Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 19
NOKKRAR ÆSKUMINNINGAR
minn, Jón prófasmr Hallsson, var manna skapbráðasmr og hleypti þá
mjög brúnum, er honum rann í skap. Var talið, að mér kippti mjög í
kynið í því efni, og einnig að jafnsnemma \ æri mér runnin reiðin.
Ekki man ég örugglega eftir neinu, er við bar á mínum fyrstu árum.
Fyrsta atvikið, sem mig rekur minni til og ég get dagsett, er þegar
kista Guðmundar sáluga Sigfússonar, vinnumanns á Reynistað, var
borin ofan af baðstofuloftinu heima, en það var 15. maí 1891, en þá
var ég rúmlega 3ja ára. Guðmundur þessi vai góður og mjög áhuga-
samur fjármaður, og það síðasta, er til hans heyrðist, áður en hann
skildi við, var að hann spurði, hvernig ánum liði. Það var því engin
tiiviljun, að foreldrar mínir og fleira fólk sá hann, eftir að hann and-
aðist, rölta á milli fjárhúsanna á björtum kvöldum þetta sama vor. -
Eftir þetta fara ýmis atvik að rifjast upp fyrir mér, þó að fæst þeirra
verði dag- eða ársett með fullri vissu.
Af því að ég var einbirni foreldra mina, var ég ungur, er ég fékk
að fara með þeim til Sauðárkróks og heimsækja þar föðurafa minn og
ömmu og svo Stefán föðurbróður minn, verzlunarstjóra Gránufélagsins
á Sauðárkróki. Þá voru fjórar verzlanir á Sauðárkróki með tilheyrandi
íbúðarhúsum og nokkur íbúðarhús að auki, svo sem hús afa míns og
sýslumannshúsið og Hótel Tindastóll, sem enn er við líði. Engu að
síður var Sauðárkrókur í þá daga mun stórkostlegri í mínum augum
en Reykjavík í dag með öllum sínum stórhýsum. Heimili afa og ömmu
og Stefáns frænda með sinni híbýlaprýði var það fegursta, sem ég gat
hugsað mér á því sviði. Á Sauðárkróki fékk ég líka að sjá Skugga-
Svein leikinn í sýslufundarvikunni, líklega fyrst 1892, er mér það
ógleymanlegt. Sjónleikirnir fóru þá fram í einu af vörugeymsluhúsum
Poppsverzlunarinnar. Það stóð yzt af húsum þeirrar verzlwnar, skammt
fyrir sunnan hús afa (nú hús rafveitustjórans), en nær sjónum. Var
það rýmt af vörum vegna sjónleikanna. Þá var einnig álfabrenna og
álfadans, og að því loknu fóru álfarnir blysför fylktu liði, stóðu við
hjá hverju húsi og sungu þar álfasöngva. Sé ég í huganum enn í dag,
er þeir sungu úti fyrir tröppunum á húsi afa, en fólkið þyrptist út á
tröppurnar og í dyrnar til að sjá álfana og hlusta á sönginn.
Þegar farið var til Sauðárkróks að vetrarlagi, var venjulega farið á
sleða og keyrt út ísa. Var þá setzt á sleðann norðan við bæjarbrekkuna
2
17