Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 118
SKAGFIRÐINGABÓK
þar sem gras var mest, en ekki hugsað um skaða þann, er ég hefi orðið
fyrir. Þá er sýslunefndin ákvað að flytja svifferjuna fram á Akrahyl,
hefði hún getað séð, að land mitt mundi fákum troðið, og því full
tanngirni, að ég þá einnig nyti hlunninda þeirra, er ferjan veitti. En
í stað þess fól sýslunefndin Árna bónda á Okrum alla gcezlu ferjunnar.
Hafi ég verið svo affluttur við sýslunefndina, að eigi vcsri óhcett að
fela mér gcezlu ferjunnar, sökum þess að ég vceri trylltur af óvcetti þeim,
er menn kalla vínanda, og því ei einhamur og fullur tröllskapar, þá er
slíkt með öllu óhcefa, því langt er síðan fjandi sá missti taka á mér,
svo þaðan er engin hcetta búin. Eg skora því á hina heiðruðu og valin-
kunnu sýslunefnd Skagfirðinga að fela mér framvegis á hendur gcezlu
svifferjunnar vestan megin Vatnanna. Lofa ég aftur á móti undir dreng-
skap minn að vera cetíð heima eða hafa þá annan í minn stað, og mun
ég leggja karfa þeim hinum mikla ótrauður í strenginn og vinda hann
austur of elfu þvísa. Vona ég, að sýslunefndin álíti mig eigi oftalað
hafa, en sé svo kunnugt þrek mitt og harðneskja, að ég sé maður til
þessa, því ég hefi í meiri stórrceðum staðið, og cetíð sótt fram þar, sem
mest hefur þurft og harðast hefur verið fyrir og cetíð þótt hlutgengur.
Eg hefi heyrt, að lögsögumaður, eður oddviti nefndar þessarar vceri
maður réttdcemur og tillagagóður og alla hann lofa; hið sama hefi ég
og heyrt um lögréttu- eður samnefndarmenn hans, og vona ég því, að
minn hlutur muni sem beztur verða og ég nái lögum sem aðrir menn.
Segi ég þá að lokum svofellda sök mína frarn í fimmtarstefnudóm
með þeim kviðburði, að hvorki sé viturlegt né rétt að láta góða krafta
ónotaða og rétt sé að fela vöskum dreng vasklegt starf.
Allra undirgefnast og með hinni
mestu virðingu.
Mikley 18. janúar 1896
Daníel Arnason
(handsalað)
Til sýslunefndarinnar í Skagafjarðarsýslu.
Ekki vildi sýslunefnd þekkjast tilboð Daníels. Eftirfarandi ályktun
v.. bókuð á fundi hennar:
116