Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
þannig í slakka miklum, sem verðux milli hólsins og aflíðandi ása,
sem ganga norðaustur frá Vatnsskarði. Sjálfur er Reykjarhóll 111
metra hár og sérlega fagurt víðsýni þaðan yfir meginhéraðið.
V.
PÉTUR Stefánsson fluttist með Einari og Rósu frá Kára-
stöðum í Reykjarhól og var áfram talinn vinnumaður hjá þeim, einnig
Júníus Þórarinssoa Aldrei var heimilið mannmargt. Kunnast af því
fólki, sem hafði á Reykjarhóli skamma setu næstu misserin, er Símon
Dalaskáld Bjarnarson og Margrét hans, þau voru þar í húsmennsku
1880-81. Mikil skelfingar ósköp hefur þá verið kveðið á Reykjarhóli,
ef að líkum lætur, en fátt eitt þeirra vísna komizt á stjá út fyrir landar-
eignina. Þó fannst Símoni bresta svo tiltakanlega á kvenhylli sína þar á
bænum, að hann mátti til að smíða hringhendu, sem hann birti svo í
Sneglu-Halla sínum 1883, segist þar ekki finna á Reykjarhóli neitt
skjól „hjá aftansólum klæða." Frá húsmennskudvöl Símonar á Reykjar-
hóli eru og vafalítið bögur tvær, kallaðar Nátthrafnarnir, sem standa á
prenti í sama bókarkveri, en hafa í munnlegri geymd verið eignaðar
Einari, ýmislega bjagaðar. Segir þar frá leynifundi karls og konu í gervi
nátthrafna uppi á Reykjarhóli. Tvær vísur hafa geymzt um Símon,
eignaðar Einari bónda, báðar lítilfjörlegar, önnur meinlaus, hin kald-
hryssingsleg og ólík því að vera eftir Einar.
Árið 1896 hóf Pétur Stefánsson búskap á hálfum Reykjarhóli, á
móti Einari, hafði áður um hríð mátt kallast þar húsmaður fremur
en vinnumaður. Frá 1901 var í þjónustu hans sonarsonur Rósu, Jó-
hann (f. 1885), sem þau Reykjarhólshjón höfðu tekið í fóstur árið
1890, en þá var faðir hans bóndi í Grófargili. Rósa var kölluð ráðs-
kona Péturs, og í raun var félagsbú í mörgum greinum hjá þeim
sambýlismönnunum.
Pétur Stefánsson var meðalmaður vexti og gjörvilegur, hreinskotinn
að andlitsfalli og bar dökkan og gróskumikinn skeggkraga. Hann var
tilhaldssamari í klæðaburði en Einar og gerðist stöndugur. Pétur
þótti heldur glúrinn maður og betur að sér en margur ólærður bú-
andþegn. Hann sat lengi í hreppsnefnd og var deildarstjóri Seylu-
134