Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
steinn Magnússon frá Gilhaga, bróðir Indriða, en hann átti að flytja
okkur upp á fjöllin.
í Goðdölum var staddur Guðmundur Sveinsson í Bjarnastaðahlíð.
Hann er allra manna kunnugastur á austar-parti Hofsafréttar. Réðst
hann þegar til ferðar við okkur fram í Orravatnsrústir. Riðum við frá
hafurtaskinu fram að Hlíð. Hinir komu á eftir. Töfðum við þar góða
stund, félagar, og þágum greiða, en lestin hélt áfram. Héldum við síðan
af stað frá Hlíð kl. ca. 2Vi. Við Guðmundur töfðum lítið eitt á Giljum
hjá Sveini bónda Sigurðssyni, kölluðum riddara. Hann er skraf-
hreifinn og gestrisinn. Sat hann heima og las fregnir frá Alþingishá-
tíðinni í Tímanum og kvað eigi minna vera mega en að hann fengi
fregnir af allri dýrðinni fyrir sunnan.
Við Guðmundur náðum lestinni og þeim félögum hjá Þorljótsstöð-
um, fremsta bæ í Skagafirði (16 stunda lestagangur þaðan frá Sauðár-
krók). Áðum þar um stund fyrir ofan túnið. Landslagið er einkennilegt,
afdalalegt, eyðilegt, hrikalegt. Hamragil fyrir neðan túnfótinn, og renn-
ur Hofsá eftir því. f hlíðinni á móti, sem kallaður 1 er Reitur (reitur
mun vera landfræðilegt nafn um svæði milli tveggja gilja jafnhliða).
Falla þar fram lækir hvítfyssandi. Hlíðin út frá bænum að vestan heitir
því Lækjarhlíð. í hlíðinni eru geysileg hamragil. Hrafnsgil yzt, en Foss-
árgil fremst, fram og vestur frá Þorljótsstöðum.2 Ofan til er hlíðin
blásin og ber, hver hraungarðurinn upp af öðrum. Að austan, beggja
vegna við bæinn, eru uppblástursflög og torfur.
Milli Gilja og Þorljótsstaða er svonefnt Klif. Snarbrattar brekkur
liggja þar niður að áreyrunum, svo að illt hefur verið um að fara, meðan
áin lá að brekkunni, en nú er það gott. í Klifinu er einkennilegt
globul. basalt, sprungið í hellur. Líparít er þar undir og líparítbreccia.
í Giljadal er surtarbrandur með steingeivingum, .... líparít mikið
í Hrútagili, utar frá bænum. 3
1 Þannig í handritinu, og gæti hér eitthvað hafa fallið niður.
2 I bók sinni, Minningum úr Goðdölum, lýsir Þormóður Sveinsson umhverfi
Þorljótsstaða. Hann segir, að Reitur nái frá Hrafnsgili suður að Fossá.
3 Globulær basalt:„kúlu-basalt," bólstraberg; breccia: þursaberg, molaberg
með köntóttum steinmolum. - Punktalínan merkir, að frumritið sé þar óljóst.
48