Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
hesti fyrir framan hann í lestinni og svo koll af kolli. Hross teymdust
mjög misjafnlega. Þau, sem voru illa lynt og körg í skapi, voru oft ósæt
með að stanza og kippa í tauminn, ef þeim mislíkaði, þótti t. d. of hart
farið, og reyndu þá að slíta tauminn, sem þeim tókst því miður oft, og
urðu þá enn verri á eftir. Venja var að hafa það hrossið fremst í lestinni,
sem ve st teymdist. Mér er sérlega minnisstæður í þessu efni rauð-
skjóttur hestur, sem faðir minn átti, mesti stólpagripur og alltaf hafður
fremstur í lestinni. Hann var alltaf öðru hvoru að kippa af mér taumn-
um, enda honum auðveldur leikur við mig, þegar þess er gætt, að hann
lék sér að þessu við fullorðið fólk. í fyrstu úthellti ég mörgum tárum
af eintómri bræði við Skjóna, er hann kippti af mér taumnum hvað
eftir annað. Ég hafði þá fullan hug á að hraða för minni með lestina, en
af þessu leiddi oft tafir, ég varð jafnvel að fara af baki og ná í tauminn,
og svo var að komast á bak aftur, sem ekki var ávallt auðvelt, því ég
var smár vexti á þessum árum. Síðar festi ég sauðarlegg við endann
á taumnum á Skjóna, brá síðan öðrum enda leggsins undir hnakknefið
hjá mér, en hélt sjálfur um þann enda leggsins, sem upp vissi, til að
spyrna á móti væntanlegu átaki Skjóna, sem reyndi mest á hnakknefið.
Eftir þetta kippti Skjóni ekki af mér taumnum, nema ég væ; i óviðbú-
inn. Fannst mér þetta mikill sigur, að hafa sigrazt þannig að mestu á
þessum óvætti, sem Skjóni hafði verið í minn garð. Fór svo að lokum,
að mér varð hlýtt til Skjóna.
Þegar farið var að binda af enginu, var ég oftast látinn reka, þ. e.
taumarnir voru bundnir upp á öllum hestunum og þeir reknir heim
með baggana og lausir til baka. Það þótti mér skemmtilegt, enda var
þá oft farið greitt með lausu hestana. Ég þótti snemma duglegur og á-
hugasamur meðferðamaður. Hélt ég því starfi áfram, þar til farið var að
keyra heyinu heim á fjórhjóluðum vögnum.
Eftir að komið var á engi, kom það öðru hvoru í minn hlut að
teyma vöguhestana, þegar vagað var. Láta mun nærri, að um helming-
ur útheysins af Reynistaðarengjum hafi árlega verið fluttur á þurrkvöll
á uppvaxtarárum mínum. Oft var vagað á 3 hestum. Lét þá einn á
vögurnar, annar teymdi og þriðji losaði af vögunum og teymdi á móti
þeim næsta. Þegar vagað var úr vatnsmestu flánum og Slýinu, urðu
þeir, sem að því unnu, oftast mjög votir, því hestarnir jusu vatninu á
24