Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
Hnjúkarnir eru brattir á báðar hliðar. Austan við þá - og fast við
er dalur, flatur í botn og með leirum, leikur [?] þar jökulkvíslin á
eyrum og kvíslast mjög. Þessi dalur nær upp að jökli, suður með skrið-
jöldinum stóra og safnar þaðan vatni í mörgum kvíslum.
Austan að dal þessum liggur breið alda og flöt, en miklu lægri en
hnjúkarnir. Hún er og úr móbergi. Sunnan við hnjúkana, upp frá viki
því, er áður er lýst, liggur mikill skriðjökull. Beygir jökullinn þar í
vesmr. Flatur sandur er í viki þessu.
Vestan við hnjúkana hið næsta rennur sú kvísl af Jökulsá, sem áður
er frá sagt. Kemur hún ofan undan jökli, fast sunnan við efstu hryggjar-
drögin (hnjúkana). Vestur þaðan sést nú jökulröndin. Eigi sér þar
fyrir skriðjöklum. Er hlíðin aObrött og miklir snjóar í henni. Hraun
gengur hér frá jökli og liggur í löngum straumi, en víða mjóum ofan
á móts við hnjúkana og stefnir aOtaf til norð-norðausturs. Mætti nefna
það Illviðrahraun.
Víðsýni er mikið af hnjúkunum. Jökullinn blasir við. Vestur sést
Ásbjarnarfell og Sáta á Hofsafrétt, en miOi þeirra sést vestur um Ey-
vindarstaðaheiði (Bláfell) og allt vestur í Krák á Sandi. Ausmr frá
Ásbjarnarfelli sjást ýmis fell. Rauðafell hið næsta því, síðan Ásbjarnar-
hnjúkur. 1 2 í norðvestri sjást Ásbjarnarvötnin tvö á auðri flatneskju, en
austur frá þeim lág fell, er vel mættu vera seinglacial - gígir. Yfirleitt
virðist á þessum slóðum kveða mikið að seinglacial gosmyndunum. -
Norður sér um alla Hofsafrétt og allt norður til byggðafjalla. Bleik-
áluhálsinn blasir við. Sést og vel til Bleikálukvíslar. Hún kemur frá
jökli vestan við Rauðafell og fellur í norðaustur, austar nokkru en Ás-
bjarnarvötn, og síðan norður með Bleikáluhálsi 3 og austur fyrir hann
að norðan, unz hún mætir Runukvísl. 4 Sunnan við Bleikálukvísl eru
1 Skv. Uppdrætti íslands er þessu öfugt farið, sbr. og það, sem Pálmi segir um
rennsli Bleikálukvíslar hér rétt síðar.
2 frá því seint á jökultíma.
3 Á Bleikáluhálsi er Gimbrahœð (ranglega á Uppdrætti íslands: Gimbrafell).
„Það er hnjúkkollur, sem nokkuð ber á. Telur Guðm. í Bjarnastaðahlíð nafnið
þannig til komið, að hann og félagi hans hafi eitt sinn, er hann var strákur,
elzt þar lengi við gimbrar tvær í Ieitum." (P. H.)
4 Ekki alls kostar nákvæmt, sbr. Uppdrátt Islands.
68