Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
Sauðárkróki. Fékk félagið sama ár, með samþykki Einars bónda, út-
mældan reit í landareigninni, 8 vallardagsláttur til 40 ára, og var 50
aura árlegt afgjald af hverri. Fyrir mönnum vakti að „bindast samtök-
um um ræktun jarðepla við Reykjarhólslaug í Seyluhreppi," segir
Ólafur Briem í bréfi til amtsins daginn eftir stofnfundinn. Var þarna
fyrsti vísir að Varmahlíð.
Einar hafði bundið sanna tryggð við Reykjarhól, þaðan hugðist
hann ekki víkja, fyrr en kominn væri undir kistulokið. Öðru vísi átti
þó að fara. Þegar Jórunn hafði tekið við búrlyklunum og allri stjórn-
sýslu innanstokks, skipti um fyrir Einari, því hún gerðist brátt stygg
við hann og snúin, vildi bola honum burt, og var það ómaklegt; mun
Einar hafa vænzt þess, að kaup Péturs á jörðinni tryggðu, að þar mætti
hann una ellistundirnar. Nú sá hann hins vegar ekki annan kost vænni
en flytjast í brott, en það gerði hann sárleiður og nauðugur. Sjálfur
hafði hann aldrei iðkað rekistefnur eða hlutdeilni, heldur setið á
friðstóli og uppskorið hlýhug flestra, sem kynntust honum.
Einn af góðvinum Einars í Seyluhreppi var nágranni hans, Gott-
skálk bóndi Egilsson á Bakka, drenglundaður maður Hann bauð nú
Einari vist á heimili sínu og þyrfti hann ekki í aðiar hafnir að leita
á ævinni, nema hann sjálfur vildi. Þessu boði tók Einar. Og nú leggur
hann af stað kunnar götur niður í Hólm, með fátæklega eignarmuni
sína á grádropóttum hesti, sem hann smtm áður hafði keypt af Pétri.
Þetta er í björtum mánuði 1908. Með honum í ferð er telpa frá
Reykjarhóli, Sigríður Guðmundsdóttir, sem verið hafði þar á sveit
nokkur ár. Þau eru komin niður að Kvísl, standa í Reykjarhólsenginu,
þar sem Einar hafði slegið marga brýnu, og þar skiljast leiðir. En áður
en Einar læmr kveðjuorðin falla, vísar hann telpunni á stóran hagalagð
uppi í holmm og segir með hægð: „Þú skalt taka hann, þegar þú ferð
heim."
VIII.
Einar var ekki lengi í rónni á Bakka, þó tæpast hafi væst
um hann þar. Eftir eitt húsmennskuár réð hann sig haustið 1909 vetrar-
mann til Sigurðar bónda á Reynistað, en hafði sumarið áður gengið
140