Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 68
S K AGFIRÐINGABÓK
Mishæðótt er hér nokkuð og haglaust með öllu, nema með fram
lækjum, þar hagateygingar fyrir fé. Uppi á hæðunum jökulmelur víða
og virtist vaxa að jökli.
Eftir einnar stundar ferð góða komum við að lægðardragi. Flá var
í dældinni og lækur, bakkahár. Hér eru efstu drög Bugskvíslar og efst
á Bug, 1 en hann er allmikið grasflæmi, sem gengur niður þaðan, ofan
með Jökulsá niður um mót Pollakvíslar og Jökulsár. Stóð var í flánni
og allmargt fé.
Eftir stutta áningu héldum við áfram. Veðri var þannig farið, að
austanátt var á, eins og fyrri. Var fremur hægt, en úrigt veður. Rigndi
annað slagið, en él gengu um jökla. Við héldum af Bugnum og yfir
skamma melbungu og komum svo að Jökulsá, neðan við endann á
Illviðrahnjúkum. Koma þar saman tvær kvíslar, önnur úr suð-suðaustri,
austan við hnjúkana, en hin úr vestri. Rennur hún út með hnjúkunum
að vestan og svo í stóran sveig til austurs, norðan við þá. í báðum
kvíslum var bleyta allmikil. Riðum við vestri kvíslina skammt upp frá
ármótunum og gekk vel. Héldum svo upp hnjúkana, bundum hestana á
sléttum sandi neðanvert í þeim og gengum svo og bárum verkfæri
upp á efstu tinda. Uppi þar var hvasst og gekk á með austanéljum.
Fórum við nokkuð um hnjúkana, mældum og mynduðum, en á efsta
tindinum hlóðum við vörðu eina mikla. Entist okkur þetta starf fram
á kvöld.
Illviðrahnjúkar eru móbergshryggur, sem snýr frá norðri til suð-suð-
austurs. Þeir eru mjóir, svo að ofan verður egg eigi allbreið með
hnúskum og borgum. Sýnast þeir því ósléttir ofan. Utan í hlíðunum
eru nokkrir hnúðar minni. Nær hryggurinn upp undir skriðjökul, þó
þannig, að lítið vik verður milli. En frá syðstu hnjúkunum gengur
annar hryggur smttur í suð-suðvestur með tveim hnjúkum og skörðum
í milli; hann nær allt upp í jökul.
í hnjúkunum (hryggnum) öllum er breccia og allmikið af globulær
basalti, en víða mikið af sambreyskingi (vulk. brecciu). Lítið ber aftur
á jökulleir eða ekki.
1 þ. e. Vesturbug.