Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
ísinn eða setja förin yfir spengur. Brutu þeir annað farið nokkuð,
en komust þó með bæði til lands um kvöldið seint, blautir og þjak-
aðir eftir mikið erfiði, að mig minnir vestan á Straumnesinu. Með
eina hvalþjós komu þeir í bátnum, sem svaraði 30 pundum að þyngd,
og skiptu henni milli sín. Man ég, að faðir minn kom með örlítinn bita
af henni, sem var soðinn morguninn eftir og þótti mikið nýnæmi.
Dagana næstu á eftir var norðan stórhríð eða norðaustan. Ekkert
vissu menn þá dagana um hvalinn, enda veður eigi svo, að hægt væri
að gera eftirgrennslanir um hann eða annað. Hafísinn hafði fyrst rekið
vestur, meðan vindurinn var austlægur, en þegar vindur gekk til
norðurs, rak ísinn inn á Skagafjörð. Fylltist Málmeyjarsund af ís.
Þegar upp birti, urðu Innhlíðingar varir við hrúgu af hval á miðju
Málmeyjarsundi. Þeir höfðu ekki heyrt þá um farir þeirra Uthlíðing-
anna. Fóru þeir fram að hvalnum, sáu þar væna hrúgu af nýskornum
hvalstykkjum og gengu að því sömu nóttina að flytja þetta í land.
Þegar þeir svo skömmu síðar fréttu um ferðir Uthlíðinga, skildu þeir,
að þetta mundi vera sami hvalurinn. Duldu þeir þá fund sinn, en þó
kvisaðist um hann, og varð af nokkurt þref á þinginu um vorið, en
sýslumaður, sem þá var Jóhannes Ólafsson, kom á sættum, og bættu
Innhlíðingar tökuna einhverju.
Afskorni hvalurinn hafði orðið viðskila við hvalskrokkinn sjálfan í
ísrekinu. Hvalskrokkurinn fannst seinna litlu í ísnum vestan við
Málmeyjarrif, og var þar skorið nokkuð af honum, en þá voru komnar
þíður og sólbráð, svo flutningur á hvalnum í land var hinn torsóttasti,
vegur langur til lands og ógreiðfært yfir ísinn. Varð að bera allt á
bakinu. Menn voru að detta ofan um ísinn, svo lá við slysum, og innan
skamms rak ísinn frá og hvalinn með.
Mig minnir, að hvalskrokkinn, eða leifarnar af honum, ræki um
sumarið eftir vestur á Skaga.
Um 1880 (líklega vorið 1882) rak hval vestan við Straumnesið, ná-
lægt merkjum Keldna og Fjalls, og var hann róinn inn í Fjallsvog, sem
er rétt austan við Gjávíkina, lendinguna frá Fjalli. Séra Einar Jónsson,
síðar prófastur á Hofi í Vopnafirði, var þá prestur í Felli, og mun hann
hafa ráðið því, að þangað var með hvalinn farið. Einhver óánægja varð
með þessa ráðstöfun á hvalnum, en ekki kom til málaferla. Minnir mig,
162