og héldu þar til, því þaðan var róið í fugl og fisk til Drangeyjar. Það
var kveðið, spilað á spil, sungið, spilað á harmoníku og dansað frammi
í stofunni. Húslesmr var lesinn á hverjum sunnudegi og sungnir við-
eigandi sálmar, hugvekjur lesnar á fösmnni á hverju kvöldi og Passíu-
sálmar sungnir. Innan sex ára munum við krakkarnir allir hafa verið
búnir að læra að lesa gamla stílinn jafnt latínustílnum.
Að vetrinum var afar mikið unnið að tóskap. Afi minn Jón átti vef-
stól og óf bæði vaðmál og dúka. Þótti okkur krökkunum það mesta
hnoss að halda í skeiðarnar, meðan afi var að telja þræðina í randirnar.
Móðir mín var snilldar spunakona, spann band í vaðmál, fín eíns og
klæði, í skotthúfur og ýmislegt prjónles.
Faðir minn táði og kembdi ull bezt allra manna. Kemburnar voru
mjúkar og léttar sem æðardúnn, og engan hef ég séð, karl eða konu,
fljótari að prjóna en hann eða gera sokka og vettlinga bemr úr garði.
Það var mín mesta þrá að verða jafnfljót að prjóna og hann, en það
varð ég aldrei. Þegar hann var smádrengur, víst of lítill til að vera við
útiverk, prjónaði hann í skammdeginu allan daginn, og dagsverkið var
smábandssokkur, kvensokkur úr hárfínu bandi, sem náði upp fyrir
hné - hann fékk ekki frísprok til að leika sér, fyrr en sokkurinn var
búinn, en hann hafði mjög gaman af að skauta og leika sér á skíðum,
skauzt svo út í mnglsljósið á kvöldin, þegar dagsverkinu var lokið.
Tvo síðustu veturna á Reykjum tók faðir minn kennara á heimilið.
Kenndi hann okkur skrift, réttrimn, reikning og kristileg fræði. Oll
höfðum við lært að lesa, áður en hann kom á heimilið, lesmrinn lærðum
við hjá móður okkar, sem var sérlega lagin að kenna börnum, og
110