Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 27
NOKKRAR ÆSKUMINNINGAR
þann, sem teymdi. Oft var vakað dag eftir dag og jafnvel í heila viku í
einu í votviðratíð. Það þótti mér leiðinlegt verk. Nú er þetta land
orðið að þurrum og velslægum stararengjum.
Þegar slætti var lokið, byrjuðu göngur og réttir. Réttirnar jafngiltu
í mínum augum stórhátíðum ársins. Mér er minnisstætt, hve ég vat
uppgefinn á kvöldin, er fyrri Staðarrétt var lokið, eftir að hafa hjálpað
til að draga féð í réttinni allan daginn. Svo komu smalamennskur um
hverja helgi. Þá skyldu smöluð öll heimalönd. í þeim tók ég þátt af
lífi og sál, strax og ég var talinn öruggur ferða minna á hestbaki.
Af öðrum haustverkum komu á þessum árum tvö verk sérstaklega
í minn hlut: að reka bæjarrekstrana og teyma á völl. Þá var siður, að all-
ir búendur smöluðu heimalönd sín vikulega og tóku úr fé sínu allar af-
bæjar-kindur. Þessar kindur voru reknar til næsta bæjar, í þá átt sem
þær átm að fara, og þannig bæ frá bæ, þó kindurnar væru langt að.
Af þessu leiddi, að bæjarrekstrar voru að koma marga daga á eftir
hverri smölun og féð oft orðið morðhungrað, er það komst loks heim
til sín. Þannig gekk það viku eftir viku fram yfir hausthreppaskil, að
farið var að taka féð í gæzlu eða hýsa það. Lönd voru þá öll ógirt, og
féð rann sitt á hvað, nema það væri höfuðsetið. Af flestum bæjum
þurfti aðeins að reka bæjarrekstur í tvær áttir, sitt til hvorrar handar,
samkvæmt gamalli rekstrarreglu. Reynistaðarbóndinn var að því leyrí
verr settur en flestir aðrar, að hann var á krossgömm og bar því að reka
í þrjár áttir, þ. e. að Geitagerði, Holtsmúla og Geirmundarstöðum.
Þar sem ég var eini krakkinn á heimilinu, kom það mest í minn hlut
að reka bæjarrekstrana. Var þetta, þegar rekstrarnir komu þéttast,
óslitinn erill frá morgni til kvölds. Sem betur fer eru bæjarrekstrar nú
að mesm úr sögunni, ókunnugt fé látið bíða hreppaskila, enda víða
komnar hagagirðingar.
Þegar leið á haustið og slámrstörf voru langt komin, var farið að
flytja á völl. Meðan túnin voru flest þýfð, svo kerru varð ekki við
komið (enda þá óvíða til á bæjum), var áburðurinn fluttur á túnin í
kláfum (trékössum með botni á hjörum), sem voru hengdir á reiðings-
hest, sinn ldáfurinn hvoru megin. Á Reynistað var ekki hægt að komast
um túnið með kerru að neinu ráði, er ég man fyrst eftir mér, aðeins
hólar og smáblettir sléttir. Þegar borið var á, voru venjulega 4-7
25