Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 97
SUÐURFERÐIR OG SJÓROÐRAR
ætlaði hann að lána kaupmanni í Hafnarfirði, „Egilsen," er þurfti á
peningunum að halda til utanfarar. í þessa Reykjavíkurför ætlaði
hann að senda einhvern vinnumanninn, en enginn þeirra vildi fara, því
um þær mundir gengu ýmsar ljótar sögur af óprúttni Reykvíkinga.
Deyfðu sögur þessar kjarkinn í vinnukörlunum, sem hefur víst ekki
verið of mikill áður. Spurði Arinbjörn mig þá, hvort ég vildi fara fyrir
sig eftir peningunum. Kvað ég það ekki verra en róa og lagði ókvíð-
inn á stað í ferð þessa. Brýndi karl það fyrir mér að láta engan mann
vita um erindi mitt. Sagði hann, að það gæti kostað mig lífið og hann
peningana. Eg hef víst verið á annarri skoðun, því í Hafnarfirði sagði
ég Gunnlaugi frá erindi mínu. Vissi ég, að úr þeirri átt var ekkert að
óttast. Eins og Arinbjörn ráðlagði hann mér einnig að reyna til að
þegja yfir erindi mínu. Þrátt fyrir allar þagmælskuráðleggingar, fannst
mér alveg sjálfsagt að segja Einari1 mínum frá ástæðunni fyrir ferða-
lagi mínu. Við þær upplýsingar gat hann ekki ráðið við svipbreyting-
arnar, sem komu á andlit hans. Þær voru sem sagt hvorttveggja í senn:
illmennsku- og lymskulegar. Einnig varð hann óviðráðanlega forvitinn
í að vita, hvar ég héldi til á meðan ég stanzaði og hvenær ég legði af
stað suður aftur. Allt þetta vakti hjá mér tortryggni. Fannst mér ég
geta lesið svik og undirferli úr svip hans og látbragði. Þorði ég því
ekki að segja honum hinn rétta burtfarartíma, heldur sagði hann 4-5
stundum síðar en ég var búinn að ákveða hann. Kom mér til hugar,
að Einar myndi sitja fyrir mér á leið minni suður og hafa þá með sér
annaðhvcrt hjálparmann eða byssu. Hvort þetta hefur vetið rétt í-
myndað eða ekki, get ég ekki sagt. Einar sá ég aldrei eftir þetta, því
nokkru síðar var mér sagt, að hann hefði drukknað.
Stöku sinnum var haldinn glímufundur í Njarðvíkunum. Það er þó
víst óhætt að segja, að þar var enginn góður glímumaður til, að Arin-
birni undanskildum, sem nú var hættur að glíma. Skal hér dreginn
upp mynd af einum þeirra, sem haldinn var einn landlegudaginn.
Á fundi þessum vakti mesta eftirtekt 17 ára piltur að austan, Guðjón
að nafni. Var hann sjómaður í Tjarnarkoti. Hann kunni ekki neitt til
glímu, gat því ekki skellt neinum og enginn gat skellt honum. Varðist
1 þ. e. Einari Þórðarsyni frá Vigfúsarkoti (sjá hér framar).
95