Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 11
JÓHANN ÓLAFSSON í MIÐHÚSUM
eftir KRISTJÁN JÓNSSON, Óslandi
Jóhann Ólafsson fæddist að Grafargerði á Höfðaströnd 13.
september 1891. Foreldrar hans voru Engilráð Kristjánsdóttir
og Ólafur Kristjánsson búandi hjón þar, en þau bjuggu síðar á
ýmsum stöðum í Hofshreppi, þar til þau fóru búi sínu til
Hofsóss, þar sem þau áttu heimili til æviloka. Foreldrar Ólafs í
Grafargerði voru Kristján bóndi í Snorragerði Guðmundsson
og Ingibjörg Ólafsdóttir. Annar sonur þeirra var Jóhann bóndi
á Krossi. Engilráð var dóttir Kristjáns Jónssonar bónda á Hug-
ljótsstöðum og Guðrúnar Þorláksdóttur, konu hans. Hag-
mælska mun hafa verið nokkur í ætt Ólafs, þótt ekki hafi henni
verið haldið til haga.
Á unga aldri var Jóhann tekinn til fósturs af föðurbróður
sínum og nafna, Jóhanni á Krossi, og konu hans, Halldóru
Þorleifsdóttur, og þar ólst hann upp til fullorðinsára. Hann
naut venjulegrar fræðslu í barnaskóla í Hlíðarhúsi og ef til
vill unglingafræðslu vetrartíma. Haustið 1914, við upphaf
stríðs, settist Jóhann í bændaskólann á Hólum, sem þá laut
forystu Sigurðar Sigurðssonar, síðar búnaðarmálastjóra. Skól-
inn tók tvo vetur, og lauk Jóhann búfræðiprófi vorið 1916.
Námshæfileikar hans komu þegar í Ijós, og hagmælska hans
naut sín vel þessi ár, enda orti hann mikið, þótt flest sé glatað,
enda ort í gamansömum stíl um líðandi stund.
Að loknu námi á Hólum fór Jóhann heim að Krossi og vann
að búi fósturföður síns. Um líkt leyti fór hann á námskeið, sem
9