Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
að vaða í yfir ána. Lagði ég svo út í með Svein á bakinu, en þegar yfir
kom, var annar fóturinn þurr, en hinn var svo prýðilega blautur, að
þess gerðist ekki þörf. Setti ég svo stein í belgina og senti þeim
yfir. Lánið kostaði eins og ferja, 50 aura.
Einhverju sinni á norðurleið gistum við þrír eða fjórir á Bæ í Borgar-
firði. Minnir mig, að bóndinn þar héti Björn.1 Skal þess getið, að strax
um kvöldið leizt okkur svo á mann þennan, að hann myndi vera góður
drengur, skýr í svörum, snar í hreyfingum og óbeinfúinn, ef til átaka
kæmi. Þarna áttum við ágæta nótt, og ég man, að ég var þó mest
hrifinn af framkomu bónda. Hún var svo prúðmannleg, en þó um leið
svo frjálsleg og uppörvandi. Samnátta okkur var þar Jóhann bóndi f.á
Sveinatungu. Var hann þangað kominn til að sækja nokkur hross, sem
hann átti þar á hagagöngu. Meðal hrossa þessara var sex vetra graðfoli,
sem upp á síðkastið hafði aldrei komizt undir mannahendur, sökum
rtyggðar og tryllingsháttar. Nú bauð Jóhann okkur fría reiðskjóra upp
að Sveinatungu, ef við hjálpuðum honum til að handsama folann og
koma hrossunum með sér uppeftir. Að þessu gengum við hlakkandi í
huga yfir því að fá að hvíla okkur þessa leið á hrossi.
Var nú öllum Sveinamngu og Bæjarhrossunum smalað og drifin
inn í rétt. En eftir var að klófesta gradda. Gátum við hnýtt reipi í
taglið á honum og komið því yfir réttarvegginn og ofan í jörð að utan.
Þar héldum við í reipið, en Björn fór framan að folanum með beizli til
að leggja við hann. En um leið og Björn nær í faxið á gradda, tekur
hann svo hart viðbragð, að bandið, sem við héldum í, slitnaði. Kom þá
fljótt hreyfing inni í réttinni, því á svipstundu ruddi Gráni og Björn sér
braut gegnum hrossaþvöguna, brutu grindina í réttardyrunum og í sama
kasti fram í varpa. Þar hefur víst Björn verið á annarri skoðun en fol-
inn, því þá var ferðinni ekki haldið lengra. Hófst þarna hinn harðasti
aðgangur, sem ég hef nokkru sinni séð milli tveggja aðila og virrist þó
ójöfn aðstaða. Annars vegar fullorðinn, trylltur og grísefldur graðfoli,
en hins vegar aðeins um mennskan mann að ræða. Fyrst vorum við
hræddir um líf Björns í þessari viðureign, en fljótt sáum við, að þetta
myndi ekki fyrsta glíman, sem Björn hefði háð undir svipuðum kring-
1 Björn Þorsteinsson, albróðir Kristleifs á Stóra-Kroppi.
104