Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 71
HOFSAFRÉTT
vatnapollar nokkrir. Heita þeir BleikálupoUar. Nokkru norðaustar eru
enn aftur pollar nokkrir og flá í kring. Þar heita Svörturústir. 1 Vel sér
yfir Buginn allan og til Jökulsár. Austúr sést til Laugafellshnjúks og
Laugafells.
Suður frá IUviðrahnjúkum beygir jökulröndin, eins og áður er sagt.
Suður af hnjúkunum hið næsta er mikill skriðjökull. Liggur rönd
hans í boga. Suður frá honum er annar jökull minni, en öldur skilja
jöklana. Eru þær tvær, hvor upp af annarri. Syðri jökullinn nær allt upp
að Jökulhorni. Allt vatn frá þessum skriðjöklum rennur í austur-
kvísl Jökulsár. Úr syðri og minni jöklinum síast þó nokkuð í sand.
Eftir að við höfðum lokið störfum okkar, héldum við heimleiðis.
Fórum við nú vestar en fyrr eða í beina stefnu á Reyðarfell. Fórum við
laust fyrir austan Svörturústir og fengum ágætan veg alla leiðina.
Komum við seint heim.
Úr Svörturúsmm rennur vatn ofan í Polla, en neðst úr rústunum
virðist þó falla nokkurt vatn í gili, sem nú er þurrt, ofan með hálsinum
að austan ofan í yzm Miðkvísl.
Mánudagur, 11. ágúst
Þennan dag var veður líkt og áður, hægt, en heldur kalt og drungað.
Við fómm ekkert, en athuguðum nágrenni og mældum til fullnusm
flána og tókum þar margar myndir. Grófum við víða í giljum og flám.
Fundum við í giljunum að mesm hina sömu skipan, leir, ösku o. fl.
Mest af öskunni var basaltaska. í flánum er skipunin mjög rugluð.
Fláin þarna er all týpisk. 2 Rústirnar af ýmsum stærðum, en milli
þeirra flög eða tjarnir. ískjarni var í öllum rústum og þykkur víðast, þó
fór það nokkuð eftir stærð. Milli rústanna var hvergi klaki.
í rústunum eru lögin óregluleg, vantar þar ýmis þau lög, sem
annars staðar fundust, en mjög virtist það mismunandi í rústunum. í
öllum rúsmm voru lögin hafin upp og óreglulega jafnlöguð yfirborði.
Víða voru þau í fellingum, og sums staðar sáust dislocationir, 3 en litlar
þó að vísu.
1 Bleikálupollar eru austan við Bieikáluháls, og í suður þaðan eru Svörturústir.
2 þ. e. dæraigerð.
3 misgengi.
69