Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 51
HOFSAFRÉTT
Frá Þorljótsstöðum héldum við upp úr dalnum bratta sneiðinga og
alllanga. Er vegur stirður í brúnunum, en þegar upp fyrir þær kemur,
taka við götur, sem greiðar mega teljast. Uppi á fjallinu, Þorljótsstaða-
fjalli, var austanstormur og nístingskuldi og éljadrög í öllu austri.
Vegurinn liggur í suðaustur. Eftir nokkra ferð, % stundar eða svo,
er komið að vatni, litlu og grunnu. Það heitir Ytra-Stafnsvatn, eftir
eyðibýlinu Stafni í Vesturdal, en Stafnsfjall heitir fjallsbrúnin niður
þaðan (vestur-suðvestur). Lækur rennur úr vatninu nyrzt og vestast,
niður til Vesturdals. Gróður er nokkur við vatnið. Við áðum þar. Suð-
austur frá vatninu er grunn lægð, austan við hana er ás, sem heitir
Stafn:ás.1 Grágrýti tekur nú við, og þó raunar þegar á brúnum, um-
turnað af frostum, snæ og vindi. Austan við ásinn aftur dregur í Gilja-
dal og Giljaflóa, 2 flákafla mikinn, sem liggur suðaustur af daldrag-
inu, grunnu og breiðu, og allt suður undir Keldudal. Austan dalsins
eru hæðabungur, sem liggja vestur af Austurdal og heita Elliðahraun. 3
Svo sem hálfrar stundar ferð frá Ytra-Stafnsvatni er annað vatn, við-
líka stórt. Það heitir Fremra-Stafnsvatn. Um það endar Stafnsás, og
hallar síðan niður að Giljaflóa. Stafnsvatnið fremra er örgrunnt og
afrennslislaust að sjá með töngum og hólmum. Guðmundur taldi það
hesti í hné á stórum köflum og allt reitt að líkindum. Við vatnið eru
flámyndanir.
Nú endaði vegurinn. Héldum við síðan sjónhendingu í suðaustur,
sem flestum mun finnast í suður, vegna þess að sú átt er stefna hins
fremsta hluta Vesturdals. Fórum við þannig, að öllu hallaði til austurs
niður að Giljaflóa, en ekki sér til vesturs fyrir brúnum og bungum
fjallsins. Þó sést lengst af Sandfelli í suðvestri, vestur af því Lambárdal-
ur og síðan Lambárdalsfjall, 4 bæði fjöllin bunguvaxin. Langt framund-
1 Hér nefnir Pálmi ekki Stafnsvatnshæð, norðan og austan vatnsins. Hana sér
víða að á þessum slóðum. (B. E.)
2 og 3 „Giljaflói heitir framanvert á Giljadal, og er Elliðahraun austur af hon-
um, en hvorugt nær nema smtt suður. Fram af flóanum taka við Giljamýrar,
flálendi allmikið, er nær suður með Stafnsási að austan, en hæðirnar ausmr
af þeim, suður af Elliða, munu nefndar Ásar." (P. H.)
4 Á Uppdrætti íslands: Lambárfell. — Þormóður Sveinsson nefnir fjallið
Lambárfjall, en dalinn milli þess og Sandfells Lambárdalsdrög.
49